Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 LÍF&STARF Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Uppgjör ársins 2022 í landbúnaði á heimsvísu og ekki síst innan Evrópusambandsins leiðir ýmislegt áhugavert í ljós. Hvað tókst vel og hvað rann út í sandinn? Á heimasíðunni politico.eu er að finna grein sem tekur saman debet og kredit ársins. Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar á síðasta ári og stríðsátökin þar hafa haft gríðarleg áhrif á orkuverð í Evrópu og landbúnað í heiminum. Verð á áburði og öðrum aðföngum til bænda hefur hækkað og í framhaldinu verð á matvælum til neytenda. Hverjir eru það sem hafa hagnast eða tapað fjárhagslega á slíkum hækkunum? Óleyst mál og verðhækkanir Vandamál í landbúnaði og matvælaframleiðslu voru ærin fyrir og innrás Rússa í Úkraínu voru eins og að hella olíu á eldinn. Þjóðir heims voru rétt að ná sér eftir Covid-faraldurinn og lítill sem enginn árangur hafði eða hefur náðst í baráttunni við loftslagsbreytingar. Árið 2022 stóð því heimurinn þegar frammi fyrir aðsteðjandi fæðuóöryggi. Korn á heimsmarkaði Stríðið í Úkraínu og aðgerðir Rússa hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá Úkraínu og olíu frá Rússlandi og hvort tveggja leiddi til mikilla verðhækkana. Á friðartímum hefur Úkraína framleitt um 10% af öllu hveiti á heimsmarkaði og stór hluti af því var seldur til fátækari landa heims. Útflutningur á korni frá Úkraínu fór úr fimm milljónum tonna í 1,4 milljón tonn á tímabili og jók það enn á fæðukreppu heimsins og olli hækkun á korni. Á sama tíma og bændur í Úkraínu hafa staði frammi fyrir gríðarlegum erfiðleikum hefur verð á korni á heimsmarkaði og framfærslukostnaður neytenda hækkað mikið. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því að í heiminum líða tugmilljónir manna fæðuskort og tóra margir við hungurmörk. Fyrr á þessu ári bentu Sameinuðu þjóðirnar á að allt frá upphafi stríðsins hafi spákaupmenn á hrávörumarkaði hagnast verulega á verðhækkununum. Auk þess sem fjöldi fjölþjóðlegra fyrirtækja með sterka markaðsstöðu hafi nýtt sér stöðuna til að hækka álagningu sína og hagnað. Notkun eiturefna í landbúnaði Árið 2022 var lögð fram metnaðar- full áætlun um að draga saman notkun eiturefna í landbúnaði í löndum innan Evrópusambandsins um helming fyrir árið 2030. Ekki voru allir sáttir við áætlunina og í framhaldinu var bent á að í henni væri ekki gert ráð fyrir því að hún mundi hafa áhrif á matvælaframleiðslu og líklega draga úr henni. Áætlunin hefur því verið tekin til endurskoðunar. Ljóst er að þeir sem vilja draga úr notkun eiturefna í landbúnaði hafa lotið í lægra haldi að þessu sinni og að þeir sem mótmæltu áætluninni standi með pálmann í höndunum. Áburðarverð Fyrir innrás Rússa í Úkraínu sáu Hvíta-Rússland og Rússar Evrópu fyrir um 60% af áburði til landbúnaðar og í kjölfar stríðsins hækkaði verð á honum um 149%. Hækkunin var gríðarlegt högg fyrir bændur og þrátt fyrir að þeir hafi víða fengið stuðning ríkisvaldsins til að mæta hækkuninni olli hún hækkun framleiðslukostnaðar og á matvælum til neytenda. Þrátt fyrir að verð á áburði hafi að hluta gengið til baka, gildir ekki það sama um smásöluverð á matvælum. Eins og gefur að skilja eru það bændur og neytendur, ekki síst í fátækari ríkjum heims, sem mest hafa tapað á hækkun áburðarverðs. Þeir sem hafa hagnast mest fjárhagslega á hækkuninni eru áburðarframleiðendur eins og Yara, BAFS, OCI, Fertiberia og Grupa Azoty. Merkingar á matvælum Í lok síðasta árs stóð til að fram kvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefði lokið frágangi að stefnu sem krefðist samræmdrar næringarmerkingar framan á matvælapakkningum. Merkingarnar áttu meðal annars að hvetja neytendur til að kaupa hollari matvæli. Deilur milli Frakka og Ítala um hvaða upplýsingar kæmu fram á merkingunum stöðvuðu ferlið. Varla er hægt að tala um sigurvegara í þessu máli en án efa eru það neytendur sem tapa þar sem upplýsingar um næringarefnainnihald matvæla mundi koma þeim mjög til góða. Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins Á árinu tókst Evrópuráðinu að áætla útgjöld ríkisstjórna landa innan Evrópusambandsins næstu fimm ár vegna sameiginlegrar landbúnaðarstefnu sambandsins. Gagnrýnendur stefnunnar hafa lengi sagt hana allt of kostnaðarsama og að henni sé stjórnað ofan frá og að ekki sé tekið tillit til sérstöðu einstakra landa eða búgreina innan þeirra. Það að 28 lands- og svæðisáætlanir hafi verið samþykktar í Brussel er talið vera sigur fyrir bændur. Umhverfisverndarsinnar telja aftur á móti að samþykkt lands- og svæðisáætlana sé afturför og muni draga úr umhverfisvernd. /VH Árið 2023 er alþjóðlegt ár hirsis (e. millet) samkvæmt yfirlýsingu Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) mun leiða átaksverkefni undir myllumerkinu #IYM2023. Hirsi er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna, sem notuð eru til manneldis og sem fóður. Hirsi hefur verið í fæðukeðju manna frá örófi alda og verið undirstöðufæða þjóða Afríku sunnan Sahara og í Suðaustur-Asíu. Fræin eru minni en fræ þeirra tegunda sem flokkast sem korn. Hirsi er harðger planta og þeim hæfileikum búin að geta vaxið í þurrum og næringarsnauðum jarðvegi. Því telja aðstandendur átaksverkefnis FAO hirsi vera tilvalin til ræktunar á þeim rýru svæðum sem farið hafa halloka í baráttunni við loftslagsbreytingar. FAO ætlar því að nýta árið til að beina athygli að plöntunum og afurðum hennar. Þannig vilja þau stuðla að sjálfbærri framleiðslu á hirsi og undirstrika framleiðslumöguleika þess. Bent er á að aukin ræktun hirsis geti stuðlað að betra fæðuöryggi þjóða sem treysta á innflutt korn. Næringargildi hirsis er fjölbreytt og inniheldur það trefjar, góð steinefni og prótein, auk þess sem það er án glútens. Er átakinu ekki eingöngu ætlað að leggja grunn að grundvallarfæðuframleiðslu þjóða sem búa við bág kjör, heldur er einnig vonast til að tilraunaglaðir Vesturlandabúar sjái sóma sinn í að gera hirsi hluta af nútíma borgarfæðu, smábændum í fátækari ríkjum Afríku og Asíu til hagnaðar. Framleiðsla og eftirspurn hirsis hefur dregist saman samhliða aukinni neyslu á hveiti, maís og hrísgrjónum. Heimsframleiðsla hirsis var um það bil 30 tonn árið 2020 og er langmest framleitt í Indlandi, eða um 12,5 tonn. Önnur stærri framleiðslulönd eru Níger í Afríku, Kína, Nígería, Malí og Eþíópía. Með því að koma hirsi betur á framfæri við neytendur víða um heim binda aðstandendur átaksverkefnisins vonir við að framleiðsla aukist. Lítil utanríkisverslun á sér stað með hirsi en ef framleiðslan eykst gæti hirsi orðið plássfrekara í matvælakerfi heimsins og treyst fæðuöryggi víða. Með því að hvetja til aukinnar ræktunar og framleiðslu á hirsi víðs vegar vill FAO stuðla að skilvirkari, viðnámsþolnari og sjálfbærari matvælakerfi, mönnum og umhverfi til bóta. /ghp FAO ætlar að róa að því öllum árum að stuðla að meiri framleiðslu og neyslu á hirsi núna á árinu. Mynd / FAO Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna: Hirsi í hávegum haft – Viðnámsþolin og næringarrík fræ fyrir grauta og brauð Páfagaukur á perluhirsi á Indlandi en þar er ræktunin umfangsmest. Mynd / Sagar Paranjape Tvær konur mylja hirsi í mortéli með stöplum. Mynd / Emmanuel Offei Vandamál í landbúnaði og matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins voru ærin á síðasta ári. Mynd / Gov.si Evrópusambandið: Debet og kredit 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.