Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Á FAGLEGUM NÓTUM Landbótasjóður Land- græðslunnar hefur verið starfræktur frá árinu 2003. Eitt af markmiðum hans er að hvetja umráðahafa lands til verndar og endurheimtar vistkerfa (lög nr. 155/2018). Landgræðslan fjármagnar sjóðinn en öðrum er það einnig heimilt. Sjóðurinn hefur frá upphafi styrkt landbótaverkefni, um allt land, hjá landeigendum, félagasamtökum, sveitarfélögum og öðrum umráðahöfum lands. Vinnulag Árlega er auglýst eftir umsóknum í sjóðinn en við ákvörðun um styrkveitingu er lögð áhersla á verkefni sem miða að; • stöðvun hraðfara jarðvegs- rofs og gróðureyðingu • endurheimt gróðurs og jarðvegs • sjálfbærri landnýtingu Innan Landgræðslunnar er starfrækt verkefnanefnd og yfirfer hún allar umsóknir sem berast, metur kostnað við þær og gerir tillögu að úthlutun til landgræðslustjóra. Einstök verkefni geta hlotið styrk til allt að 5 ára enda fylgi tímasett landbótaáætlun með umsókn. Meginreglan er að styrkur getið numið allt að 2/3 hluta af reiknuðum heildarkostnaði við vinnu og kaup á aðföngum. Að landbótaaðgerðum ársins loknum þarf styrkþegi að skila inn upplýsingum um magn áburðarefna og staðsetningu aðgerða (GPS staðsett) til að styrkur sé greiddur. Aðgerðir eru skráðar í gagnagrunn sem síðan er skilað inn í loftslagsbókhald Íslands. Úthlutanir úr Landbótasjóði Árið 2022 hlutu 94 verkefni styrk úr Landbótasjóði að heildarupphæð 99,3 milljónum króna, auk fræs sem Landgræðslan útvegar þar sem þess gerist þörf. Á mynd 1 má sjá yfirlit yfir styrki frá árinu 2008–2022. Þar má sjá að styrkir úr Landbótasjóði hafa á undanförnum árum hækkað og var stærsta úthlutun úr sjóðnum í fyrra. Frá stofnun sjóðsins hefur hann styrkt 177 verkefni um land allt og nemur heildarstyrkupphæð um 1.060 milljónum króna frá stofnun hans, á verðlagi ársins 2022. Í þessari tölu er mótframlag styrkþega ekki talið, en gróft má áætla að það sé á bilinu 400–800 milljónir á tímabilinu. Samtals má því áætla að heildarkostnaður við landbótaverkefni sem Landbótasjóður hefur komið að sé á bilinu 1,4 til 1,8 milljarðar króna. Eru þá ótalin gríðarmörg verkefni þar sem landeigendur og aðrir umráðahafar lands hafa unnið að landbótum án aðkomu Landbótasjóðs. Unnið hefur verið að landbótum á um 72 þúsund hekturum frá stofnun sjóðsins þar sem grædd hafa verið upp rofaborð, moldir og melar svo fátt eitt sé nefnt. Nýttur hefur verið tilbúinn og lífrænn áburður til verksins auk fræs. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Landbótasjóð og er umsóknarfrestur til 22. janúar nk. Frekari upplýsingar um sjóðinn sem og umsóknarform er að finna á heimasíðu Landgræðslunnar land. is, en einnig veita héraðsfulltrúar Landgræðslunnar um land allt upplýsingar um sjóðinn. Garðar Þorfinnsson. Landbótasjóður Landgræðslunnar Moldir norðan við Bláfell á Biskupstungnaafrétti er eitt af fjölmörgum svæðum sem grædd hafa verið upp en þar vinnur Landgræðslufélag Biskupstungna að uppgræðslu með styrk úr Landbótasjóði. Úthlutaðir styrkir úr Landbótasjóði fyrir árin 2008–2022. Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum. Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar. Margir þættir hafa áhrif á hve mikið þarf að bera á. Ætla má að margir bændur séu nú, og á komandi vikum, að huga að áburðarkaupum og gera áburðaráætlanir fyrir vorið. Þegar gerðar eru áburðaráætlanir er gott að hafa í huga nokkur atriði sem m.a. voru rædd á fundunum. Mikilvægt er að halda vel utan um hjálplegar upplýsingar varðandi áburðarnotkun t.d. með góðum skráningum í Jörð. Í þessu sambandi má nefna notkun tilbúins og lífræns áburðar s.s. búfjáráburðar, en einnig atriði sem geta sagt til um árangur svo sem sláttutíma, magn og gæði uppskeru svo eitthvað sé nefnt. Áburðarþarfir má áætla út frá töflugildum sem m.a. er að finna á heimasíðu RML (undir ráðgjöf/jarðrækt/áburður). Nýræktir þurfa meiri áburð enda eiga þær að gefa