Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 119
462
Aðalfundur félagsdeildar Lögmannafélags Íslands 2006
Í framhaldi af aðalfundi Lögmannafélagsins var haldinn aðalfundur
félagsdeildar LMFÍ, samkvæmt auglýstri dagskrá. Fundurinn var haldinn í
beinu framhaldi af aðalfundi LMFÍ. Fundarstjóri var Hjördís Harðardóttir,
hdl. og fundarritari Arnar Þór Stefánsson, hdl. Á dagskrá fundarins voru
venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins, auk tillögu um
breytingu á reglum félagsdeildar LMFÍ. Um skýrslu stjórnar og ársreikninga
var vísað til þess að reikningar hafi þegar verið kynntir samhliða afgreiðslu
sömu dagskrárliða skyldubundna hluta félagsins á aðalfundi félagsins. Eng-
inn kvaddi sér hljóðs undir þessum dagskrárliðum og voru reikningar félags-
ins samþykktir samhljóða.
1. Tillaga um breytingar á reglum félagsdeildar
Fyrir fundinum lágu tillögur til breytinga á reglum um félagsdeild LMFÍ.
Þær hljóðuðu svo:
Á eftir 9. gr. kæmi nýr kafli – Nefndir.
Ný grein, 10. gr. bætist við:
Á aðalfundi félagsdeildar skal kjósa fimm manna stjórn Námssjóðs LMFÍ.
Stjórn Námssjóðs LMFÍ skipa fimm lögmenn. Skulu fjórir stjórnarmenn
kosnir til þriggja ára, auk þess sem meðstjórnandi í stjórn Félagsdeildar LMFÍ
skal eiga fast sæti í stjórn sjóðsins
Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn Námssjóðs LMFÍ skulu
tilkynna það til stjórnar Félagsdeildar LMFÍ ekki síðar en 7 dögum fyrir að-
alfund.
Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum.
Stjórn „Námssjóðs“ er sjálfstæð gagnvart stjórnum LMFÍ og Félagsdeildar
LMFÍ.
10. gr. verði 11. gr., 11. gr. verði 12. gr., 12. gr. verði 13. gr., 13. gr. verði 14. gr.,
14. gr. verði 15. gr., 15. gr. verði 16. gr., 16. gr. verði 17. gr.
Framangreindar breytingatillögur voru bornar undir atkvæði allar í einu
og samþykktar samhljóða.
2. Kosning fjögurra manna í stjórn Námssjóðs LMFÍ
Fyrir fundinum lá tillaga um fjóra einstaklinga til setu í stjórn Námssjóðs
LMFÍ, þ.e. Erlu S. Árnadóttur hrl., Þórólf Jónsson hdl., Eyvind G. Gunn-
arsson hdl. og Guðrúnu Björk Bjarnadóttur hdl. Var þetta fólk sjálfkjörið
á fundinum.