AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 36
ÞÉTTLEIKI BYGGÐAR, GATNAKERFI OG UMFERÐ: Borgir íbúar áha. íbúar á ha- elsti borgarhluti Bensínl. á íbúa á ári Akstursvegal. almenningsv. á íb. á ári (km) Hlutfall aim.v. og lesta af öllum ferðum Götur m. á íbúa Bilastæði p. 1000 störf í miðbæ Reykjavík 25 1) 47 2) 715 3) 466 ~ 8-10% 3,5 -300 4) Borgir í N-Ameríku 14 45 2.300 522 4.4% 6,6 380 Borgir í Evrópu 54 91 530 1.790 24,8% 2.1 211 Borgir í Astralíu 14 24 1.380 856 7,5 8,7 327 Borgir í Asíu 160 464 220 3.060 64,1% 1,0 67 Heimild um erlendar borgir: Peter Newman og Jefifrey Kenworthy; Cities and automobile dependence, 1989. Tölumar em frá árinu 1980. 1) Tölur um þéttleika eiga við borgarsvæði eins og þau em skilgreind í hveiju landi. Þéttleiki byggðar á höfuðborgarsvæðinu (Kjalarnes og Kjós ekki meðtalið) er um 3 íbúar á ha ef allt land upp í Bláflöll er meðtalið en 16 íbúar á ha ef lína er dregin um byggðina. 2) Gamli bærinn innan Hringbrautar - Snorrabrautar. 3) Bensínnotkun í Reykjavík áætluð sú sama og í landinu í heild 1991. 4) Miðbærinn samkvæmt skilgreiningu A.R. 1990-2010 og tölur samkv. “Bílastæðakönnun í miðborg Reykjavíkur í október 1991”. í raun er ekkert vitað um fjölda ferða hjólandi og gang- andi á höfuðborgarsvæðinu en í mörgum evrópsk- um borgum er það á bilinu 15 til 30% allra ferða. Margt bendir til þess að einkabíllinn sé mun meira notaður á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum borgum í nágrannalöndunum, þ.e. í margar stuttar ferðir. Þetta skýrist m.a. af lítilli notkun almenningsvagna og hjóla og af því að borgarbúar fara sjaldan gangandi til að sinna erindum sínum. UMFERÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Seinustu misseri hefur á heildina litið ekki orðið jafn- mikil aukning á umferð einkabíla á höfuðborgarsvæð- inu og á níunda áratugnum. Meginskýringin er án efa minni aukning á bifreiðaeign en áður. Aftur á móti hefur dreifing umferðarinnar verið mjög misjöfn eftir svæðum. Tiltölulega lítil aukning á umferð hefur orðið vestan Kringlumýrarbrautar, en gífurleg aukning á umferð um Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarveg frá nýbyggingasvæðum á suðurhluta höfuðborgar- svæðisins. Sama á einnig við um Höfðabakka - Vest- urlandsveg sem taka við umferð frá nýbygginga- svæðum í Grafarvogi og Borgarholti. Lítil aukning á umferð í vesturhluta Reykjavíkur ræðst af lítilli upp- byggingu á því svæði seinustu ár. Vaxtarásinn á höf- uðborgarsvæðinu liggur nú norður-suður um Reykja- nesbraut - Höfðabakka en ekki austur-vestur eins og seinustu áratugi. Ný íbúða- og þjónustusvæði raða sér nú við þennan ás. Frá skipulagssjónarmiði er mikilvægt að í hverjum hluta höfuðborgarsvæðisins (20-30 þúsund manna einingar) sé það mikið af þjónustu- og atvinnuhverf- um að íbúar þeirra svæða þurfi sem minnst að leita út fyrir þau eftir atvinnu og þjónustu. Samkvæmt útreikningum umferðarsérfræðinga þarf að gera mörg mislæg gatnamót næstu árin til að taka á móti vaxandi umferð. Þetta er eitt helsta áhyggju- efni skipulagsmanna í Reykjavík því mislæg gatna- mót eru frek í umhverfinu, sérstaklega í grónum hverf- um, þar sem þau breyta ásýnd borgarinnar og eru

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.