Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 Jólin eru búin og ískaldur veruleikinn tekinn aftur við. Það þýðir megrun og líkamsrækt hjá sumum en tiltekt í kæliskápnum hjá öðrum. Við ætlum að vera í seinni hópnum í dag. Eitt af því sem er oftar á borðum landsmanna á jólunum en aðra daga er rauðkál, bæði úr dós en líka ferskt, og þar af leiðandi er oft erfitt að finna í hvað á að nota hinn helminginn af rauðkálshausnum eftir að sá fyrri fór í jólakálið. Svarið er eins og svo oft áður; kássa! Hvernig sem kássan er og hvernig sem hún er búin til þá er trixið að hafa góðan grunn sem tekur lengi og vel við því sem er neðst í grænmetisskúffunni – og tekur ekki óendanlega langan tíma. Hakkað kjöt er því mjög hentugur miðill, sérstaklega nautahakk. Bragðgott og einfalt. Hægeldaður vöðvi sem dettur í sundur eftir að hafa verið eldaður í marga klukkutíma er vissulega meira fansí en svona stuttu eftir jól þarf ekki allt að vera fansí. Við notum hakk í dag Rauðkál, gulrætur, sellerí og laukur var það sem dagaði uppi í minni grænmetisskúffu eftir jólin. Hin heilaga þrenning franskrar matargerðar, gulrætur, laukur og sellerí, er jú ofarlega í öllum uppskriftabókum sem teknar eru fram um þetta leyti. Þannig að það er væntanlega svo á fleiri heimilum. Akkúrat svona grænmeti, hart rótargrænmeti og sterkt kál, eldist líka vel í skúffunni og því um að gera að henda ekki fyrr en í fulla hnefana. Þarna voru líka nokkrir sæmilega útlítandi sveppir sem og soðnar kartöflur. Fullkomið kássuefni. Þannig að það eina sem vantaði var próteinið. Hálft kíló af nautahakki í þessu tilviki. Sama magn af fersku eða svo til fersku rauðkáli (má auðvitað nota hvítkál ef það er til). Saxað gróft. Svo koma sæmilega smátt skornar gulrætur, sellerí, laukur og soðnar kartöflur í þeim hlutföllum að vera sirka einn þriðji á móti kálinu og kjötinu. Hvítlaukur, tómatpúrra og kryddjurtir, steinselja og oregano í bland við kjötkraft, pipar og smá salt. Munum að kjötkraftur er svo gott sem bragðmikið salt. Þannig að nota annaðhvort og smakka til. Ekki salta neitt sem ekki er búið að smakka til. Það ætti að verða nýársheitið. Leynivinaleikurinn Leynivinurinn, eða -hráefnið að þessu sinni, er Marmite. Dökkbrún gerdrulla, ættuð frá Englandi eða tengdum eyjum. Stútfullt af glútamati sem ýtir undir bragðið af öðrum mat, sérstaklega nautakjöti. Stútfullt af umamí, eða fimmta bragðinu. Ef ekkert er til Marmite-ið eða löngun til að kaupa krukku er hægt að sleppa því eða nota rauðvínsslettu í staðinn. Ætti að vera nóg eftir, eða vonandi. Líka hægt að nota mjög dökkan bjór eins og stout eða jafn vel smá púrtvínsslettu, mögulega wúrshestershiresósu. En það er gaman að eiga Marmite og við notum það hér. Eins og matskeið eða svo. Framkvæmdin Aðferðin er einföld. Steikja kjötið og harða grænmetið. Geymum sveppina og soðnu kartöflurnar aðeins. Hvítlaukur, tvö, þrjú rif eða svo. Kreistum þau og velgjum í pönnunni þegar búið er að steikja allt hitt. Passa að hann brenni ekki. Hvítlaukur verður bitur þegar hann brennur. Steikja klípu af tómatpúrru um leið. Eina litla dós eða samsvarandi magn úr túbu. Tvær, þrjár matskeiðar. Salt, pipar, kjötkraftur og umrætt Marmite fer þá út í. Svo vatn, lítri eða svo. Tæplega frekar en rúmlega. Malla við vægan hita með loki í um klukkustund. Má vera meira, ekki mikið minna. Þegar