Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023
VIÐTAL
Eimverk á sitt ræktarland í
Bjálmholti í Holtum, skammt
frá Landvegamótum, en ræktar
einnig sitt bygg í nálægum löndum
Gunnarsholts og Lækjar.
Hundraðföld viskíframleiðsla
„Það hefur verið sagt frá því
í fréttum hér á Íslandi að við
gerðum þennan stóra samning í
Kína, en okkur hefur gengið vel
á fleiri mörkuðum og höfum gert
aðra mikilvæga samninga líka að
undanförnu – bæði í Ameríku og
Þýskalandi,“ segir Haraldur Haukur
Þorkelsson, framkvæmdastjóri
Eimverks Distillery.
„Á fyrstu tíu árunum í rekstri
vorum við í raun að sanna að það
væri hægt að framleiða íslenskt
viskí sem ætti sér markað erlendis
og færi á flug,“ segir Haraldur en
Eimverk var stofnað árið 2009 með
þann ásetning að framleiða úrvals
viskí úr alíslensku hráefni. Hann
segist geta sagt með góðri samvisku
að þetta markmið hafi náðst og vel
það. „Eftirspurnin fyrir þetta ár er
þreföld meiri en við munum eiga til.
Þessi stærð sem við höfum nefnt,
að hundraðfalda framleiðsluna
á næstu tíu árum, er í raun þá
miðuð við svona miðlungsstóra
viskíframleiðslu á evrópskan
mælikvarða. Ef við horfum á
meðal brugghús í Skotlandi, þá er
það svona hundrað sinnum stærra
en við erum með í dag og það er sú
stærð sem við stefnum að.“
Ísland er land tækifæranna
Að sögn Haraldar þá er Ísland land
tækifæranna í viskíframleiðslu. „Ef
við horfum bara á grunnhráefni
framleiðslunnar, sem er mikið vatn
og mikið bygg, þá eru gríðarleg
tækifæri hér. Ísland er land tæki
færanna. Vatnið er til staðar og
ræktarlandið líka. Ein viskíflaska
er svona 45 lítrar af vatni og kíló
af byggi. Á ræktarlöndum okkar
getum við prófað okkur áfram með
ýmislegt, eins og yrki og verkun, en
við munum aldrei geta ræktað allt
þetta korn sjálf og munum því fara
í samstarf við bændur um að útvega
byggið. Við erum þegar í samstarfi
við nokkra kornbændur, til dæmis
á Sandhóli og á Þorvaldseyri, en
vegna þess hversu mikið magn þetta
er þá munum við leita eftir samstarfi
við bændur vítt og breitt um landið,“
segir Haraldur.
Til að setja magnið í samhengi
þá eru þessi tíu þúsund tonn fimm
hundruð tonnum meira en öll
uppskera síðasta árs var á landsvísu.
Stöðugar markaðsaðstæður
Haraldur hefur ekki áhyggjur af því
að fá ekki nægt magn af íslensku
hráefni og geta þannig ekki staðið
við skuldbindingar sínar. „Til
að dreifa áhættunni í ræktuninni
þurfum við að komast í samstarf
við bændur í öllum landshlutum,
því það koma yfirleitt alltaf slæm
ár á einhverjum stað á landinu.
Varan sem kemur út úr öllu ferlinu
er mjög verðmæt sem gerir það að
verkum að við getum greitt betur
fyrir kornið til að tryggja okkur það
að bændur hafi áhuga á samstarfinu.
Fyrir bændur þýðir þetta að það
verður hægt að ganga að stöðugum
markaðsaðstæðum, því þarna er
kominn þessi kaupandi á markaði
sem þarf mikið magn, borgar vel
fyrir og hleypur ekki beint í innflutta
byggið þegar það er hagstætt í verði.
Það er auðvitað gaman að geta verið
þátttakandi í þeirri þróun,“ segir
hann.
