Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 FRÉTTIR Langflestar nýskráðar dráttarvélar fjórhjól Bæði ökutækin á myndinni eru skráð sem dráttarvél hjá Samgöngustofu. Mynd / ÁL Á liðnu ári voru 838 ný ökutæki flutt til landsins sem Samgöngustofa skráði sem dráttarvél. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar sést að sex vinsælustu tegundirnar eru merki eins og Can-Am, Polaris o.fl., sem í daglegu tali nefnast fjórhjól. 164 af ökutækjunum í áður­ nefndum flokki ganga fyrir dísel og eitt sem gengur fyrir metan, og má reikna með að hefðbundnar dráttarvélar séu á bak við þær tölur. Af þeim er vinsælasta tegundin indverski smávélaframleiðandinn Solis, með 42 nýskráð eintök. Þar á eftir kemur New Holland með 21 vél, Valtra með 20, Claas með 19, Massey Ferguson með 16 og John Deere með 14 nýskráðar vélar. Aðrir framleiðendur seldu færri vélar. Case IH og Kubota seldu sex eintök hvor. Deutz Fahr og Fendt fimm hvor og Hattat þrjú. Branson, Daedong, Iseki, McCormic og Zetor seldu eina nýja dráttarvél hver. /ÁL Verð á mjólk hækkar Verðlagsnefnd búvara tók fyrir jól ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð 1. flokks mjólkur til bænda hækkaði um 2,38%, úr 116,99 kr./ltr í 119,77 kr./ltr. þann 1. desember 2022. Þann 1. janúar hækkaði heildsöluverð mjólkur og mjólkur­ vara sem nefndin verðleggur um 3,5%. Þannig verður heildsöluverð á mjólk, í eins lítra fernum, 171 króna. Hálfur lítri af rjóma mun kosta 595 í heildsölu og 45% ostur í heilum og hálfum stykkjum mun kosta 1.671 krónu. Álagning smásöluverslana er þó frjáls og því getur verðið orðið misjafnt milli söluaðila. Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara segir að verðhækkunin komi til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. september 2022. „Frá síðustu verðákvörðun til desembermánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 2,38%. Á sama tímabili hefur vinnslu­ og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 5,06% að meðtöldum áhrifum kjarasamninga á launakostnað og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.“ /ghp Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs. Mynd / Anita Jankovic Fagráð um velferð dýra: Seinagangur varðandi birtingu fundargerða og afgreiðslu mála – Fulltrúar BÍ og DÍ sammála um að grípa þurfi fyrr inn í alvarleg dýravelferðarmál Á fundi fagráðs um velferð dýra frá 26. október var meðal annars fjallað um viðbrögð Matvælastofnunar við tilkynningum um illa meðferð á dýrum, í kjölfar nokkurra alvarlegra mála sem komu upp síðasta haust. Í fundargerð kemur fram að fulltrúar Dýraverndarsambands Íslands og Bændasamtaka Íslands séu sammála um að Matvælastofnun eigi að grípa fyrr inn í slík dýravelferðarmál. Fjallað var um dýravelferðarmál í fréttaskýringu í jólablaði Bændablaðsins þar sem fram kom að engin fundargerð úr fagráðinu hefði birst frá 29. júní, þrátt fyrir nokkur fundarhöld frá hausti í tengslum við áðurnefnd mál. Eftir útkomu jólablaðsins 15. desember birtust tvær fundargerðir og fjallar önnur þeirra um téð mál, sem fyrr segir. MAST ætti að grípa fyrr inn í mál Í fundargerðinni kemur fram að fulltrúi Dýraverndarsambands Íslands telji að Matvælastofnun hafi ekki nýtt þau úrræði sem stofnunin hafi í löggjöf til að grípa fyrr og sterkar inn í mál um velferð dýra. Þar kemur einnig fram að fulltrúi Bændasamtakanna segir samtökin hafa rætt við Ríkisendurskoðun vegna úttektar hennar á Matvælastofnun, og taki undir sjónarmið DÍS um að æskilegt hefði verið að grípa fyrr inn í mál er varða dýravelferð. