Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023
FRÉTTASKÝRING
Á síðustu mánuðum hefur nokkrum
nautgripaskrokkum verið fargað
á Sláturhúsinu á Hellu vegna
ákvörðunar Matvælastofnunar
um að merkingar á gripunum séu
ófullnægjandi. Magnús Ingvarsson
sláturhússtjóri leiðir að því líkum
að að minnsta kosti fimm skrokkum
hafi verið hent vegna þessa í fyrra en
auk þess hefðu tveir farið sömu leið
ef ekki hefði verið fyrir DNA sönnun
á uppruna þeirra.
Hóflega má áætla að ungneyti sé
um 250 kg og er því hægt að gera
ráð fyrir að töluvert meira en tonni af
nautakjöti hafi verið sóað af þessari
ástæðu. Tjón bænda sem í þessu
lentu hleypur á milljónum króna.
Álitamál um handskrifað
gripanúmer
Í febrúar sl. hringdi Magnús
sláturhússtjóri í Litla-Ármót, til
þeirra Ragnars Finns Sigurðssonar
og Hrafnhildar Baldursdóttur, og
tilkynnti þeim að grip sem slátrað
hafði verið þann dag yrði fargað að
beiðni Matvælastofnunar, vegna þess
að gripanúmer í eyrnamerki hans
væri handskrifað en ekki forprentað.
Benti hann þeim á að hafa
samband við héraðsdýralækni og
sækja um undanþágu.
„Við sendum fimm uxa til
slátrunar. Allir voru þeir með merki
í báðum eyrum og töldum við þau
uppfylla allar reglur og viðmið.
Síðar kom í ljós að einn gripurinn
var með handskrifað gripanúmer
á annars forprentuðu merki. Þegar
við fórum að skoða þennan einstaka
grip virðist vera að merkingin
með forprentuðu merkjunum hafi
mistekist og höfðum við sett í
hann neyðarmerki, þ.e. merki með
forprentuðum upplýsingum um
bú og land ásamt handskrifuðu
gripanúmeri. Merkingin átti sér
stað fyrir rúmum tveim árum. Þá var
heilbrigð skynsemi enn við lýði hjá
MAST og handskrifuð neyðarmerki
talin eðlilegur hlutur og letrið metið
óafmáanlegt,“ segir Ragnar Finnur.
Eyrnamerkin sem eiga að fara
í gripina eru gul plötumerki sem
eru upphaflega forprentuð með
einkennismerki, búsmerki og
gripanúmeri. Þeim er komið fyrir í
báðum eyrum gripa innan 20 daga frá
fæðingu skv. ákvæðum reglugerðar
nr. 916/2012 um merkingar búfjár.
Markmiðið með því að merkja
búfé á þennan hátt er að tryggja
rekjanleika búfjárafurða og skapa
með því grundvöll að markvissu
matvæla- og búfjáreftirliti.
Ragnar Finnur segir að for-
prentuðu merkin eigi það til að
brotna eða detta úr á líftíma gripanna.
Jafnvel komi fyrir að merki fari
forgörðum við upphafsmerkingu
eins og í þessu tilfelli. Hægt er að
panta merki með forprentuðum
upplýsingum um land og bú og
fylgir þeim sérstakur penni til að
skrá gripanúmer á plötuna. Þannig
er hægt að bregðast fljótt við ef merki
detti úr gripum.
„Þessi handskrifaða merking
fer ekkert af frekar en sú sem er
forprentuð. Hún er óafmáanleg og
notkun á þessum merkjum hefur
tíðkast í langan tíma,“ segir hann.
Slíkar merkingar þóttu
fullnægjandi sönnun á uppruna
gripanna samkvæmt eftirlitsmönnum
Matvælastofnunar þar til
nýlega. Túlkun stofnunarinnar á
reglugerðinni virðist breytast því
í fyrra var farið að taka strangar á
kröfum um merkingar.
