Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 FRÉTTIR OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til að anna þeirri eftirspurn. Ein þeirra leiða er að nýta gras til próteinframleiðslu fyrir fiskeldi, sem fóður fyrir búfé og hugsanlega til manneldis Erlendis og þar á meðal í Danmörku hafa verið unnar talsverðar rannsóknir á vinnslu próteina úr grasi, smára og alfalfa með góðum árangri. Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir að verkefnið Er grasið grænna hinum megin? sé fyrsta skrefið í að athuga hvort slík framleiðsla sé fýsileg hér á landi. Prótein sem unnin eru úr grasi er bæði hægt að nýta sem fóður og fæðu. Einnig hafa rannsóknir sýnt að hrat úr próteinvinnslu er nýtanlegt sem fóður þannig að hliðarafurðir framleiðslunnar eru í raun engar. Rannsóknir við innlendar aðstæður Verkefnið, sem er það fyrsta á þessu sviði hér á landi, er að sögn Margrétar afar mikilvægt. „Í sumum tilfellum er hægt að yfirfæra erlendar rannsóknir yfir á íslenskar aðstæður en ekki í þessu tilfelli og því nauðsynlegt að byggja fýsileikamat framleiðslunnar á íslenskum rannsóknum. Á sama tíma leggur verkefnið grunn að þekkingu sem hægt er að byggja ofan á með áframhaldandi rannsóknum.“ Margrét segir að verkefninu sé ætlað að afla upp- lýsinga um próteinheimtur, amínó- sýrusamsetningu og vinnslueigin- leika grass af mismunandi yrkjum á mismunandi sláttutíma. Setja á upp vinnsluferla fyrir einangrun próteina úr grasi og afla þekkingar á próteininnihaldi og eiginleikum einangraðs próteins úr grasi. Auk þess að greina fýsileika á uppsetningu verksmiðju til próteinvinnslu úr grasi á Íslandi. Hugmyndin kviknaði á Jótlandi Margrét er með mastersgráðu í matvælafræði frá Danmörku og hefur unnið mikið með framleiðslu á próteinum úr hliðarafurðum í sjávarútvegi og fiskvinnslu. „Árið 2019 var ég stödd á ráðstefnu á Jótlandi og eitt af því sem var skoðað í tengslum við hana var tilraunaverksmiðja háskólans í Árhúsum sem framleiðir prótein úr grasi. Ég man að ég hugsaði með mér hvað hugmyndin væri áhugaverð en að ólíklegt væri að hún mundi borga sig heima á Íslandi.“ Síðastliðið vor buðu Bænda- samtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði. Margrét, sem tók þátt í viðburðinum, segir að hún hafi tekið eftir þegar hún fór milli borða að það voru nánast allir að tala um prótein og próteinframleiðslu úr grasi. „Ég nefndi hugmyndina við kollega minn og að mér þætti ólíklegt að hún væri raunhæf hér. Meðal annars vegna þess hversu mikið gras þarf til framleiðslunnar og að það þyrfti að fjárfesta í dýrum tækjum sem aðeins væru í notkun í fáa mánuði á ári. Hann benti mér á að á Íslandi væri mikið óræktarland sem hægt væri að nýta í svona framleiðslu.“ Samstarfsverkefni Í framhaldi af því var búinn til samstarfshópur sem sótti um styrk til Matvælasjóðs til verkefnisins og stendur að baki því. Samstarfsaðilar eru Matís, Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Eitt af því sem við munum gera er að rannsaka mismunandi grastegundir sem ýmist geta verið blandaðar með belgjurtum eða ekki, af mismunandi ræktunarreitum á vegum Landbúnaðarháskólans og möguleika þeirra til prótein- framleiðslu.“ Margrét segir að styrkurinn hafi komið í haust og að þá hafi þurft hraðar hendur til að viða að sér hráefni til rannsóknanna. „Við rukum til og slógum af sumum þessara reita og erum með heyið í frysti í lofttæmdum umbúðum og hefjum rannsóknir á því innan skamms.“ Aukið fæðuöryggi „Á Íslandi er talsverð reynsla af því að vinna prótein úr sjávarfangi og sú reynsla á eflaust eftir að vera okkur dýrmæt. Auk þess sem sú hugmynd hefur komið upp að hægt væri að nota graspróteinverksmiðju til vinnslu á próteini úr annars konar hráefni yfir vetrarmánuðina.