Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is MENNING Nú í byrjun árs eru allar horfur á góðu leikári og þeir hvattir til að hafa samband við leikhúsin sem áhuga hafa á að vera með. Áætlaður æfinga- og vinnslutími sýninga er um 6–8 vikur og auk þess að spreyta sig á sviðinu má aðstoða við uppsetningu leikmynda, ljósa eða hljóðhönnun svo eitthvað sé nefnt. Áhugaleikhús má finna víða um land, allt frá höfuðborgarsvæðinu til Hornafjarðar – en samkvæmt vefsíðu BÍL, Bandalags íslenskra leikfélaga, eru aðildarfélögin eftirfarandi: Freyvangsleikhúsið Eyjafirði, Halaleikhópurinn Reykjavík, Hugleikur Reykjavík, Leikdeild UMF. Gnúpverja, Leikfélag A-Eyfellinga, Leikfélag Blönduóss, Leikfélag Dalvíkur, Leikfélag Fjallabyggðar, Leikfélag Flateyrar, Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag Hafnafjarðar, Leikfélag Hofsóss, Leikfélag Hólmavíkur, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Hornafjarðar, Leikfélag Húsavíkur, Leikfélag Hveragerðis, Leikfélag Keflavíkur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar, Leikfélag Norðfjarðar, Leikfélag Ölfuss, leikfélag Rangæinga, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Selfoss, Leikfélag Seyðisfjarðar, Leikfélag Sólheima, Leikfélag Vestmannaeyja, Leikfélagið Borg, Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi, Leikfélagið Skagaleikflokkurinn Akranesi, Leikfélagið Sýnir sem starfar á landsvísu, Leikflokkur Húnaþings vestra, Leikhópurinn Lopi á Suðurlandi, Litli Leikklúbburinn Ísafirði, Stúdentaleikhúsið Reykjavík, Umf. Biskupstungna Leikdeild Bláskógabyggð, Umf. Dagrenning Leikdeild Lundarreykjadal, Umf. Efling Suður-Þingeyjarsýslu, Umf. Íslendingur Leikdeild Skorradalshreppi, Umf. Reykdæla Logalandi og Umf. Skallagrímur Leikdeild. Á síðasta ári bættist svo m.a. við leikfélagið Lauga á Snæfellsbæ, endurreist á stoðum Leikfélags Ólafsvíkur, en nafngiftin Lauga var til heiðurs Sigurlaugu Heiðrúnu Jóhannsdóttur heitinni, formanni Leikfélags Ólafsvíkur til margra ára. Í þjónustumiðstöð BÍL, sem staðsett er á Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík, er að finna stærsta leikritasafn landsins fyrir þá er hyggjast setja upp leikrit. Starfsfólk miðstöðvarinnar aðstoðar svo við útvegun sýningarleyfa og sér um innheimtu höfundargreiðslna auk þess að veita aðra ráðgjöf. Síminn hjá BÍL er 551-6974 og lista yfir leikstjóra má svo finna á vefsíðunni www.leiklist.is undir flipanum þjónusta og um að gera að kynna sér feril þeirra og fjölbreytileika. /SP Hörður Sigurðarson , framkvæmda- stjóri BÍL, gefur okkur stöðuna á áhugaleikhúsum landsins eftir að starfsemin hefur legið í dvala í rúm tvö ár. Já, öll starfsemi litaðist fram á sumar síðasta árs af Covid-veirunni en mikið líf hefur verið í áhugaleikhúsunum frá því í haust og félögin virðast hafa hrist þetta alveg af sér,“ segir Hörður Sigurðarson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga. „Staðan núna er mjög ánægjuleg eins og gefur að skilja og gaman að segja frá því að nokkur ný félög hafa verið sett á laggirnar, þá bæði glæný svo og önnur sem hafa vaknað úr dvala eftir mörg ár. Það hefur ef til vill kitlað fólk að endurvekja félög, eftir að hafa þurft að þreyja tíð Covid sem hefur í mörgum tilvikum lagst á sálina. Andinn þarf einhverja útrás!