Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 1
1. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 12. janúar ▯ Blað nr. 625 ▯ 29. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is
Mikið fannfergi hefur verið víða um land undanfarnar vikur. Kýrin Vaka Draumsdóttir frá Minni-Mástungu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi horfir þakklát í átt
að ljósmyndaranum sem skömmu áður færði hjörðinni nýtt gróffóður. Mynd / Jón Marteinn Finnbogason
Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Á síðustu mánuðum hefur
nokkrum nautgripaskrokkum
verið fargað í Sláturhúsinu
á Hellu vegna ákvörðunar
Matvælastofnunar (MAST) um
að merkingar á gripunum séu
ófullnægjandi.
Magnús Ingvarsson slátur-
hússtjóri leiðir að því líkum að að
minnsta kosti fimm skrokkum hafi
verið hent vegna þessa í fyrra en auk
þess hefðu tveir farið sömu leið ef
ekki hefði verið fyrir DNA-sönnun
á uppruna þeirra.
Hóflega má áætla að ungneyti sé
um 250 kg og er því hægt að gera
ráð fyrir að töluvert meira en tonni af
nautakjöti hafi verið sóað af þessari
ástæðu. Tjón bænda sem í þessu
lentu hleypur á milljónum króna.
Ragnar Finnur Sigurðsson og
Hrafnhildur Baldursdóttir, bændur
á Litla-Ármóti í Hraungerðishreppi,
hafa síðastliðna ellefu mánuði
staðið í málaferlum við MAST
eftir að stofnunin veitti þeim ekki
undanþágu, vegna þess að naut,
sem þau sendu til slátrunar í febrúar
síðastliðnum, var með eyrnamerki
sem stofnunin taldi ekki samræmast
reglugerð um merkingar búfjár.
Eyrnamerki þetta var svokallað
neyðarmerki með forprentuðum
upplýsingum um land og bú, en
gripanúmer var handskrifað með
sérstökum penna sem fylgir kaupum
á merkjunum. Slíkar merkingar
þóttu fullnægjandi sönnun á uppruna
gripanna samkvæmt eftirlitsmönnum
MAST þar til nýlega. Ragnar og
Hrafnhildur rekja breytingu á túlkun
reglugerðarinnar til mannabreytinga
innan MAST, sem nú taki strangar
á kröfum um merkingar.
„Við vorum farin að heyra að
eftirlitsaðilar væru farnir að taka
strangar á því í sláturhúsinu ef merki
vantaði í grip, eða ef gripanúmer væri
handskrifað. Einnig heyrist okkur í
samtali við aðra bændur að það líti
út fyrir að einhverjir fái undanþágur
en aðrir ekki. Þetta hljómar því eins
og um sé að ræða geðþóttaákvörðun
innan stofnunarinnar hverju sinni.“
Ákvörðun MAST, um að hafna
undanþágubeiðni Ragnars og
Hrafnhildar, var úrskurðuð ógild hjá
matvælaráðuneytinu í desember og
geta þau nú krafist skaðabóta. Fleiri
slík mál eru í ferli.
Markmið reglugerðar um
merkingar búfjár er að tryggja
uppruna búfjárafurða en í úrskurði
ráðuneytisins kemur fram að
þrátt fyrir að nautgripurinn hafi
verið merktur með handskrifuðu
gripanúmeri léki enginn vafi á
uppruna hans.
Ragnar og Hrafnhildur segjast
hafa brugðist skjótt við þegar
þau fregnuðu af því að farga
ætti skrokknum og beðið um
undanþágu.
„Enginn vafi var á um hvaða
grip ræddi og því töldum við að
gefa ætti undanþágu því rekjanleiki
væri til staðar. Héraðsdýralæknir
heldur því engu að síður til streitu
að henda eigi gripnum. Okkur finnst
dapurlegt að fórna lífi gripsins til
einskis með tilliti til matarsóunar
og umhverfis,“ segir Hrafnhildur.
Ragnar segist hafa verið í
reglulegu sambandi bæði við
Magnús sláturhússtjóra og
starfsmenn Matvælastofnunar
í ferlinu til að reyna að leysa úr
málinu á farsælan hátt.
Magnús segist hafa boðist til að
geyma gripinn í frysti á meðan úr
málinu væri skorið en hafi fengið
ítrekun frá Matvælastofnun um að
henda honum.
Ragnar og Hrafnhildur skilja
ekki af hverju farið var fram með
slíku offorsi. „Við athuguðum hvort
mætti taka gripinn heim og nýta
hann til eigin nota en það var ekki
leyfilegt. Eingöngu átti að henda
honum og af einhverri ástæðu var
mikil áhersla lögð á að gripnum yrði
fargað hið snarasta.“ /ghp
Sjá nánar á bls. 20–21.
Eimverk:
Hundraðföld
kornrækt
Miðað við áform um stækkun
viskíframleiðslunnar hjá
Eimverki, verður byggrækt á
þess vegum hundraðföld að tíu
árum liðnum. Í dag er framleitt
úr 100 tonnum, úr eigin ræktun,
en áætlað er að hráefnisþörfin
verði komin í tíu þúsund tonn
að tíu árum liðnum.
Í dag fer byggræktunin
að mestu fram í Bjálmholti í
Holtum, sem er í eigu Eimverks,
auk þess sem hráefni berst
meðal annars frá Sandhóli og
Þorvaldseyri. Haraldur Haukur
Þorkelsson, framkvæmdastjóri
Eimverks, segir að stefnan sé
að auka enn frekar samstarfið
við bændur á næstu
árum. Stækkunin sé
fyrirhuguð í fjórum
þrepum og ætlunin
sé að tvöfalda
ræktunina strax
á þessu ári – og
uppskera 200
tonn í haust.
Árið 2025 er
gert ráð fyrir
að hráefnis-
þörfin verði
komin í 500
tonn af þurru
byggi.
Samstarf við bændur
í öllum landshlutum
„Til að dreifa áhættunni þurfum
við að komast í samstarf við
bændur í öllum landshlutum, því
það koma yfirleitt alltaf slæm
ár á einhverjum stað á landinu.
Varan sem kemur út úr öllu
ferlinu er mjög verðmæt sem
gerir það að verkum að við getum
greitt betur fyrir kornið til að
tryggja okkur það að bændur hafi
áhuga á samstarfinu.
Fyrir bændur þýðir þetta að
það verður hægt að ganga að
stöðugum markaðsaðstæðum,
því þarna er kominn þessi
kaupandi á markaði sem þarf
mikið magn, borgar vel fyrir
og hleypur ekki beint í innflutta
byggið þegar það er hagstætt í
verði,“ segir Haraldur.
Hann segir að unnið sé að því
að fá heitið „Íslenskt viskí“ sem
verndað afurðaheiti.
Það myndi skapa þeirra
framleiðslu þá sérstöðu sem
Eimverk þurfi, svo ekki þurfi
að standa í samkeppni við vörur
sem lítið eða ekkert sé íslenskt
við.
/smh
Sjá nánar bls. 32–33.
3430–31
Ungur Dani kaupir
Voðmúlastaði
10
Vinsælustu hrútarnir
„Þetta var bölvaður
bastarður“