AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 37
Áætluð umferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010. erfið yfirferðar fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur.Því þarf að vanda vel til hönnunar slíkra mann- virkja og huga vel að stærð og umfangi þeirra miðað við næsta umhverfi. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Helstu vandamálin í umferðarmálum höfuðborgar- svæðisins tengjast því hve byggðin er dreifð, mið- bærinn í Reykjavík á jaðri byggðarinnar, langt frá miðpunkti hennar í austanverðum Fossvogsdal, og þjónustuhverfin dreifð um svæðið. Langflestir nota einkabíl til ferða frá heimili til vinnu og því myndast umferðartoppar milli 7.30 - 9.00 á morgnana og 16.30 -18.00 síðdegis. MÖGULEGAR AÐGERÐIR BORGARYFIRVALDA: Hér að neðan eru taldir upp nokkrir möguleikar á aðgerðum sem borgaryfirvöld gætu hrint í fram- kvæmd til að draga úr notkun einkabílsins og nei- kvæðum áhrifum umferðar. 1. Þétta byggð umhverfis þjónustukjarna I úthverf- um. 2. Setja upp bílastæði við þessa þjónustukjarna og koma á laggirnar hraðleiðum SVR frá þeim til helstu atvinnusvæða og miðbæjar. (Park and ride). 3. Koma fyrir sérstökum akreinum fyrir strætisvagna á helstu hraðbrautum (mætti víxla fyrir morgun- og síðdegis hraðleiðir). 4. Auka áróður fyrir notkun almenningsvagna (með bættri þjónustu) og samkeyrslu nágranna í úthverfum til og frá vinnu. 5. Koma á fót samnota hlutafélögum (Auto sharing) um bíla eins og I Bremen. 6. Auka sveigjanleika í vinnutíma og opnunartíma þjónustustofnana til að draga úr umferðarálagi á annatíma. 7. Koma fyrir bílastæðum á jaðri miðbæjar (s.s. við Umferðarmiðstöð og austast við Borgartún) og hefja notkun á litlum miðbæjarvögnum sem ganga milli Hlemms og Lækjartorgs auk ofangreindra bílastæða. 8. Bæta aðstæður hjólandi og gangandi vegfarenda m.a. með göngubrúm yfir stærstu umferðaræðar. 9. Setja upp vegtolla á aðkomuleiðum að innri hluta borgarinnar, nota féð m.a. til að bæta þjónustu al- menningsvagna. 10. Setja upptölvustýrð umferðarljós og upplýsinga- 35

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.