Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 LÍF&STARF Tónlistarkonan og kvikmynda- framleiðandinn Anna María Björnsdóttir vinnur nú að gerð heimildarmyndar um lífræna matvælaframleiðslu. Viðfangsefnið er meðal annars að kanna hvers vegna aðgengi að lífrænt vottuðum vörum er svona miklu minna hér á landi en í flestum nágrannalöndum okkar. Anna María segir að rætur heimildarmyndarinnar nái í raun aftur til ára sinna í Danmörku þar sem hún bjó í tíu ár. Vöruskortur á Íslandi „Maðurinn minn, Jesper Pedersen, er alinn upp á lífrænum bóndabæ á Jótlandi í Danmörku. Ég fór ekkert að pæla í lífrænum mat fyrr en ég kynnist honum og fer að heyra um þetta og sjá hvernig tengdaforeldrar mínir voru að vinna sem lífrænir bændur og hugsjón þeirra fyrir að rækta lífrænt,“ segir Anna María, spurð um þennan áhuga á lífrænni matvælaframleiðslu. „Ég fór sjálf að borða lífrænt þegar ég varð ólétt í fyrsta sinn vegna umræðunnar í Danmörku um lífrænt fæði fyrir óléttar konur til að forðast eiturefnaleifar í mat. Svo flytjum við Jesper til Íslands fyrir þremur árum síðan með börnin okkar þá tvö – sem eru orðin þrjú núna – og þá fer ég raunverulega að kynna mér þetta þar sem það var svo erfitt að vera lífrænn neytandi á Íslandi. Það var í rauninni skorturinn á vörunum í búðunum sem vakti mig til umhugsunar um þetta. En einnig lítil vitund, lítil umræða um lífrænan mat og lífræna ræktun á Íslandi miðað við Danmörku. Börnin mín fengu lífrænan mat á leikskólum í Danmörku en það er ekkert verið að ræða það eða leggja áherslu á það hér. Eftir nokkra mánuði var þetta farið að fylla huga minn mjög mikið og ég enda á að segja upp vinnu sem ég var í og byrja að kafa ofan í þetta efni. Mig langaði að skilja hvaða máli þetta skipti, af hverju væri svona mikil áhersla á þetta annars staðar en svona lítil hér á landi. Ég fer því af stað í leiðangur að kynna mér þetta betur.“ Móðir spyr spurninga Í heimildarmyndinni er lagt upp með að málin séu skoðuð frá öllum hliðum. „Við heimsækjum bændur og sérfræðinga hér heima og erlendis og reynum að varpa ljósi á ákveðna hluti matvælaframleiðslu í heiminum í dag sem fæst okkar áttum okkur á,“ segir Anna María.„En þessi saga er sögð út frá mér sem móður sem í grunninn er að spyrja mig þeirrar spurningar hvaða máli það skiptir að börnin mín fái lífrænan mat. Þetta er í rauninni mitt ferðalag í gegnum þetta ferli að kynna mér þetta efni betur og skilja það. Það er ýmislegt sem kemur upp á leiðinni og eitthvað af því mun rata í myndina. Ferlið hefur verið alls konar – það er auðvitað áskorun að gera svona mynd – og barneignir verið að tefja aðeins fyrir líka. Svo er það alltaf þessi gagnrýna hugsun á efnið, vera inni í efninu en standa líka fyrir utan það gagnrýnum augum. En engar heimildarmyndir eru fullkomlega hlutlausar. Þetta er mín saga og mitt sjónarhorn á efnið sem neytanda og móður, sem mun auðvitað koma fram í myndinni.“ Að sögn Önnu Maríu verður myndin sýnd í Sjónvarpi Símans, vonandi á þessu ári. „Myndin fór í gegnum hópfjármögnun árið 2021 og við fundum fyrir miklum áhuga á verkefninu víðs vegar úr samfélaginu. Við erum að vinna í síðasta hluta fjármögnunar á myndinni til að vita nákvæmlega hvenær við getum frumsýnt.“ Verkefnið er að auka lífræna matvælaframleiðslu Anna María fór nýlega að vinna verkefni fyrir Lífrænt Ísland, sem er samstarfsverkefni félagsins VOR – Verndun og ræktun, Bændasamtaka Íslands og matvælaráðuneytisins, sem hefur það markmið að auka lífræna matvælaframleiðslu á Íslandi en hún hefur einnig haldið úti sínum eigin vef (lifraentlif.is) síðan 2021 þar sem hún hefur deilt fróðleik um lífræna ræktun og lífrænan mat sem hún hefur viðað að sér í ferlinu. Anna María er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar og Tumi Bjartur Valdimarsson er framleiðandi og jafnframt klippari myndarinnar. /smh Heimildarmyndagerð um lífræna ræktun á Íslandi: Erfitt að vera „lífrænn neytandi“ á Íslandi Frá lífræna býli tengdaforeldra Önnu Maríu á Jótlandi í Danmörku þar sem hún kynntist lífrænum búskap. Mynd / AMB Anna María Björnsdóttir, tónlistar- kona og kvikmyndaframleiðandi. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfs samning við Hesta- manna félagið Jökul. Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins. „Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur. Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt. /ghp Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins. Mynd/Aðsend Sveitarfélög styðja hestamenn Sigurður Lyngberg Magnús- son verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvélar á byggingarsvæðum í Reykjavík á síðustu öld. Ein af þeim vélum var ýta af gerðinni Caterpillar 6B, árgerð 1963, sem var breytt til að draga valtara. Sonur hans og nafni, Sigurður Lyngberg Sigurðsson verktaki, vann á þessari vél á sínum tíma og man vel eftir því þegar hún skipti um hlutverk. Þessi Caterpillar hóf sinn feril eins og hver önnur jarðýta. Hún var til að mynda notuð til að ýta jarðvegi út í Grafarvoginn þegar Gullinbrú var reist. Sigurður Lyngberg hinn eldri, sem rak fyrirtækið Jarðvinnuvélar sf., lagði ýtunni um miðjan áttunda áratuginn, en vantaði skömmu síðar tæki til að draga víbravaltara. Þá brá hann á það ráð að fjarlægja beltin og koma hjólbörðum undir þetta tæki, sem hafði lokið sínu hlutverki sem jarðýta, og þar með breyta henni í hálfgerða dráttarvél. Þegar beltin voru fjarlægð sauð Sigurður eldri sprokket hjólin inn á felgur. Að framan kom hann fyrir hjólaöxli með beygjubúnaði. Aftast var sett mjög öflugt spil og fremst var sett lítil tönn – aðallega til að þyngja framhlutann. Stýri tengt kúplingu Sigurður kom fyrir stýri í vélinni, en þeir sem setið hafa í jarðýtu vita að í þeim er ekkert slíkt að finna. Beinskiptar jarðýtur, eins og þessi, eru þess eðlis að nauðsynlegt er að kúpla frá og hemla öðru beltinu þegar tekin er beygja. „Hann leysti það með því að að setja vír. Þegar þú snýrð stýrinu þá vindurðu upp á vírinn og togar í kúplinguna. Þegar maður keyrir hana þarf maður að snúa stýrinu og stíga á bremsuna til að beygja,“ segir Sigurður yngri. Sigurður segir pabba sinn alltaf hafa reddað sér með að smíða eða breyta tækjum ef þess þurfti. Því voru sumar vinnuvélarnar ekki endilega bestu tækin í þau verk sem þær voru notaðar. „Við vorum með margar leiðinlegar vélar, en þessi var alveg sérstaklega leiðinleg.“ „Pabbi smíðaði allt saman sjálfur. Hann fór aldrei út í búð og keypti eitthvað. Hann var alinn upp á þeim tíma þar sem það voru ekki til varahlutir í eitt eða neitt. Menn urðu bara að búa það til eða laga einhvern veginn,“ segir Sigurður. Valtaði fjölmarga húsgrunna Aðspurður í hvaða verkefni vélin var nýtt, segir Sigurður að á þessum tíma hafi fyrirtæki föður hans valtað mjög mikið í húsgrunnum, við götuframkvæmdir og við göngustíga – sérstaklega í Breiðholtinu, Árbæ, Grafar- voginum og vestur í bæ þegar þau hverfi voru að byggjast upp. Á þessum árum voru sjálfkeyrandi valtarar ekki algengir og var því nóg að gera fyrir þessa vél. Sigurður eldri keypti af Söludeild varnarliðseigna nokkrar vélar sem notaðar höfðu verið til að draga flugvélar uppi á velli og hentuðu miklu betur til að draga valtara. Vegna þess hversu erfið Caterpillar vélin var í notkun, var henni lagt eftir örfá ár í nýju hlutverki. „Það forðuðust allir að vera á henni,“ segir Sigurður yngri. Var á leiðinni í brotajárn „Síðan stóð hún lengi vel á svæðinu uppi á Stórhöfða þar sem pabbi var með aðstöðu. Bróðir minn er með þessa aðstöðu í dag og hann var að taka til þarna fljótlega eftir hrun og ákvað að fara með þessa ásamt fleiri vélum í brotajárn,“ segir Sigurður. Hann vildi hins vegar bjarga ýtunni frá glötun og ók henni úr portinu við Hringrás yfir á planið hjá Kletti, sem fer með umboðið fyrir Caterpillar, og tilkynnti eigandanum að hann fengi að eiga jarðýtuna. Þar stóð jarðýtan í nokkur ár, en núna hefur henni verið komið fyrir á Hvanneyri á planinu hjá Hauki Júlíussyni. Haukur segist ekki vera eigandi ýtunnar, heldur sé hún einungis í geymslu hjá honum. /ÁL Saga vélar: „Þetta var bölvaður bastarður“ – Caterpillar á hjólbörðum Eftir að hafa verið lagt sem jarðýtu, var þessari Caterpillar breytt í hálfgerða dráttarvél sem dró valtara á byggingarsvæðum. Hún þótti mjög erfið í notkun og var ekki nýtt í mörg ár í nýju hlutverki. Mynd / ÁL www.bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.