Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023
Í tengslum við
þá ráðstefnu,
sem sagt verður
frá síðar, gafst
tækifæri til
að heimsækja
bændur um
miðbik Eng-
lands, nálægt
Skírisskógi, sem
er Íslendingum
kunnur sem heimkynni Hróa hattar
og einnig höfuðstöðvar British wool
í Bradford.
British wool
Fyrsta heimsóknin var í höfuðstöðvar
British wool í Bradford. British wool
eru nokkurs konar sölusamtök í
eigu um það bil 35.000 breskra
bænda. Aðalmarkmið þeirra er að
hámarka ullarverð til eigenda sinna
og hefur það tekist býsna vel þar
sem ullarverð til þeirra bænda sem
eru þátttakendur í British wool
heldur vel í við nýsjálenskt verð
og er umtalsvert hærra en verð til
írskra bænda. Írsk ull ætti þó að öllu
að vera sambærileg við þá bresku
enda búskaparkerfi og búfjárkyn þau
sömu milli landanna.
Meðalverð hjá British wool er þó
nokkru lægra en afurðaverð ullar hér
á landi, eða 40 p/kg eða samsvarandi
70 kr./kg ullar. Töluverð breidd
er þar í verði til bænda og betra
verð hjá British wool sambærilegt
afurðaverði hér á landi og það
albesta sambærilegt besta verði hér
að meðtalinni beingreiðslu fyrir
ull. Samtökin sjá um að safna ull
á fjölmörgum söfnunarstöðum vítt
og breitt um England, Skotland,
Wales og Norður-Írland, flytja hana
til Bradford þar sem hún er flokkuð
og svo boðin upp á 18 uppboðum
sem samtökin halda reglulega árið
um kring.
Bændur sem skila ull til British
wool fá greitt einu sinni á ári út
frá því verði sem fengist hefur á
uppboðum ársins, nema nýliðar
sem njóta fyrirframgreiðslukjara
sem jafnar ullargreiðslu til þeirra
á fyrstu fimm búskaparárunum.
Vel þjálfaðir flokkunarmenn í
vöruhúsinu sjá um flokkun ullarinnar
en flokkað er eftir gerð og fínleika
ullarinnar, lit og svo hreinleika og
göllum. Nýir starfsmenn í flokkun
vinna með reyndum starfsmönnum
í þrjú ár áður en þeir geta unnið
sjálfstætt við ullarflokkunina,
en vanir flokkunarmenn flokka
5 tonn ullar á dag. Reyfin eru í
nánast öllum tilfellum sett í flokka
í heilum reyfum en tekið er utan
af allra verðmætustu reyfunum í
ullarþvottastöðinni. British wool
aðstoða við auglýsingaefni og
votta gæðamerkingar fyrir vörur
sem eru að meirihluta úr breskri
ull og telja það efla eftirspurn
eftir breskri ull sem hækkar verð í
uppboðsfyrirkomulagi.
Lögð er áhersla á að koma ull í sem
flestar og fjölbreyttastar vörur til að
koma allri ull í verð óháð gæðum en
með áherslu á dýrari vörur, s.s. tweed
efni, dýnur og sængur sem skila
meiri greiðslugetu viðskiptavina á
uppboði. Einnig standa samtökin
fyrir grunnnámskeiðum í rúningi og
meðferð ullar til að ýta undir gæði
vörunnar sem kemur inn.
Framkvæmdastjórinn sem tók á
móti okkur lagði áherslu á að helstu
sóknarfæri í hámörkun ullarverðs
lægju í að segja sögu ullarinnar og
draga fram breskan uppruna hennar
og þá sérstöðu sem hver ullargerð
býr yfir. Af þeim sökum var í gangi
þróunarverkefni þar sem unnið var að
því að tryggja rekjanleika ullarinnar
í gegnum flokkunina og með því
kerfi er hægt að upplýsa einstaka
kaupendur um uppruna ullarinnar
alveg niður á bú. Þetta gagnast m.a. í
markaðssetningu á sérvöru og nefndi
hann tweed efni úr ull frá búum í
einum dal sem framleitt er á því sama
svæði og gefur rekjanleikinn mikinn
virðisauka vörunnar og þar með
ullarinnar til frumframleiðandans.
Aðaláskorunin sem fram-
kvæmdastjórinn nefndi er hins
vegar að fá bændur til að sinna
ullinni á þann hátt að hún geti
orðið verðmæt vara. Það reynist
erfitt þar sem stór hluti bænda fær
ekki afurðaverð sem nemur kostnaði
við rúning.
Bentley suffolk ræktunarbúið
Matt Harding tók næst á móti
okkur en hann rekur ræktunarbú í
samstarfi við foreldra sína fyrir þrjú
sauðfjárkyn, Suffolk, Aberblack og
Aberfield. Búið byggir á gömlum
merg en foreldrar og föðurforeldrar
Matts ræktuðu einnig Suffolk
sauðfé þar á undan honum. Búið er
staðsett ekki langt frá Leicester. Matt
og faðir hans fóru, upp úr 2000, í
samstarf við nýsköpunarfyrirtækið
Innovis um ræktun á Aberblack og
Aberfield en það eru sauðfjárkyn
sem Innovis hefur þróað í samstarfi
við öfluga sauðfjárræktendur. Öll
þessi kyn eru ræktuð vegna kjötgæða
og stærðar en auk þeirra leggur Matt
áherslu á auðveldan burð, hreysti
lamba og lifun, góða fótstöðu, hreina
afturenda sem er stórt atriði þegar
dindillinn er langur, góða endingu
hrúta, mikinn vöxt lamba á grasi og
móðureiginleika.
