Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Engar athafnir né móttaka hópa verða í dómkirkjunni í Skálholti fram að páskum en skellt var í lás í kirkjunni 9. janúar síðastliðinn. Ástæðan er sú að það er verið að endurnýja kirkjuna algjörlega að innan. Þegar framkvæmdum verður lokið er búið að ljúka því mikla endurbótastarfi, sem staðið hefur yfir til undirbúnings fyrir 60 ára afmæli kirkjunnar en því verður fagnað á Skálholtshátíð dagana 20.–23. júlí í sumar. „Allt innra byrði kirkjunnar verður lagfært, múrviðgerðir, málning, raflagnir, ný hönnun á lýsingu og öll ljós endurnýjuð, allar hitalagnir og ofnar og svo brunavarnarkerfi og hljóðkerfi,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup og bætir við: „Tveir mánuðir í lokun eru langur tími fyrir eina kirkju en ekki í kirkjusögunni. Ætli eilífðin kenni okkur ekki þolinmæði. Ég hugsa bara um það hvað þetta verður fallegt og mikil prýði til næstu áratuga. Ég er bjartsýnn á að það verði messufært fyrir páskahátíðina en við gætum átt eftir að ljúka einhverju á lengri tíma.“ Kristján segir að framkvæmdirnar kosti 25 til 30 milljónir króna. Aðalverktakinn er Múr og mál, sem tók kirkjuna í gegn að utan á síðasta ári. Með þeim eru Súperlagnir á Selfossi og um raflagnir sér Jens Pétur og hans fyrirtæki í Laugarási. „En við fáum málninguna gefins frá Málningu ehf. Svo kostar Verndarsjóður kirkjunnar lýsinguna og stýringu á henni. Allt leggst á eitt með okkur núna,“ segir alsæll vígslubiskup í Skálholti. /MHH Dómkirkjan í Skálholti, sem verður lokuð fram að páskum vegna mikilla endurbóta og viðgerða inni í kirkjunni. Myndir / MHH Bláskógabyggð: Dómkirkjan í Skálholti lokuð næstu tvo mánuði Stuðla á að endurmenntun bænda með samstarfi Bændasamtaka Íslands og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Bændasamtök Íslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands, Garðyrkjuskólinn á Reykjum (Endurmenntun Græna geirans) gerðu fyrir jól með sér samkomulag um fræðslu á sviði garðyrkju, umhverfismála og skógræktar. Í því felst að Endurmenntun Græna geirans heldur námskeið á fagsviðum garðyrkju, umhverfis- mála og skógræktar í samstarfi við Bændasamtökin og deildir innan þeirra tengdar græna geiranum. Markmið fræðslunnar er að stuðla að sí- og endurmenntun bænda með námskeiðahaldi og fjölbreyttri fræðslu, bæði með stökum námskeiðum og námskeiðsröðum. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, hittust á Selfossi til að skrifa undir samkomulagið. Af vettvangi Bændasamtakanna: Stuðla að endurmenntun bænda Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, er spenntur fyrir framkvæmdunum í Skálholtskirkju næstu vikurnar. Stuðningsgreiðslur til svína-, alifugla- og eggjabænda Matvælaráðuneytið mun á grundvelli tillagna spretthóps um stuðning við matvælaframleiðslu greiða samtals 450 milljónir króna til búgreina sem ekki njóta framleiðslustuðnings samkvæmt búvörusamningum, þ.e. svína- alifugla- og eggja- framleiðslu. Stuðningnum er ætlað að mæta auknum kostnaði fram- leiðenda við fóðuröflun vegna mikilla og ófyrirséðra verð- hækkana á árinu. Úthlutun til framleiðenda verður á grund- velli framleiðslu ársins 2022. Munu 225 milljónir króna renna til framleiðenda svínakjöts, 160 milljónir króna til framleiðenda alifuglakjöts og 65 milljónir króna til eggjaframleiðenda. Matvælaráðuneytið mun afla upplýsinga um framleiðslumagn hjá afurðastöðvum eða Matvælastofnun etir því sem við á. Óskað er etir umsóknum frá framleiðendum með stuttri lýsingu á búrekstrinum þar sem fram kemur m.a.: • Heildarupphæð fóðurkostnaðar sem umsækjandi greiddi árið 2022. Ef annar aðili en umsækjandi greiddi fóður- kostnaðinn þarf að gera grein fyrir því. • Samanburður á heildarframleiðslukostnaði umsækjanda árin 2021 og 2022. • Önnur þau atriði sem framleiðendur vilja koma á framfæri. Umsóknir óskast sendar inn á afurd.is eða í tölvupósti á mar@mar.is eigi síðar en 20. janúar nk. Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.