Ragnar og Hrafnhildur rekja
breytinguna til mannabreytinga
innan MAST. „Við vorum farin
að heyra að eftirlitsaðilar væru
farnir að taka strangara á því í
sláturhúsinu ef merki vantaði í grip,
eða ef gripanúmer væri handskrifað.
Einnig heyrist okkur í samtali við
aðra bændur að það líti út fyrir að
einhverjir fái undanþágur en aðrir
ekki. Þetta hljómar því eins og um
sé að ræða geðþóttaákvörðun innan
stofnunarinnar hverju sinni.“
Rekjanleikinn algjör
Í sjónarmiði Ragnars Finns
og Hrafnhildar í úrskurði
Matvælastofnunar kemur fram
að skilningur þeirra á tilgangi
reglugerðar um merkingar búfjár sé
að tryggja rekjanleika búfjárafurða.
Fyrir hafi legið forprentað
bæjarnúmer ásamt skýrt merktu
gripanúmeri ásamt móðerni, faðerni
og fæðingardegi sem stemmdi við
hjarðbók og því væri hægt að taka
allan vafa á uppruna gripsins. Töldu
þau öll skilyrði hafa verið fyrir hendi
til að veita undanþágu fyrir slátrun
gripsins. Ákvörðun héraðsdýralæknis
hafi verið íþyngjandi og valdið
þeim fjárhagstjóni.
„Þegar Magnús hafði samband
brugðumst við með undanþágubeiðni
til héraðsdýralæknisins. Enginn vafi
var á um hvaða grip ræddi og því
töldum við að gefa ætti undanþágu
því rekjanleiki væri til staðar.
Héraðsdýralæknir heldur því engu
að síður til streitu að henda eigi
gripnum. Okkur finnst dapurlegt
að fórna lífi gripsins til einskis með
tilliti til matarsóunar og umhverfis,“
segir Hrafnhildur.
Ragnar segist hafa verið í reglu-
legu sambandi bæði við Magnús
sláturhússtjóra og starfsmenn
Matvælastofnunar í ferlinu, til að
reyna að leysa úr málinu á farsælan
hátt. Magnús segist hafa boðist til
að geyma gripinn í frysti á meðan
úr málinu væri skorið en hafi fengið
ítrekun frá Matvælastofnun um að
henda honum.
Ragnar og Hrafnhildur skilja ekki
af hverju farið var fram með slíku
offorsi. „Við athuguðum hvort mætti
taka gripinn heim og nýta hann til
eigin nota en það var ekki leyfilegt.
Eingöngu átti að henda honum
og af einhverri ástæðu var mikil
áhersla lögð á að gripnum yrði fargað
hið snarasta.“
Hjónin segjast ekki hafa reiknað
nákvæmlega út tjón þeirra vegna
Eigum hina vinsælu vagna frá þessum
þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax
BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR
frá Ifor Williams
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Búfjármerkingar:
Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
– Túlkun Matvælastofnunar á reglugerðum olli bændum á Suðurlandi tjóni
Ungneyti á Litla-Ármóti. Glittir þar í gular eyrnamerkingar. Myndir / Aðsendar
Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson, bændur á Litla-
Ármóti, en málið varðar uxa sem þau sendu til slátrunar.
Merkin sem málið snýst um eru plastplötur með forprentuðu bæjarnúmeri
en handskrifuðu gripanúmeri. Móðerni, faðerni og fæðingardagur gripsins
voru einnig skráð á merkin sem stemmdu við hjarðbók.
Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrunhulda@bondi.is
Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda
um að nautgripur, sem hann hafði sent til slátrunar, yrði fargað vegna
rangra eyrnamerkinga, var úrskurðuð ógild hjá matvælaráðuneytinu um
miðjan desember. Úrskurðurinn er fordæmisgefandi og gæti haft áhrif á
úrvinnslu fleiri sambærilegra mála sem komið hafa upp á sama svæði.