þessi klukkustund eða svo er liðin eru sveppirnir skornir og smjörsteiktir á pönnu og þeim bætt út í ásamt soðnu kartöflunum og kryddjurtum. Ég var með steinselju og oregano. Nota það sem er til og er gott á bragðið. Ferskt ef það er til, annars bara þurrt eins og alla daga sem eru ekki jólin. Gott að láta sjóða loklaust í smástund. Sulla að lokum smá sósujafnara út í til að þykkja sósuna. Ef sósujafnarinn er ekki til er hægt að þykkja með kúfaðri matskeið eða svo af maísmjöli uppleystu í slettu af köldu vatni. Ef ekkert er heldur maísmjölið er hægt að steikja sveppina upp úr extra miklu smjöri og strá smá hveiti á þá áður en þeir eru hrærðir út í kássuna. Ætti ekki að hlaupa í kekki ef vel tekst til og mesta hveitibragðið steikist af með sveppunum. Einfaldast að nota sósujafnara. Það er ekkert vesen á honum og er örugglega til eftir jólin – alla vega hjá mömmu eða nágrannanum. Borið fram heitt og ef það er til sæmilegt brauð er sósan þess virði að bæta á sig nokkrum kolvetnum og moppa hana upp með því í lokin. Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Boga, en Bogi hafði þá starfað við búið í 4 ár. Búið er rekið með svipuðu sniði síðan þá, keyptir voru nýir mjaltaþjónar en þeir sem voru fyrir voru komnir til ára sinna. Einnig hafa þau hjón bætt við kindum og hestum á búið. Býli: Birtingaholt 1. Staðsett í sveit: Í Hrunamannahreppi. Ábúendur: Bogi Pétur og Svava. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum þrjú börn; Sigrúnu Björk, 11 ára, Karítas, 8 ára og Breka Guðlaug, 3 ára. Tvo hunda; Rökkva, 12 ára og Perlu, sem er hvolpur. Inniköttinn Tímon og tvær fjósakisur, Litlu Kisu og Mæju. Stærð jarðar: 430 ha, 150 ræktaðir. Gerð bús: Blandaður búskapur með mjólkurframleiðslu í aðalhlutverki, erum með allt að 120 mjólkurkýr og 2 DeLaval mjaltaþjóna. Fjöldi búfjár: 260 nautgripir, 20 kindur og 15 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Förum í fjósið kvölds og morgna og sinnum ýmsum verkum þar yfir daginn. Gjafir eru líka partur af öllum vinnudögum ásamt hinum ýmsu verkefnum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Flest verk eru skemmtileg þegar vel gengur, rúlluhirðing er líklega ekki vinsælasta verkið. Börnunum finnst gaman að vera í kringum féð og kálfana og öll fjölskyldan nýtur sín saman í hestamennsku. Það er líka skemmtilegt að rækta, bæði búpening og gróður, það er afar gefandi og skemmtilegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Með svipuðu sniði og vonandi meiri kvóta. Hvað er alltaf til í ísskápnum: Mjólk, smjör og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lamba- og nautasteik er oft á borðum og börnin halda mikið upp á grjónagraut. Pitsa er líka vinsæl. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar við tókum við búinu stendur auðvitað upp úr og þegar við kvöddum flórsköfurnar og fengum okkur flórgoða, það voru góð tímamót í fjósinu hjá okkur. Eftirlætiskýr og gæðagripir eru líka alltaf eftirminnileg og var mjög gaman og eftirminnilegt þegar fyrsta folaldið í okkar ræktun fæddist. Birtingaholt BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Afgangakássa Munum að kássa er best upphituð daginn eftir eða daginn þar á eftir. Sem þýðir að afgangar af afgangakássu er það besta sem janúar hefur upp á að bjóða. Mynd / Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.