Allir gripir í ræktuninni eru
arfhreinir fyrir verndandi arfgerð
vegna riðu (ARR/ARR) og ekki
markaður fyrir hrúta sem eru það
ekki. Tekjur búsins byggja að
langmestu leyti á hrútasölu og selja
þau frá sér 200-250 veturgamla
hrúta á hverju ári og er meðalverð
um 125 þús./kr. á hvern hrút. Einnig
selja þau gripi sem ekki henta í
ræktunarstarfinu til áframhaldandi
eldis og slátrunar. Ræktunin er
byggð á miklum skráningum og
kynbótamatsútreikningum fyrir
marga mismunandi eiginleika.
Matt fékk nýsköpunarverðlaun
sauðfjárbænda 2021. Verð-
launin fékk hann fyrir að breyta
ræktunaráherslum, búrekstrar-
áherslum og sölufyrirkomulagi.
Áður snerist ræktun og sala bæði
um að selja sýningargripi og einnig
hrúta til bænda í kjötframleiðslu
og hrútar voru seldir á uppboðum
og sýningum. Þá voru eingöngu
seldir lambhrútar sem voru fæddir
í janúar og aldir á kjarnfóðri sem
viðbótarfóðri til að tryggja að þeir
næðu sölustærð á stuttum tíma.
Fyrir um 20 árum var það orðið
ljóst að þeir hrútar sem best komu
út á sýningum og uppboðum voru
ekki endilega þeir sem hentuðu
best til undaneldis á hefðbundnum
kjötframleiðslubúum og þá
ákváðu þeir feðgar að umbylta
kerfinu hjá sér og einbeita
sér að sölu til hefðbundinna
kjötframleiðslubænda, draga sig
út úr uppboðum og sýningarhaldi
og selja hrúta beint frá býli byggt á
kynbótamati frekar en útliti.
Samhliða því færðu þeir
sauðburðinn aftur í apríl og maí
og láta bera inni til að auðvelda
nákvæmari skráningar á eiginleikum
sem tengjast sauðburðinum. Þau ala
alla gripi á beit allt árið um kring.
Ærnar eru heima á fjölærum túnum
með háu hlutfalli smára. Miklir
möguleikar eru á ýmiss konar
grænum greiðslum eða sérstökum
umhverfisverndarstuðningi fyrir
bændur í Bretlandi og hafa þau nýtt
sér greiðslur sem fást fyrir að leyfa
smára í túnum að blómstra fyrir
býflugurnar áður en féð fer þar á beit.
Í blöndu með réttum grastegundum
og með réttri beitarstýringu nýtast
þau tún líka vel í búrekstrinum
þeirra. Lömbin fara hins vegar
mörg á beit hjá nágrönnum í
grænmetisrækt og annarri jarðyrkju.
Þar bíta lömbin afganga eftir
uppskeru af grænmeti eða gróður
sem notaður er til að loka ökrum í
hvíld eða milli uppskerutímabila.
Samstarfsverkefni af þessu tagi auka
sjálfbærni matarframleiðslu, minnka
kolefnisspor og lækka kostnað hjá
báðum aðilum.
Aðlögunarhæfni er lykill
Næst heimsóttum við annan
handhafa nýsköpunarverðlauna í
hópi sauðfjárbænda, David Eglin.
David hefur byggt upp fjölbreytta
atvinnustarfsemi á jörð sinni,
sömuleiðis í nágrenni Leicester,
sem áður var herflugvöllur og
þjálfunarsvæði hersins.
Áhuginn liggur helst í sauðfjárrækt og
hann hafði stundað hana í rúm 60 ár
en einnig var hann einn af þeim fyrstu
Á FAGLEGUM NÓTUM
Á slóðum Hróa hattar:
Bændaheimsóknir í Englandi
nóvember 2022 – fyrri hluti
Í nóvember síðastliðnum sóttu sex ráðunautar RML sauðfjárræktar-
ráðstefnu í Bretlandi. Ráðstefnan nefnist Sheep breeders round table,
eða Hringborð sauðfjárræktenda, og koma þar saman ráðunautar,
dýralæknar, vísindafólk og sauðfjárbændur og fara yfir þau mál sem
eru efst á baugi hverju sinni.
Guðfinna Harpa
Árnadóttir.
Flokkuð ull í British wool. Á fremsta kassanum má sjá merkingar og strikamerki sem notuð eru til að auðkenna
flokk og tryggja rekjanleika ullar. Myndir / GHÁ
Ræktunarær af Suffolk kyni á búi Matt Harding.
Matt Harding segir okkur frá sauð-
fjárræktinni sinni. Suffolk og Aberfield hrútar.