Fjölskyldufyrirtækið Eimverk
Eimverk er sannkallað fjölskyldu
fyrirtæki. Fjölskylda Haraldar á
rætur í kornbúskap í Bjálmholti og
Þorkell Jónsson, faðir hans, er nú
bústjóri yfir kornræktinni. Dista,
systir Þorkels, og maður hennar,
Sigurbjörn Guðmundsson, eru
einnig virkir þátttakendur í rekstri
Eimverks. Sigurbjörn er yfirbruggari
í verksmiðjunni í Garðabæ, Eva,
dóttir þeirra, er framleiðslustjóri,
auk þess er Egill, bróðir Haraldar,
markaðsstjóri. Sigurbjörn vinnur
sömuleiðis í jarðræktinni og
vinnslunni í Bjálmholti með Þorkeli.
„Þetta ævintýri í viskíinu byrjaði
eiginlega allt einn daginn heima í
Bjálmholti þegar við nokkur úr
fjölskyldunni horfðum einn daginn
yfir byggkrana okkar og ræddum
um að við þyrftum að fara að gera
eitthvað meira við þetta en bara að
nota til fóðurframleiðslu. Einhver
okkar voru með svolitla reynslu af
bruggun og okkur fannst bara kjörið
að prófa að búa til viskí. Svo tekur
það 12 ár að þróa 12 ára viskí og
þetta hefur því verið löng vegferð –
en er nú að þróast alveg eftir okkar
plani. Nú þegar við erum komin
með umframeftirspurn er auðveldara
að fjármagna stækkunina.“
Rúgræktun og rúgviskí
Haraldur segir að undanfarin
sumur hafi verið gerðar tilraunir
með rúgræktun í Bjálmholti til
rúgviskígerðar. „Á allra næstu
vikum er von á fyrsta alíslenska
rúgviskíinu, sem er búið að liggja í
tunnum hjá okkur í þrjú ár. Það er að
koma alveg afskaplega skemmtilega
út og við höfum fengið staðfestingu á
því í prófunum úti. Við höfum verið
mjög spennt yfir útkomunni á því,
því rúgurinn er enn erfiðari í ræktun
en byggið. Við erum með mjög
litla framleiðslu á því til að byrja
með, vinnum úr svona tíu tonnum
á ári,“ segir Haraldur og tiltekur
sérstaklega Jónatan Hermannsson,
fyrrum tilraunastjóra kornræktar
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands,
og Björgvin Harðarson, bónda í
Laxárdal, sem sérstaka ráðunauta
varðandi tilraunaræktunina í
Bjálmholti.
Hann segir að mikið sé lagt upp
úr því að kornræktin sé „hrein“,
ekki notuð óæskileg efni eins og
illgresiseyðir eða önnur svokölluð
hjálparefni í slíkri ræktun. „Það
gerir þetta aðeins meira basl, en
þetta þarf bara að vera þannig til
að varan standist gæðakröfur okkar.
Verkunin þarf að vera þrifaleg og
þurrkunin þannig að ekki sé mengun
af olíu eða öðrum efnum. Í dag
þurrkum við allt okkar bygg með
Eimverk:
Stefnt að tíu þúsund
tonna bygguppskeru
– Umsókn liggur hjá Matvælastofnun um vernd fyrir afurðaheitið „íslenskt viskí“
Sigurður Már
Harðarson
smh@bondi.is
Byggræktun í Bjálmholti. Myndir / Eimverk
Helsti vaxtarbroddurinn í kornrækt til manneldis á Íslandi er hjá
brugghúsinu Eimverki. Það hefur á undanförnum árum aukið umsvifin
hratt og notar í dag 100 tonn af byggi í sína viskíframleiðslu, mest allt úr
eigin ræktun á Íslandi. Nýlegir sölusamningar, meðal annars við stóra
kínverska aðila, gera ráð fyrir að auka þurfi hráefnisframleiðsluna
hratt á næstu tíu árum – að tíu þúsund tonnum.
Haraldur Haukur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks Distillery.
Hlaðan í Bjálmholti, þar sem kornþurrkarinn er.
Sigurbjörn Guðmundsson og
Þorkell Jónsson vinna saman að
jarðræktinni í Bjálmholti og verkun.