Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023
FRÉTTIR
Sláturfélag Suðurlands:
Afurðaverð hækkar um 5%
Uppfært reiknað afurðaverð í krónum fyrir hvert kíló
Dilkar Fullorðið
Sláturleyfishafi 2020 2021 Breyting
milli ára 2022 2020 2021 Breyting
milli ára 2022
Fjallalamb 486 520 +43,5% 7463 119 120 +6,2% 127
Kaupfélag Skagfirðinga 507 560 +34,2% 7531 140 140 +12,9% 158
Norðlenska 504 549 +35,9% 7463 113 115 +10% 127
SAH afurðir 502 549 +35,9% 7463 113 115 +10% 127
Sláturfélag Suðurlands 504 559 +41,5% 7902 122 132 +37,1% 1822
Sláturfélag Vopnfirðinga 506 549 +31,4% 7484 118 118 +6,1% 125
Sláturhús KVH 507 560 +34,2% 7531 140 140 +12,9% 158
Landsmeðaltal 504 552 +36,8% 755 124 127 +16,0% 147
1) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 30 kr/kg vegna innágreiðslu afurðaverðs komandi hausts, sem greidd var í maí á grunni innleggs árið 2021.
2) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 30 kr/kg eingreiðslu sem viðbót á afurðaverð sauðfjár vegna innleggs á árinu 2022.
Greitt verður 5% viðbót á allt afurðainnlegg 20.02.2023.
3) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 26 kr/kg eingreiðslu sem greidd verður 25. febrúar, 2023.
4) Reiknað afurðaverð samkvæmt verðskrá að viðbættum 26 kr/kg eingreiðslu sem greidd verður 1. febrúar, 2023. Heimild: Bændasamtök Íslands
Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur
ákveðið að greiða fimm prósenta
afurðaverðshækkun ofan á allt
afurðainnlegg síðasta árs.
Þar með er ljóst að SS greiðir
hæsta afurðaverð til sauðfjárbænda,
þegar tekið er mið af þessum
hækkunum, bæði fyrir dilka og
fullorðið. Reiknað afurðaverð SS
fyrir dilkakjöt er þannig komið í 790
krónur á kílóið og fyrir fullorðið er
það 182 krónur á kílóið, miðað við
gefnar forsendur í útreikningum
Bændasamtaka Íslands.
Greiðslan berst 20. janúar
Greiðslan vegna hækkunarinnar
mun berast þann 20. janúar 2023,
en í tilkynningu segir að þessi
viðbótargreiðsla sé hrein viðbót við
heildarafurðaverð ársins 2022, þar
með taldri þeirri viðbót sem kynnt
var í ágúst þegar 30 króna eingreiðslu
var bætt við hvert kíló innleggs vegna
erfiðari rekstraraðstæðna bænda.
Í tilkynningunni kemur fram að
í heild greiði SS um 212 milljónir
króna ofan á allt afurðainnlegg ársins
2022 til bænda. Stefna félagsins sé
að greiða samkeppnishæft verð og
skila hluta af rekstrarhagnaði sem
viðbót á afurðaverð. /smh
Áburður 2023:
Enn ekki komið verð hjá
flestum innflytjendum
Sláturfélag Suðurlands, sem flytur
inn áburð frá Yara, er enn sem
komið er eini innflytjandinn sem
gefið hefur út verðskrá um
áburðarverð árið 2023. Aðrir
innflytjendur segja að búast megi
við tilkynningu frá þeim um verð
á næstunni.
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins
kom fram að ekki væri spáð sömu
hækkunum á áburðarverði og gert
var síðastliðið haust.
Verðbreyting Yara frá apríl
verðskrá 2022 eru á bilinu 0–7,4%.
Köfnunarefnisáburður hækkar
mest, eða rúmlega 7%. Algengar
NP og NPK tegundir eru að hækka
á bilinu 0–5%.
Færri tegundir í boði
Hjá Búvís fengust þær upplýsingar
að þeir væru ekki enn búnir að fá á
hreint hvað þeir fengju áburðinn á
og því ekki hægt að gefa upp verð
til bænda. Einar Guðmundsson hjá
Búvís segist ekki eiga von á öðru
en að Búvís fái allan þann áburð
sem þeir vilja.
„Það er aftur á móti spurning um
hvort við fáum allar þær tegundir
sem við vorum með í fyrra.“
Engin vandræði með magn
Jóhannes Baldvin Jónsson segir
að hjá Líflandi sé enn verið að
skoða markaðinn og meta stöðuna.
„Við erum enn sem komið er ekki
búin að gefa út neitt verð og óljóst
hvenær það verður og munum
bíða og sjá hvað aðrir og stærri
áburðarinnflytjendur munu gera.
Ég á ekki von á að það verði nein
vandræði með að fá þann áburð sem
við viljum og höfum fengið vilyrði
fyrir að fá það magn og gerðir sem
við þurfum.“
Verðlisti væntanlegur
„Við erum búin að fá hugmynd að
væntanlegu verði, segir Lúðvík
Bergmann hjá Skeljungi, og það
styttist í að við gefum það út. Staðan
er samt sú að það er ekki 100%
frágengið þannig að ég get ekki
gefið það upp eins og er. Ég á von
á að verðið verði á svipuðu róli og
Yara eða SS er búið að gefa út, enda
erum við öll innflutningsfyrirtækin
að versla á sama heimsmarkaði.“
Lúðvík á ekki von á öðru en að
úrvalið hjá þeim verði sama eða
svipað og á síðasta ári.
