Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Fjöldi evrópskra afurðaheita eru vernduð á íslenskum markaði og njóta vaxandi vinsælda neytenda, milliríkjasamningur um verndina hefur gilt í nokkur ár. Tækifæri til þess að nýta verndina á íslenskar vörur liggja í augum uppi að mati undirritaðs. En verndin og kostir hennar fyrir íslenska hagsmuni hafa nánast enga kynningu fengið né opinbera umræðu. Í greininni og í næstu blöðum er gerð tilraun til að bæta úr og setja fram á einfaldan hátt, hvað um ræðir og hvernig megi hagnýta verndina fyrir íslenskar afurðir. Hvers vegna verndun? Verndin snýst fyrst og síðast um viðskipti, aukið virði afurða og gagnsæi. Var því komið á innan Evrópusambandsins fyrir 30 árum til að stuðla að verndun einstakra afurða, hefða, hráefna, landfræðilegrar stöðu og líffræðilegrar fjölbreytni. Verndin skilar merktum vörum að jafnaði 15-20% hærra útsöluverði. Hjálpar neytendum við val á merktum gæðavörum og er verkfæri framleiðenda til aðgreiningar við markaðssetningu afurða sinna. Eitt yfirlýstra markmiða verndarinnar er að dreifbýl svæði njóti áhrifa hennar með beinum fjárhagslegum hætti. Verndin er einnig talin til hugverka, sem hefur gríðarlega þyngd í baráttu gegn matvælasvindli. ESB styður sinn landbúnað með öflugum verkfærum og langtímahugsun eins og dæmin sanna, upprunaverndin nýtist evrópskum hagaðilum vel. En kerfið býðst einnig til afnota öllum þjóðum sem þess óska og nota m.a. allir nágrannar okkar kerfið til að draga fram sérstöðu og auka tekjur. Íslensk lög um upprunavernd Lög um vernd afurða voru staðfest 2014 og gagnkvæmur samningur við ESB er hér í gildi. Má því enginn íslenskur framleiðandi stæla eða „stela“ skráðum afurðaheitum. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki þurft að breyta nöfnum á sínum vörum til að fylgja lögunum. Hins vegar eru ekki dæmi um notkun íslenskra framleiðenda með skrán- ingum enn sem komið er. Það er áhugavert að skoða hvers vegna jákvæðu þættir verndunarinnar hafa ekki verið nýttir af Íslendingum. M.ö.o., íslensk fyrirtæki vinna eftir þeim hluta upprunaverndar sem getur skert þeirra tekjur og bannar notkun þekktra erlendra heita. En hafa ekki hagnýtt kerfið til að auka tekjur og virði sinna afurða, hefða og hráefna. Undirritaður telur að það megi helst rekja til þess að verndin hefur afar takmarkað verið kynnt hér, einföld vefleit á íslensku styður þá skoðun. Textar um verndina á aðgengilegu mannamáli eru í mýflugumynd, en áhugamenn um reglugerðir og lögfræðitexta geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er enn ríkt í okkur Íslendingum í öllum atvinnugreinum, og því miður of mörgum bændum, að horfa á okkar matvælaframleiðslu sem framleiðslu og sölu hráefna. En ekki hampa því sem sannarlega hefur sérstöðu og getur aukið virði einstakra hrávöruflokka og afurða. Frönsk og forn fyrirmynd upprunaverndar Fyrirmynd evrópskrar uppruna- verndar er elsta verndarkerfi heims, „appellation d’origine contrôlée (AOC)“, sem komið var á fót í Frakklandi til aðgreiningar og verndunar á víni. AOC verndar í dag mörg þekktustu vín og matvörur heims, eins og Kampavín, Roquefort og Comté osta. Vernd á frönskum matvörum nær allt aftur til 1411, þegar stjórnvöld hlutuðust til um vernd Roquefort. AOC var þróað fyrir vín, og í meginatriðum eins frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til 1990. Þá var kerfið opnað að fullu fyrir franskar matvörur og í framhaldi tekið upp af ESB. Framleiðendur í öllum heimsálfum hafa nýtt tækifæri innan evrópsku verndarinnar og yfir 5.000 skráningar eru nú í kerfinu, sem hefur löngu sannað sig sem sterkasta verndin fyrir vörur með sannarlega sérstöðu. Einföld útskýring á vernduðum afurðaheitum: PDO (e. Protected Designation of Origin) er efsta stig verndar sem vísar til þess landsvæðis sem varan er upprunnin á og framleidd, íslenska heitið er: Uppruna tilvísun, til þessa hafa einungis íslenskt lambakjöt og íslensk lopapeysa sótt íslenska hluta verndarinnar. PGI (e. Protected Geographical Indication) er næstefsta stig verndar, á íslensku: Landfræðileg tilvísun. TSG (e. Traditional speciality guaranteed) er lægsta stig verndar, á íslensku: Hefðbundin sérstaða, GI (e. Geographical indication of spirit drinks), undirrituðum er ekki fullljóst hvort þessi hluti sem nær yfir brennda drykki hefur hlotið vernd hérlendis, en veit af áhuga íslenskra fyrirtækja á slíkri skráningu. A.m.k. er ekki neitt slíkt að finna á vef MAST sem annast móttöku umsókna. Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri á markaðssviði BÍ Vernduð afurðaheiti auka tekjur Parma skinka, verndað afurðaheiti merkt íslensku vörumerki. Hafliði Halldórsson. Upprunatilvísun logo.PDO logo. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Stóru málin Það er ágætur siður í upphafi árs að fara yfir það sem er liðið. Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda sem var haldið í mars 2022 var sleginn ákveðinn taktur fyrir starf deildarinnar. Þar var fyrst og fremst lögð áhersla á tvö mál; annars vegar stöðvun á tilfærslu greiðslumarks og hins vegar afkoma sauðfjárbænda. Stöðvun á tilfærslu greiðslumarks hafnað af ráðherra Á búgreinaþingi 2022 kom enn og aftur fram skýr vilji bænda til að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun greiðslumarks um áramótin 2022- 2023. Stjórn búgreinardeildarinnar fylgdi málinu eftir við ráðherra matvæla með erindi sem sent var inn til ráðuneytisins 6.apríl. Ráðuneytið gaf svo færi á samtali um erindið 22. ágúst. Á þeim fundi komu forsvarsmenn búgreinardeildarinnar fram skýrum vilja bænda og deildarinnar til að stöðva niðurtröppun greiðslumarks. Ráðuneytið taldi ekki þörf á að verða við þessari beiðni bænda að svo stöddu. Verkefni stjórnar í framhaldinu var að vinna frekari greiningar á áhrifum niðurtröppunar og færa ráðuneytinu frekari rök fyrir skýrri kröfu sinni. Það er skemmst frá því að segja að ráðuneytið féllst ekki á rök bænda í málinu, erindinu var hafnað og lá sú niðurstaða fyrir í október. Stjórn deildarinnar ákvað í framhaldinu að skoða heimildir framkvæmdanefndar búvöru- samninga til að færa á milli liða innan samnings. Það er skilningur Bændasamtakanna að framkvæmdanefndin hafi skýra heimild til að færa á milli liða allt að 20% á ári hverju en ekki megi færa af beingreiðslum út á greiðslumark. Aftur á móti megi færa af öðrum liðum yfir á beingreiðslur út á greiðslumark. Á fundi framkvæmdanefndar búvörusamninga sem var haldinn 14. desember 2022 kom fram sá skilningur ríkisins að ekki sé heimilt að færa af öðrum liðum yfir á greiðslumark. Á öðrum fundi framkvæmdanefndar sem var haldinn 21. desember 2022 lagði ríkið fram lögfræðiálit túlkun sinni til stuðnings. Þessi niðurstaða er þvert á skilning bænda og Bændasamtakanna. Ljóst er að upp er kominn ágreiningur um framkvæmd samningsins. Bændasamtökin sendu í framhaldinu kröfu á ráðuneyti matvæla sem og ráðuneyti fjármála dags. 28.12 2022 þar sem farið er fram á að gerðardómur kveði upp dóm í málinu. Skýrt er í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar að gerðardómur skeri úr um ágreining um framkvæmd samnings. Bændasamtökin hafa tilgreint Þórð Bogason hæstaréttarlögmann sem sinn fulltrúa í gerðardóm og lagt til að Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis verði oddamaður í gerðardómi. Stjórn bú- g re inade i lda r sauðfjárbænda telur nauðsynlegt að skorið verið úr um þetta fyrir endurskoðun sauð- fjársamnings. Það er best fyrir báða samningsaðila. Afurðaverð hækkar en afkoman ennþá óviðunandi Afkoma sauðfjárbænda var til umfjöllunar á búgreinarþingi sauðfjárbænda og komu fram miklar áhyggjur þingfulltrúa af stöðu greinarinnar. Áherslur búgreinardeildarinnar um mann- sæmandi afkomu birtust bændum og afurðastöðvum strax síðastliðinn vetur af miklum krafti. Margar greinar voru skrifaðar, eyrum fjölmiðla náð, sauðfjárbændur fengu kærkomna áheyrn og jákvæða. Það var ljóst að verulegra breytinga var þörf, ef ætti að vera grundvöllur fyrir áframhaldandi framleiðsluvilja sauðfjárbænda. Ríkið brást við alvarlegri stöðu landbúnaðar með góðri innspýtingu fjármagns til að koma til móts við verulegar aðfangahækkanir í búrekstri. Var það mikilvægt skref og lýsti skilningi ríkisins á alvarlegri stöðu landbúnaðarins. Þegar kom að sláturtíð höfðu talsverðar breytingar átt sér stað. Afurðastöðvar í kjötiðnaði höfðu allar birt verð til bænda talsvert fyrr en undanfarin ár. Endanleg niðurstaða varð 35,5% leiðrétting á verði til sauðfjárbænda að meðreiknuðum álagsgreiðslum. Þess má jafnframt geta að nú í desember boðaði Sláturfélag Suðurlands svo 5% uppbótargreiðslur á allt innlegg síðasta árs. Það er kærkomin viðbót og gefur tóninn fyrir aðrar afurðastöðvar að gera betur við sína innleggjendur. Rétt er að taka fram að fram- komnar verðhækkanir á afurða- verði tryggja sauðfjárbændum ekki viðunandi afkomu, en eru engu að síður nauðsynleg leiðrétting og gott skref í áttina að sanngjarnri afkomu okkar sauðfjárbænda. Þegar horft er á sölutölur til 1. desember 2022 þá gefa þær fullt tilefni til bjartsýni. Salan virðist hafa haldið sér og markaðurinn tekið við þeim verðbreytingum sem urðu á sauðfjárafurðum á nýliðnu ári. Birgðir eru um 1.000 tonnum minni en voru á sama tíma fyrir ári. Ljóst er að með áframhaldandi ferðamannstraumi til landsins og réttri markaðssetningu á okkar góðu afurðum þá er ekki ástæða til annars en að ætla að afkoma bænda styrkist enn frekar á nýju ári. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda. Trausti Hjálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.