Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 hitaveitu í Bjálmholti. Þurrkarinn er ekki alveg fullnýttur en hann á ekki mikið inni og því þurfum við líklega að fara í slíkar fjárfestingar fljótlega. Það eru þó vannýttir þurrkarar til á einhverjum stöðum.“ Kraftmikið norrænt bygg Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til sjálfs byggsins hvað þroska varðar eða fyllingu til framleiðslunnar. „Það er mjög áhugavert að í mörgum löndum sem liggja norðarlega er byggið notað mikið í viskíframleiðslu,“ segir Haraldur. „Það er meira að segja eftirsóttara að fá kraftmikla byggið frá norðurslóðum, eins og Skotar sem sækja sér hráefnið til Finnlands og Svíþjóðar þegar þeirra er á þrotum. Við ráðum þannig mun betur við að vinna úr því byggi sem er ekki alveg fyrsta flokks, en það er ekki eins auðvelt fyrir bjórframleiðendur. Það er brösótt að gera góðan íslenskan bjór úr íslensku byggi. Það er alls ekki stefnan hjá okkur að búa til eitthvað staðlað bragð fyrir vörumerkin okkar, það er í raun bara spennandi að vinna alltaf með mismunandi hráefni og þá er útkoman aldrei alveg eins – og viðskiptavinirnir kunna að meta það. Það getur líka verið kostur hjá okkur þegar við verðum komin með ræktunarstaðina enn dreifðari að fá fram mismunandi bragðtegundir sem taka þá mið af jarðvegi og aðstæðum á hverjum stað.“ Taðreykt bygg til viskíframleiðslu „Við höfum notað þá aðferð að taðreykja hluta af bygginu sem er þá notað í sérstaka tegund í okkar framleiðslu. Reykingin fer fram í þurrkaranum í raun og veru og er hefð frá Skotlandi. Aðferðin er upprunalega tilkomin af nauðþurftum, því að þannig var hægt að þurrka kornið og um leið tók það í sig bragð. Þannig er hægt að reykja byggið með ýmsu en við tókum þá ákvörðun að vinna með íslenskt sauðatað,“ segir Haraldur en lýsir áhyggjum sínum af því að það sé orðið takmörkuð auðlind á Íslandi. „Það eru ekki margir bændur í dag sem geta skaffað þetta hráefni, en við höfum verið í föstum viðskiptum sem hefur dugað okkur til dagsins í dag. Þá komum við aftur að því að við erum að vinna með það verðmæta vöru að við getum boðið vel í hráefnið – en það er samkeppni um það. Þetta getur hins vegar orðið vandamál á næstu stigum stækkunar. Stækkun í fjórum þrepum Til að ná markmiðum sínum þarf Eimverk að stækka framleiðslu sína í fjórum þrepum á næstu tíu árum. „Við erum að horfa á stækkun til að byrja með á þessu ári upp í 200 tonn – sumsé það mun verða það byggmagn sem verður bruggað úr. Á næsta ári verður þetta magn komið í 300–400 tonn, en árið 2025 í um 500 tonn. Þá er planið að taka smá hlé á meðan viskíið er að eldast og ná tekjum inn á móti. Svo er næsti fasi árin 2027 og 2028 og loks verður síðasta stækkunin árið 2030 þar sem við leggjum grunninn að því að umfang kornræktar á okkar vegum verði komin í 10 þúsund tonna árlega uppskeru árið 2033,“ segir Haraldur. Hann telur að þessi framtíðarsýn ætti að geta hleypt talsverðri bjartsýni inn í kornræktina – og einnig vonast hann til þess að bændur gleðjist yfir því að hægt sé að gera úr þessu hráefni verðmæti til útflutnings. „Við erum auðvitað viskínördar og langar að gera frábært viskí, en það er svakalega mikið atriði fyrir okkur að gera þetta á Íslandi með alíslensku hráefni,“ segir hann. Íslenskt viskí verði verndað afurðaheiti „Eitt af því sem skiptir afskaplega miklu máli fyrir okkur er að fá umsókn okkar til Matvælastofnunar samþykkta, um viðurkenningu á því að íslenskt viskí verði verndað afurðaheiti – líkt og íslenska lopapeysan og íslenska lambakjötið hafa fengið. Það sem er í raun forsenda fyrir því að við getum fjárfest áfram og bændur með okkur, er að fá þetta afurðaheiti verndað,“ segir Haraldur og er mikið niðri fyrir. „Slík viðurkenning myndi skapa okkur þá sérstöðu sem við þurfum, þannig að við þyrftum til dæmis ekki að fara í samkeppni við einhvern viskíframleiðanda hinum megin á hnettinum sem dytti í hug að fara að framleiða „íslenskt viskí“ – án þess að nokkuð væri íslenskt við það. Í dag sjáum við vörur standa við hlið okkar í hillum hér á Íslandi sem eru merktar „íslenskt viskí“, en það eina íslenska við þær er að viskíinu var kannski tappað á flöskur hér á landi. Umsóknin hefur legið nokkuð lengi inni hjá Matvælastofnun og við skiljum ekki hvers vegna ekki er hægt að afgreiða hana,“ segir hann. Þjónustumaður Bústólpi ehf - fóður og áburður • Oddeyrartanga • 600 Akureyri • bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Bústólpi óskar eftir að ráða öflugan aðila í þjónustudeild DeLaval. Starfssvæðið er suður- og vesturland. Við leitum að starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu, er lausnamiðaður, úrræðagóður og hefur áhuga á tækni. Vinna starfsmannsins fer að mestu fram á sveitabæjum og fylgja starfinu því nokkur ferðalög um landið. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2023. Umsókn um starfið ásamt ferilskrá skal senda til aðstoðarframkvæmdastjóra á netfangið hanna@bustolpi.is Bústólpi starfrækir fóðurverksmiðju á Oddeyrartanga á Akureyri ásamt því að reka verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Bústólpi er þjónustuaðili DeLaval á Íslandi. Hjá Bústólpa starfa 27 manns. Bústólpi hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki 12 ár í röð af Creditinfo. Helstu verkefni og ábyrgð Þjónusta við DeLaval mjaltaþjóna ásamt öðrum DeLaval tæknibúnaði og þátttöku í uppsetningum mjaltaþjóna. Starfið er því afar fjölbreytt og spennandi og býður upp á góða möguleika á að vaxa í starfi í ört stækkandi deild. Hæfniskröfur • Þjónustulund • Jákvæðni og hæfni í samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Þekking á landbúnaði er kostur • Iðnmenntun eða reynsla af sambærilegu starfi er kostur • Bílpróf er skilyrði b stolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Þorkell Jónsson er bústjóri yfir kornræktinni í Bjálmholti og faðir Haraldar. Hér er hann við kornþurrkarann í hlöðunni. Sigurbjörn Guðmundsson birkireykir byggið í kornþurrkaranum. Hluti framleiðslunnar er birkireykt en svo er sérstök framleiðsla á taðreyktu viskíi, en framboð á taði hefur minnkað mjög á undanförnum árum. „Single Malt“ viskí. Taðreykt viskí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.