Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 SNJÓKEÐJUR Hafðu samband, kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna isfell.is • sími 520 0500 ÞEKKING • ÞJÓNUSTA • GÆÐI Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Þetta var t.d. tilfellið hjá bóndanum Jakob Skov, sem á kúabú með því skemmtilega nafni Hestbækgård, en hann er með 300 kýr og mjaltaþjóna. Á búinu hafði hann ekki orðið var við nein vandamál fyrr en hann fékk sér viftur til að kæla kýrnar. U.þ.b. ári síðar fóru þær að vera óþekkar við að fara sjálfar í mjaltir og hægt og rólega jókst fjöldi þeirra kúa sem þurfti að sækja og endaði í þriðjungi þeirra. Hann þurfti sem sagt að reka 100 kýr í mjaltir á hverjum degi! Þegar þarna var komið var hann búinn að reyna að laga fóðrið og gera ýmislegt en athugaði ekki hvort einhvers staðar væri útleiðsla eða uppsöfnuð spenna. Í ljós kom að vifturnar voru vandamálið og þurfti að jarðtengja þær almennilega. Ástæðan fyrir því að þetta kom ekki strax í ljós, þ.e. þegar vifturnar voru settar upp, var líklega sú að vifturnar voru upphaflega ekki rétt jarðtengdar og fór því spenna að hlaðast upp við þær og magnast þegar á leið. Haft hefur verið eftir Jakob Skov að hann láti nú mæla allt upp reglulega, vitandi að slit á rafmagnstækjum og -tólum getur haft svona mikil áhrif. Mistök ekki eina skýringin Þó svo að oftast megi rekja vandamálið til þess að gerð hafa verið einhver mistök við lagningu á raflögnum eða hönnun á raftækjum, þá er það ekki alltaf tilfellið. Þegar rafmagnstæki slitna getur vandamálið einnig farið að gera vart við sig, en einnig getur einfaldlega staðsetning raftækja haft svipuð áhrif samkvæmt reynslu bænda í Danmörku. Hafa allt jarðtengt Það sem er mikilvægast fyrir nautgripina er að hafa bæði raflagnir og raftæki vel jarðtengd og tryggja að jarðtengingin sé raunveruleg, þ.e. nái að leiða vel niður í jarðveginn en til eru mörg dæmi um lélega jarðtengingu húsa og að jafnvel hafi þurft að grafa djúpt niður eða bora í jarðveg til að fá jarðtengingu sem virkar. Þá er gríðarlega mikilvægt að allar stál- innréttingar séu vel og rétt tengdar saman við jarðtenginguna, svo smáspenna geti hvergi hlaðist upp og þannig haft áhrif á gripina. Þess má geta að í hinu nýja hverfi í Garðabæ, Urriðaholti, hefur verið sérstaklega horft til góðs jarðsambands og er þar notað 5 víra dreifikerfi rafmagns í stað hins hefðbundna fjögurra víra kerfis. Fimmti vírinn, sem er sérstakur jarðvír, er tengdur úr hverju húsi við sérstök jarðskaut sem boruð hafa verið víða í Urriðaholti. Tilgangurinn með þessu bætta jarðsambandi er m.a. að koma burtu yfirtíðni, sem ótal straumbreytar og ljósdeyfar valda, og um leið að koma í veg fyrir önnur straumvandamál Hvar á að mæla? Danskir ráðgjafar leggja til að bændur passi upp á að fjarlægja rafmagnstæki sem ekki eru lengur í notkun og skoða vel hvort fjósin séu vel og rétt jarðtengd. Þá er mælt með því að fá fagmenn, sem nota stafræn mælitæki, til að mæla út fjósin og athuga hvort smáspenna eða útleiðsla sé í raun vandamál. Séu rétt mælitæki notuð er hægur vandi að skrá niður mælingarnar fyrir og eftir breytingar og þar með sjá svart á hvítu hvort tekist hafi að leysa vandamálið. Sérstaklega skal mælt á þeim stöðum sem hafa áhrif á gripina og þeirra algengustu snertifleti við umhverfið. Þá hafa oft fundist vandamál í rafmagnstöflum, sérstaklega vegna lausra tenginga, sem mikilvægt er að láta skoða. Enn fremur er algengt að það finnist vandamál og útleiðslur við fóðurkerfi og mykjudælur sem og við spennubreyta almennt. Rétt er að geta þess að ef það mælast vandamál annars staðar, þ.e. ekki á stöðum þar sem gripirnir ganga um eða komast í snertingu við, þá er það ekki eitthvað sem skiptir gripina máli þar sem þeir eru ekki næmir fyrir óbeinum áhrifum. Lélegur frágangur getur haft mjög slæm áhrif á nautgripi. Komdu við í sýningarsalinn okkar að Krókhálsi 9 eða skoðaðu úrvalið og kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtimaleiga.is. Ein föst greiðsla á mánuði og enginn óvæntur kostnaður... ...og allir kátir! Vetrarleiga nýárs tilboð! Innifalið í langtímaleigu: Þjónustuskoðanir Tryggingar Hefðbundið viðhald Vetrardekk DekkjaskiptiBifreiðagjöld Mitsubishi Eclipse Cross Intense Plug In Hybrid Verð: 152.600 kr. á mánuði* Tilboðsverð: 119.600 kr. á mán.* Jeep Compass S Plug In Hybrid Verð: 149.600 kr. á mánuði* Tilboðsverð: 129.600 kr. á mán.* B irt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. *M iðað við 36 m ánaða leigu. Einnig getur þú haft samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.