“ segir Hörður brosandi. Starfsemin komin á réttan kjöl Hörður segir starfsemina eins og hún er núna svo að segja komna á réttan kjöl. Hann útbjó nú í haust einblöðung sem skýrir stjórnum félaga áhugaleikhúsa þær skyldur sem þær hafa gagnvart Bandalaginu, svo og þær skyldur sem Bandalagið ber gagnvart félögunum. „Þetta ekki síst ætlað stjórnum nýrra félaga,“ heldur Hörður áfram, „en svo er nokkuð um að verið sé að skipta um stjórnir í eldri félögum og þá er gott að vera upplýstur um hvernig þetta fer allt fram. Þeir sem hafa áhuga á að fá þessar upplýsingar mega gjarnan hafa samband við mig.“ Árið í heild „Árið hjá okkur núna lítur vel út,“ heldur Hörður áfram, „flest í föstum skorðum og bjart fram undan. Við bjóðum að venju upp á Leiklistarskólann okkar sem rekinn hefur verið á sumrin í rúm 25 ár. Mögulega verður skólinn núna á nýjum stað. Hann hefur verið rekinn að Reykjum í Hrútafirði í mörg ár en við færum okkur nú líklega að Laugum í Sælingsdal.“ Nýr staður þýðir breytingar og nýjar áskoranir og það er ákveðin spenna í kringum það. Meðal annars er Bandalag íslenskra leikfélaga meðlimur norrænu samtakanna NEATA, North European Amateur Theatre Association (Samtök sam- banda áhugaleikhúsa á Norður- löndunum og í Eystrasaltsríkjunum). Starfsemi NEATA leið fyrir Covid eins og víða en samtökin hlutu þó nýverið styrk til þess að halda fundaröð með það fyrir augum að leggja línurnar fyrir samstarfið næstu ár. Hátíðir og húllumhæ „Þetta er í raun þriggja funda röð, segir Hörður, fyrsti fundur var í Helsinki nú í nóvember, sá næsti verður í Litáen í mars og sá þriðji áætlaður hér í Reykjavík nk. október. Þetta eru níu lönd sem eru í samtökum NEATA og samtals tólf manns sem mæta á fundina til skipulagningar. Samtök NEATA hafa haldið með jöfnu millibili leiklistarhátíðir þar sem löndin koma saman og sýna valin verk. Þetta raskaðist auðvitað vegna ástandsins, síðasta stóra hátíð var haldin árið 2018 en vonast er til að hægt verði að taka upp þráðinn, og þá í Noregi, árið 2024. Þannig að það er allt á uppleið,“ segir Hörður. „Að lokum vil ég þó endurtaka hversu ánægjulegt er að sjá hve mikið líf hefur færst í starfsemi áhugaleikhúsanna eftir erfiða tíð. Starfsemin er að komast í eðlilegt horf ef svo má segja og nýir sprotar að spretta upp.“ Með það í huga er rétt að hvetja sem flesta til að kynna sér starfsemi áhugaleikhúsanna og jafnvel athuga hvort væri ekki skemmtilegt að ganga til liðs við eitt slíkt, enda mikið um að vera, allir velkomnir að rétta fram hönd eða jafnvel stíga á sviðið. /SP Bandalag íslenskra leikfélaga: Allt á uppleið með nýju ári Þar sem allir eru velkomnir og geta lagt hönd á plóg Hörður Sigurðarson, framkvæmdastjóri BÍL. Áhugaleikhúsin: Frá nokkrum sýningum síðasta misseris Kardimommubær Freyvangsleikhússins. Í fylgd með fullorðnum, leiksýning Leikfélags Hörgdælinga. Nei, ráðherra hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Ávaxtakarfan á sviði Leikfélags Vestmannaeyja. Leikfélag Kópavogs settu Þjófa & lík á svið. Fljótsdalshérað sýndi Gulleyjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.