meiri uppskeru en eldri tún þar sem hlutfall sáðgresis hefur minnkað eða horfið. Í hvaða gripi heyin eru ætluð og kröfur um orku og efnainnihald uppskerunnar getur einnig haft áhrif á ákvörðun um þarfir fyrir einstök áburðarefni. Gerð jarðvegs hefur áhrif á áburðarþörf og í túnum sem fá samfelda og góða áburðargjöf Áburðaráætlanir Í lok nóvember stóð RML fyrir fundum um áburðarmál á tíu stöðum dreift um landið. Mæting á fundina var góð og umræður góðar um málefni tengd áburði, jarðrækt og fleiru. Myndir / ÞG og EL AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Endurskoðun sauðfjársamnings Nú er árið 2023 runnið upp og fram undan er endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Væntingar sauðfjárbænda til endurskoðunar eru talsverðar og í upphafi samtals bænda og ríkisins er rétt að rifja upp hver sé tilgangur búvörulaga. Í 1. grein b ú v ö r u l a g a nr. 99/1993, með síðari b r e y t i n g u m er tilgangur laganna alveg skýr og þá er ef til vill ágætt að velta fyrir sér hversu vel hefur gengið að framfylgja lögunum. I. kafli. Tilgangur laganna og orðaskýringar. 1. gr. Tilgangur þessara laga er: a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur, b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið, d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta, e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu, f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað. Við, sem þekkjum til land- búnaðarins, sjáum strax að það er einkum d. liður sem vekur athygli okkar. Ekki hefur tekist að tryggja sauðfjárbændum sanngjarna af komu.Það hefur afkomuvöktun RML sýnt okkur og skýrslaByggða stofnunar frá síðasta vori staðfestir það. Starf bóndans krefst sérhæfingar, sérþekkingar á mörgum sviðum framleiðslu og dýravelferðar, ábyrgðar á framleiðslu matvæla og margra annarra sérhæfðra þátta. Við þurfum að horfa til starfa bænda af virðingu og hlusta eftir þeirri skýlausu og sanngjörnu kröfu að sauðfjárbændur hafi tekjur sambærilegar við aðrar stéttir sem þurfa að bera sömu og eða svipaða ábyrgð. Lengi vel var það vandi sauðfjárbænda að búa ekki að gögnum eða upplýsingum sem studdu við kröfur þeirra um bætt lífskjör. Það hefur þó mikið áunnist í þeim efnum á síðustu árum og stöndum við mun betur í dag heldur en við gerðum fyrir sjö árum. Til að halda áfram á réttri braut með það að markmiði að búgreinin nái árangri og þar með að styrkja okkar stöðu þurfum við að nýta öll verkfæri sem til eru í verkfærakistunni. Þess vegna verðum við að líta til þess að það er alveg skýrt í búvörulögum að verðlagsnefnd búvara skuli meta framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú: [Verðlagsnefnd metur fram- leiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú.] Miða skal við kostnaðarútreikninga er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður. Tilgreina skal ársvinnu á sauðfjárbúi af stærð sem miðað er við og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði. Mat verðlagsnefndar skal taka til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Landssamtökum sauðfjárbænda er heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðfjárafurða. Í ljósi þessa sendu Bændasamtökin, 20. desember sl., beiðni til verðlagsnefndar búvara þess efnis að meta framleiðslukostnað sauðfjárafurða og í framhaldinu eigum við að berjast fyrir því að fá verðlagsgrunn fyrir sauðfjárafurðir. Þetta verðum við að hafa með okkur þegar kemur að því að endurskoða samninga við ríkið því að markmið okkar hlýtur að vera að ná tilætluðum árangri í gegnum búvörusamninga. Sauðfjárbændur eru reiðubúnir í samtalið um endurskoðun sauðfjársamnings á þessum grunni. Sameiginlega getum við fundið leiðirnar að bættum kjörum. Bætt kjör bænda, betri líðan, betri búrekstur. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda. Trausti Hjálmarsson. Eiríkur Loftsson. LANDGRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.