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir og formaður fagráðsins, telur hins vegar að Matvælastofnun hafi brugðist við og unnið samkvæmt útgefnu verklagi stofnunarinnar og í samræmi við stjórnsýslulög. Ákveðið var að fresta umræðum um málin og komust þau ekki á dagskrá fyrr en 12. desember. Sigurborg Daðadóttir segir að fundargerðin frá þeim fundi sé ófrágengin en ákveðið hafi verið að vinna ályktun ráðsins um þessi mál á milli funda. Næsti reglulegi fundur sé áætlaður undir lok janúarmánaðar. Ólíðandi að fundargerðir séu ekki birtar Hilmar Vilberg Gylfason, yfir­ lögfræðingur Bændasamtaka Íslands og fulltrúi þeirra í fagráðinu, segir að málin hafi ekki verið kláruð á fundinum 12. desember. „Ég gerði athugasemdir við það á síðasta fundi að fundargerðir hefðu ekki verið birtar sem er auðvitað ekki ásættanlegt. Ég hef svolítið verið að reyna að skilja starfsemi Matvælastofnunar en margt er þar sem er erfitt að átta sig á. Ef maður spyr hvort Matvælastofnun hafi nægilegar valdheimildir til að bregðast við í dýraverndarmálum þá eru svörin jafn mörg og ólík og fólkið sem maður talar við. Sama á við um það hvort Matvælastofnun vanti fjármuni til að ráða fleira fólk, þá eru svörin annaðhvort að það vanti ekki fólk eða að það sé svo mikið að gera að fólkið nái ekki að sinna verkefnunum.“ Matvælastofnun skylt að leita álits fagráðs Fagráð um velferð dýra starfar á grunni laga um velferð dýra. Framkvæmd stjórnsýslunnar, í málum sem varða velferð dýra, er í höndum Matvælastofnunar sem er skylt að leita álits fagráðsins um stefnumótandi ákvarðanir og umsóknir um leyfi til dýratilrauna. Fagráðið hefur aðsetur hjá Matvælastofnun sem leggur því til vinnuaðstöðu og starfsmann með sérfræðiþekkingu á starfssviði ráðsins. Í ráðinu skulu sitja fimm menn og jafnmargir til vara; fagfólk á sem flestum eftirtalinna fagsviða: dýralækninga, dýrafræði, dýraatferlisfræði, dýravelferðar, dýratilrauna, búfjárfræða og siðfræði. Hlutverk þess er meðal annars að vera Matvælastofnun til samráðs um stefnumótun og einstök álitaefni á sviði velferðar dýra, að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa stofnunina um mikilvæg málefni á sviði dýravelferðar auk þess að taka til umfjöllunar mál á sviði velferðar dýra að beiðni einstakra fagráðsmanna. Trúnaður gildir um innihald funda ráðsins en í því sitja nú, auk Sigurborgar og Hilmars, þau Anna Berg Samúelsdóttir, búfræðingur og landfræðingur, tilnefnd af Dýraverndarsambandi Íslands, Katrín Andrésdóttir dýralæknir, tilnefnd af Dýralæknafélagi Íslands, og Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og kennari í siðfræði, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. /smh Aðsetur fagráðs um velferð dýra er hjá Matvælastofnun. Kornrækt: Kornbændum fjölgaði milli ára Alls fengu 283 kornræktendur jarðræktarstyrk fyrir ræktun síðasta árs, samkvæmt upp- lýsingum úr matvælaráðuneytinu. Það eru 15 fleiri en fengu slíkan styrk árið 2021 og telst fjölgunin vera um 5,3 prósent. Land til kornræktar var hins vegar aukið um 12 prósent, úr 3.036 hekturum í um 3.450 hektara – eins og fram kom í umfjöllun í síðasta tölublaði. Þar kom einnig fram að uppskerumagn á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meira af þurru korni en árið 2021, eða alls 9.500 tonn sem er um 3,1 tonn á hektara. Svipaður fjöldi frá ári til árs Fjöldi kornræktenda er svipaður frá ári til árs. Árið 2020 voru ræktendur tveimur færri en á síðasta ári, en átta fleiri árið 2019, eða alls 281. Árið 2018 voru þeir hins vegar tveimur færri en árið 2021, eða 266. Því virðist lítil sem engin fjölgun vera í greininni sé horft til síðustu ára, sem kemur heim og saman við það sem haft er eftir Eiríki Loftssyni, jarðræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í áðurnefndri umfjöllun í síðasta tölublaði. Þar taldi hann að skýringuna á meira umfangi í kornræktinni á síðasta ári mætti finna í hækkandi fóðurverði á heimsmörkuðum og að hlýtt sumar árið 2021 hafi hvatt þá bændur sem fyrir voru í kornrækt til að auka umfang sinnar ræktunar. /smh Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.