“ Að lokum segir Margrét að ef rannsóknin sýni að það sé fýsilegt að framleiða prótein úr grasi hér á landi sé það liður í að auka fæðuöryggi á Íslandi með því að auka innlenda próteinframleiðslu til notkunar í fóður og fæðu. /VH Íslenskar rannsóknir: Vinnsla á próteini úr grasi Hráefni til rannsóknarinnar er aflað af gras- og smáraræktunarreitum Landbúnaðarháskólans. Myndir / Aðsendar Eva Margrét Jónudóttir pakkar hráefni til rannsóknanna í lofttæmdar umbúðir til frystingar. Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís. Mynd / Matís Sauðfjárrækt: Niðurtröppun greiðslu- marks að hefjast Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildandi sauð- fjársamningi búvörusamninga á milli stjórnvalda og Bænda- samtaka Íslands frá 2016. Sauðfjárbændur hafa á undanförnum mánuðum lýst sig andsnúna þessari leið og reynt án árangurs að fá fyrirkomulaginu breytt fyrir endurskoðun samningsins sem verður á þessu ári. Sérstaklega hefur borið á óánægjuröddum ungra sauð- fjárbænda með hið breytta fyrirkomulag, enda er hlutfallslegt eignarhald greiðslumarks mest í þeirra höndum miðað við þá sem eldri eru. Upphaflega átti niðurtröppunin að hefjast árið 2019, en ákveðið var að fresta gildistöku hennar til 1. janúar 2023 vegna slæmrar afkomu í greininni. Í samningnum er gert ráð fyrir að greiðslumarkið falli niður í áföngum út samningstímann, til ársloka árið 2026 þegar það verður að fullu fallið úr gildi. Ráðuneytið hafði ekki áhuga á breytingum Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að alltaf hafi verið talið að það mætti stöðva niðurtröppunina. „Samtal okkar við ríkið bauð þó aldrei upp á það að finna leiðirnar til þess vegna þess að ráðuneytið hafði ekki áhuga á því að gera þetta fyrir endurskoðun samningsins. Það hefur þó komið fram hjá ráðuneytinu að það telji að þetta sé þess vert að skoða í endurskoðun og því ekki ástæða hjá okkur til að ætla annað en að við getum komist að samkomulagi um að hverfa frá þessu markmiði samningsins við endurskoðunina og breyta lögum á þann veg að ærgildin falli ekki út á samningstímanum,“ segir Trausti. Sami heildarstuðningur eftir breytingarnar Í desember voru yfirvofandi breytingar talsvert í umræðunni meða l bænda . Brás t matvælaráðuneytið við með því að gefa út yfirlýsingu þar sem fram kom að Bændasamtök Íslands hefðu tvisvar farið fram á það við matvælaráðherra að vikið verði frá gildandi samningi um niðurtröppunina á þessu ári. Ráðuneytið hafi talið slíkt fara gegn ákvæðum samningsins og gildandi búvörulögum og því ekki fallist á beiðnirnar. Þá var bent á að samningsbundin endurskoðun væri á dagskrá á árinu 2023. Í yfirlýsingunni leggur ráðu- neytið áherslu á að við niður- tröppunina verði engar breytingar á heildar fjárhæðum opinbers stuðnings við sauð- fjárrækt. Hins vegar færist um 1,9 prósent af stuðningi á milli framleiðenda. „Þeir fjármunir sem flytjast af beingreiðslum á næsta ári munu hækka framlög til býlisstuðnings, ullarnýtingar og fjárfestingastuðnings. Það hefur í för með sér að stuðningur hækkar hjá 784 framleiðendum en lækkar á móti hjá 907. Almennt má segja að þeir hækki sem eiga lítið greiðslumark og öfugt. Meðalásetningshlutfall fyrri hópsins er 1,7 og munu framlög til hans hækka. Hjá seinni hópnum er hlutfallið 0,8 og munu framlög til hans lækka. Heilt yfir dreifist stuðningurinn því jafnar á framleiðendur. Ekki er aldursmunur milli hópanna tveggja,“ segir í yfirlýsingunni. Áætlanir aðgengilegar síðar í janúar Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu munu sauðfjár- bændur fá upplýsingar um áætlaðar greiðslur ársins síðar í janúarmánuði, ásamt fyrstu greiðslu ársins. Áætlanir verði birtar stafrænt í Afurð og í pósthólfi hvers og eins á Ísland.is. /smh Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst nú í janúar. Mynd /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.