Selenlaus áburður
Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni
segir að þar á bæ sé ekki búið að
fastsetja áburðarverð fyrir árið
2023. „Á síðasta ári birtum við
okkar verð 18. janúar. Mér sýnist
einhver hækkun í kortunum en
hversu mikil hún verður get ég
ekki sagt enn. Við eru enn að klára
samninga við okkar birgja og þegar
því er lokið getum við farið að gefa
út verðið.“
Að sögn Úlfs er Fóðurblandan
búin að tryggja sér það magn sem
fyrirtækið ætlar að flytja inn. „Við
ætlum að bjóða upp á allar sömu
gerðir og undanfarin ár enda sumar
þeirra keimlíkar að innihaldi.
Það gæti því fækkað um eina
eða tvær gerðir og hugsanlega
komið ein önnur í staðinn.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
hefur mælst til að það verði í boði
selenlaus áburður og við erum að
skoða innflutning á honum.“ /VH
Sláturfélag Suðurlands reið á vaðið með útgáfu á áburðarverði og þrátt fyrir
að aðrir innflytjendur hafi ekki enn gefið út sitt verð má búast við að það
verði á svipuðum nótum. Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Loftslagsmál:
Útgáfa fyrstu vottuðu
kolefniseininganna
Yggdrasill Carbon hefur fengið
útgefnar fyrstu íslensku vottuðu
kolefniseiningarnar í bið.
Þær koma úr
nýskógræktar
verkefni á vegum
félagsins á
Arnaldsstöðum í
Fljótsdalshreppi.
Framkvæmda
stjóri félagsins
segir í frétta
tilkynningu að
þetta sé stórt
skref og hann finnur fyrir miklum
áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja
sér þessar einingar. Björgvin Stefán
Pétursson, framkvæmdastjóri
Yggdrasil Carbon, segir að þetta sé
mikil viðurkenning fyrir þá miklu
vinnu sem félagið hefur lagt í.
Kolefniseiningarnar eru vottaðar af
vottunarstofunni iCert eftir kröfum
Skógarkolefnis Skógræktarinnar,
sem byggt er á breska staðlinum
UK Woodland Carbon Code.
Einingarnar hafa verið gefnar út sem
kolefniseiningar í bið í Loftslagsskrá
og er hver og ein eining komin
með raðnúmer. Fyrsta rað núm
erið er FCCICE354172027
CC100000000, og er gert ráð fyrir
að sú eining full gildist árið 2027.
Björgvin segir að vottaðar
kolefniseiningar og virkir markaðir
með þær séu lykillausn til að
tryggja fjármagn í aðgerðir sem
skila mælanlegum árangri með
gagnsærri upplýsingagjöf. Þann 1.
desember sl. útskýrði Bændablaðið
í fréttaskýringu í hvaða farveg
loftslagsverkefni þurfa að fara áður
en hægt er að gefa út kolefniseiningar
á móti losun. /ÁL
Björgvin Stefán
Pétursson.
Á undanförnum vikum hafa
hnökrar verið á ullar þurrkun í
ullarþvottastöðinni á Blönduósi.
Nýr og umhverfisvænn ullar
þurrkari var settur upp í desember
í stað þess olíuknúna sem fyrir var
og breytingarnar hafa valdið
tæknilegum örðugleikum í
vinnslunni.
Þeim vandræðum hafa fylgt enn
meiri tafir en venjulega eru, á því að
hægt sé sækja ull eins hratt og æskilegt
er talið. Guðmundur Svavarsson,
verksmiðju stjóri í ullarþvottastöð
Ístex, segist hafa heyrt óánægjuraddir
meðal bænda með að Ístex hafi ekki
náð að sækja ullina heim á bæi í eins
miklum mæli og æskilegt sé.
Risastór örbylgjuofn
Guðmundur segir að vegna þess
hversu hægt hafi gengið að þurrka
þá ull sem þegar er í stöðinni þá hafi
hreinlega ekki verið geymslupláss
fyrir meiri ull. „Þetta var nú ekkert
alvarlegt og allt á réttri leið nú þó
við séum ekki komin á alveg full
afköst, en beðið er eftir íhlutum í
nýju vélina.
Við erum vön því að heyra þessar
raddir, þetta er ekkert nýtt að bændur
séu ókátir með að fá ekki ullina
sótta. Vandamálið er að við erum
ekki með nógu stórar ullargeymslur
hér og á meðan svo er þá verður
þetta vandamál á hverju ári. Það
vilja auðvitað allir losna við ullina
í einu,“ segir hann. „Aðalfréttin frá
okkur er sú að við erum hætt að nota
kínverskan þurrkara, sem þurfti að
brenna olíu til að búa til gufu til að
þurrka ull. Núna notum við nýjan
umhverfisvænan þurrkara sem
virkar eins og risastór örbylgjuofn,“
bætir Guðmundur við. /smh
Ístex:
Hnökrar hjá þvottastöðinni
í ullarþurrkun og -móttöku
Nýi umhverfisvæni ullarþurrkarinn í þvottastöðinni. Mynd / Ístex