Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Ennþá er hægt að skrá sig í Bændahópa Viltu auka hagkvæmni við gróffóðuröflun? Viltu auka magn og gæði uppskeru túnanna? Viltu bæta nýtingu áburðar og annarra aðfanga? Taktu þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu verkefni með öðrum bændum! Síðasti dagur skráninga er 15. janúar Fundir byrja í febrúar — Kynningarverð fyrir þátttöku er 105.000 kr. án vsk. Ráðunautar sem lóðsa hópa eru: Eiríkur Loftsson, Sigurður T. Sigurðsson og Þórey Gylfadóttir Upplýsingar og skráningar á heimasíðu RML, hnappur merktur „Bændahópar“. Vinnum saman og náum markmiðum okkar. Nánari upplýsingar gefur Þórey Gylfadóttir, thorey@rml.is www.rml.is sími 516 5000 Garðyrkjustarf Framtíðarstarf Gróðrarstöðin Ártangi ehf, óskar eftir starfsmanni, gjarnan með reynslu af garðyrkjustörfum. Starfsmaðurinn þarf að hafa hæfni í mannlegum samskiptum og geta starfað sjálfstætt. Þá eru jákvæðni, snyrtimennska og stundvísi æskilegir kostir. Starfað er við almenn garðyrkjustörf svo sem uppskeru, pökkun, þrif o.f l. sem til fellur. Vinnutími er frá 8:00 -16:00 og eina helgi í mánuði. Einnig getur verið að nauðsynlegt reynist að taka einhverja auka yfirvinnu á álagstímum. Laun eru samkvæmt taxta. Starfið hentar öllum kynjum. Tungumálakunnátta, íslenska og enska. Mögulegt er að leigja herbergi á staðnum tímabundið. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á artangi@artangi.is Öllum umsóknum verður svarað. Fimmtudaginn 19. janúar fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Mótin hafa verið fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár en þar hafa hátt í þúsund gestir mætt. Markmið Mannamóta er að gera ferðaþjónustunni á landsbyggðinni auðveldara fyrir að kynna þjónustu sína fyrir fólki í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Á viðburðinum gefst einstakt tækifæri til að hitta fólk frá öllum landshlutum og skapa vonandi góð viðskiptasambönd sem skila ferðamönnum allan ársins hring. Öflug ferðaþjónusta „Ísland hefur upp á svo mikið að bjóða og mikilvægt að sem flestir taki þátt í að sýna hina öflugu og fjölbreyttu ferðaþjónustu sem er á landsbyggðinni. Einnig er mikilvægt að ferða- skrifstofur, skipuleggjendur ferða og aðrir gestir nýti þetta frábæra tækifæri til að hitta og mynda tengsl við fyrirtækin af öllu landinu, sem eru að kynna sína þjónustu á Mannamóti,“ segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands. Tengslamyndun mikilvæg Ragnhildur segir alltaf mikinn áhuga hjá sunnlenskum ferðaþjónustuaðilum að taka þátt í Mannamótinu. „Nú eru til dæmis um 70 fyrirtæki búin að skrá sig til þátttöku en alls verða þau um 230 af öllu landinu. Á Mannamóti er frábært tækifæri til að hitta fjölmargar ferðaskrifstofur og skipuleggjendur á einum degi og mynda góð viðskiptatengsl. En ekki síður mikilvægur þáttur í þessum viðburði er að þarna er fólk að hittast, hvort sem það eru gamlir samstarfsaðilar eða fólk að mynda ný tengsl. Þarna er fólk að tengjast söluaðilum í borginni og ekki síður samstarfsfólki í ferðaþjónustu í sínum landshluta og annars staðar af landinu. Mikil ánægja hefur verið með viðburðinn og er það þessi tengslamyndun sem er einn stærsti þátturinn sem fólk nefnir sem ástæðu fyrir að taka þátt,“ segir Ragnhildur. / MHH Markaðsstofur landshlutanna: Mannamót í Kórnum í Kópavogi 19. janúar Reiknað er með um þúsund gestum á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 19. janúar. Öllum er frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Myndir / Aðsendar Í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2021, sem kom út fyrir skömmu, er fjallað um faraldsfræði tilkynningarskyldra sjúkdóma í samanburði við fyrri ár. Á árinu 2021, eins og á árinu 2020, snerist starfsemi sóttvarnalæknis að miklu leyti um Covid-19. Vegna sóttvarnaaðgerða gegn Covid-19 þá fækkaði sumum öðrum sýkingum, bæði öndunarfæra- og meltingarfærasýkingum, sem leiddi einnig til minni sýklalyfjanotkunar, en nýgengi flestra tilkynningarskyldra sjúkdóma hélst hins vegar að mestu óbreytt. Samkvæmt skýrslunni fjölgaði tilfellum kynsjúkdóma, að klamydíu undanskilinni, árið 2021 frá árinu þar á undan. Mest er fjölgunin í tilfelli lekanda og talsvert fleiri karlmenn en konur smituðust af kynsjúkómum árið 2021. Svipaður fjöldi klamydíusýkinga greindist árið 2021 og árin á undan, eða 1.805. Kynjahlutföllin voru nokkuð jöfn, 53% konur og 47% karla. Lekandi Fleiri greindust með lekanda á árinu 2021 en árið á undan, eða 107 tilfelli. Flestir höfðu íslenskt ríkisfang, 59%, og karlmenn voru í miklum meirihluta, eða 80%. Lekandabakteríur, sem eru fjölónæmar fyrir sýklalyfjum, eru vaxandi vandamál erlendis og því tímaspursmál hvenær þær verða það hér á landi. Eftir árið 1990 dró mjög úr nýgengi sjúkdómsins en á síðari árum hefur hann smám saman aukist á ný. Sárasótt Á árinu 2021 greindust 49 einstaklingar með sárasótt, sem er töluvert fleiri en undanfarin ár. Karlmenn voru í miklum meirihluta meðal þeirra sem greindust með sárasótt, 46 talsins, eða 94%. Af þeim sem greindust höfðu 53% íslenskt ríkisfang en aðrir erlent. Þessi faraldur hefur síðustu ár fyrst og fremst tengst körlum sem hafa kynmök við karla en ljóst er að hann getur einnig náð til kvenna. HIV/alnæmi Árið 2021 greindist 21 einstaklingur með nýja HIV-sýkingu. Þar af voru 71% karlar og 29% konur. Flestir sem greindust á árinu, eða 11 talsins, smituðust vegna kynmaka samkynhneigðra karla, sjö vegna kynmaka gagnkynhneigðra og einn vegna neyslu fíkniefna í æð. Tveir karlmenn greindust með alnæmi árið 2021 en engin kona. /VH Smokkurinn er góð vörn til að forðast kynsjúkdóma. Ársskýrsla sóttvarna: Kynsjúkdómum fjölgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.