AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 35
borg. Þá eru margar borgir að gera tilraunir með létta sporvagna. Algeng markmið í umferðarmálum eru að veita strætisvögnum forgang í umferðinni, tak- marka fjölda bílastæða í miðbæ og jafnframt að auka ekki umferðarrýmd í innri hluta borga. Sjá jafnframt grein hér í blaðinu um tilraun í Bremen um sameiginleg not af bílum og íbúðahverfi án einka- bíla. Þótt víða gangi hægt að draga úr notkun einkabílsins þýðir það þó ekki að ekkert sé hægt að gera til að bæta umferðarástand á höfuðborgarsvæðinu. Óvíða er íbúafjölgun og vöxtur byggðar og umferðar meiri og þörfin því brýnni að grípa til markvissra aðgerða. Áætlanagerð á þessu sviði þarf að vinna í samráði við almenning og hagsmunaaðila á þessu sviði. Einkabíllinn verður án efa aðalsamgöngutækið næstu árin, þótt hann fái ekki sama forgang í umferð- inni og áður. Reykjavíkurlistinn hefur sett fram þau markmið í umferðarmálum að sporna gegn óheftri aukningu umferðar einkabíla í Reykjavík og að höfuðborgin verði í framtíðinni örugg og vistvæn. Við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur sem nú stendur yfir hafa því þessi mál verið til umfjöllunar. í umræðunni hafa komið upp spurningar eins og þessar: 1. Er hægt með ákveðnum aðgerðum að draga úr notkun einkabílsins og þannig takmarka vöxt um- ferðar næstu árin? 2. Mætti þannig draga úr áætluðum kostnaðar- sömum framkvæmdum við stofnbrautakerfið? 3. Eru borgarbúartilbúnir að draga úr notkun einka- bílsins? 4. Hvaða samgöngukostir aðrir en einkabíll standa til boða? 5. Er hægt að greiða svo mikið fyrir almennings- vögnum í umferðinni og bæta það mikið þjónustu þeirra, að þeir verði raunhæfur valkostur á móti einkabllum? 6. Er hugsanlegt að ákveðið hlutfall af vegafé til uppbyggingar þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu fari í uppbyggingu og rekstur á almenningsvögnum á svæðinu? BIFREIÐAEIGN OG FERÐAMÁTI Bifreiðaeign hefur margfaldast í Reykjavlk seinustu áratugi á meðan fjöldi fólks sem notar strætisvagna hefur dregist saman. (Sjá línurit). Árið 1950 voru um TAFLA 1. BIFREIÐAEIGN í HÖFUÐBORGUM NORÐURLANDA 1992 Höfuðborgir: Kaupmannahöfn Helsinki Osló Reykjavík Stokkhólmur íbúar á einkabíl: 5,4 3,0 2.9 2,2 3,0 Heimild:Nordstat 1994. 16 manns um hvern bíl I Reykjavík en I árslok 1994 2,3. Þó hefur bifreiðaeign dregist nokkuð saman seinustu 3 árin I takt við erfiðara efnahagsástand I þjóðfélaginu. Árin 1987 til 1989 voru aðeins 2 íbúar um hvern fólksbíl I Reykjavík. Á sama tíma hefur fækkun á fjölda farþega SVR stöðvast og hann jafn- vel aukist lítillega 1993 og '94. Bifreiðaeign I Reykja- vík er meiri en I öðrum norrænum borgum (sjá töflu 1). Hvað varðar bensínnotkun og þéttleika byggðar svipar Reykjavík til ástralskra borga, þ.e. mitt á milli amerískra og evrópskra borga. Talið er að allt að 90% allra ferða á höfuðborgar- svæðinu séu farin á einkabíl, um 7% með almenn- ingsvögnum og afgangurinn gangandi eða á hjóli. Þetta eru svipuð hlutföll og í bandarískum borgum, en í 18 þýskum borgum voru árið 1990 46% ferða farnar með einkabíl, 17% með almenningsvögnum (strætis- og sporvögnum), 26% fótgangandi og 11 % á hjóli. Þetta eru svipuð hlutföll og í flestum Evrópu löndum. ÍBÚAAUKNING Á HÖFUÐBORGARSVÆÐUM NORÐURLANDA 1989-1993 14000 12000 10000 8000 6000 4000 2000 0 12.392 12.312 5 33 STOKKHÓLMUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.