Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Gripið í traktor til að moka burt skafli fyrir framan fjárhúsdyrnar á Eystra- Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd / Pálína Axelsdóttir Njarðvík Holdanaut í Minni-Mástungu. Mynd / Jón Marteinn Finnbogason Hrútur og gimbur sem var bjargað eftir að hafa grafist ofan í fönn hjá Ljárskógarfjalli í Laxárdal í Dalasýslu. Mynd / Hafþór Sævar Bjarnason Snjólétt á Sandsheiði sem liggur frá Dýrafirði yfir á Ingjaldssand í Önundarfirði. Mynd / Guðmundur Kristinn Ásvaldsson Þorsteinshorn við Ingjaldssand í Önundarfirði. Mynd / Guðmundur Kristinn Ásvaldsson LÍF&STARF Allt frá síðasta útgáfudegi Bændablaðsins þann 15. desember sl. hafa skakviðri gengið yfir landið. Óvanaleg frostharka hefur fylgt, og fannburður ofan mikill, einkum sunnan og suðvestanlands. Nokkurt ráðaleysi var ríkjandi allt þar til innviðaráðherra stofnaði stýrihóp. En þá hafði reyndar Ingólfur Ómar Ármannsson nokkru fyrr verið búinn að greina vandann: Fýkur snær um freðinn völl, fönn er drjúg í giljum. Fljót og lónin eru öll undir klakaþiljum. Mjög er svo í tísku að strengja einhvers lags heit um áramót. Flestir sem áforma slíkt ætla sér einhverjar mannbætur eða jafnvel meinlæti. Þessu er þó misjafnlega farið. Mér barst á dögunum staka frá þjóðkunnum vísnasmið, sem óskaði þó fullkominnar nafnleyndar af ótta við ærumeiðingar á samfélagsmiðlum. Sjálfsagt er að virða þær óskir: Mark- ég engin -miðin set, við mitt ég uni glaður, og einfaldlega ekki get orðið betri maður. En fleira áramótaefni rak á fjörur mínar nýverið. Í tölvutilskrifi frá Guðmundi Guðmundssyni, sem búfesti á í Reykjavík, eru skráðar nokkrar áramótavísur. Fyrst eru tilgreindar tvær vísur og ein limra eftir Aðalgeir Arason líffræðing, sem hann sendi vini sínum, Guðmundi Andra Thorssyni: Í dag með þér fjölmargir fagna og flugeldar æpa og þagna. Ári er út býtt sem eitt sinn var nýtt. Nú er það nýtt upp til agna. Upp var runninn enn í gær ársins dagur fyrstur. Ekki var ég ýkja glær og ekki heldur þyrstur. Í gær var hér mungát, svo mikið ég veit. Margt er í dag öðruvísi. Núna ég iðrast og ný strengi heit. Næst drekk ég einungis lýsi. Frá vísnabréfi Guðmundar er svo að endingu vísa sem er samstarfsverkefni Ara og Ríkarðs Arnar Pálssonar tónlistarmanns: Fyrsti jan er fram undan, fljótt er ár að líða. Á harðaspani heimskringlan hleypur um tómið víða. Enginn hagyrðingur hefur þó betur ort en Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi á Ásum, þegar hann lýsir harðindum: Þegar ekki sést til sólar sit ég inni og forðast kal. Í útvarpinu einhver gólar aftur kemur vor í dal. Og fyrst er komið að efnistökum í Austur- Húnavatnssýslu, þá er hollast að heilsa upp á einn mesta rímsnilling sem sýslan hefur alið, Rósberg Guðnason Snædal. Úr einstöku vísnakveri hans frá árinu 1956 eru næstu vísur teknar. Vísnakverið gaf skáldið út í 50 eintökum. Fyrsta tölusetta eintak útgáfunnar barst mér sem gjöf frá Gígju Snædal, dóttur skáldsins, nú um jólin. Vísnakverið er verðmætara öllum mínum mörgu bókum, og verður ekki nógsamlega þakkað með neinum hætti. Hið knappa form hringhendunnar hefur varla sést sem í vísum Rósbergs. Heimþrá: Oft mig dreymir unað þinn, eldinn geymi falinn. Ennþá sveimar andi minn yfir heimadalinn. Þó að týnist frægð og fé og frami á lífsins brautum. Hugurinn á heilög vé heima í grænum lautum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 312MÆLT AF MUNNI FRAM Landsmenn hafa ekki farið varhluta af fannfergi undanfarnar vikur. Bændur eru líklega ein af þeim stéttum sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af vonskuveðri – því ekki er hægt að slá búverkum á frest. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í sveitum landsins á síðustu vikum. /ÁL Vetrarríki Hrunaréttir í froststillunni. Mynd / Ástvaldur Lárusson Jarðýta í malarnámu í Grímsnes- og Grafningshreppi. Mynd / Birta Rós Brynjólfsdóttir Hestur ber sig vel þrátt fyrir frost og kulda. Mynd / Hulda Finnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.