Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 LESENDARÝNI Misjafnt var eftir tímabilum hvor búgreinin tók meira af starfstímanum. Ég tel mig alltaf hafa haft mikinn áhuga á báðum búgre inunum þó að áhuginn á sauðfé hafi alla tíð haft yfirhöndina. Ég hef einnig haft þörf fyrir að reyna að miðla á prenti einhverri af minni þekkingu og sú þörf lifir enn með mér þrátt fyrir háan aldur og skýrir ástæðu þessa greinaflokks. Ætlun mín er að setja hér saman smá greinaflokk sem verður talsvert ólíkur flestu sem ég hef áður skrifað. Í stað þess að endursegja greinina sem ég ætla að kynna er ætlun mín að blanda efnið mörgu sem ég tel mig vita um efnið, sérstaklega um íslenskt sauðfé. Það er heilmargt. Yfirlitsgreinin og höfundar hennar Rammann ætla ég að sækja í nýútkoma yfirlitsgrein um efnið sem greinarflokkurinn tekur nafn sitt af. Hún birtist í franska ritinu „Genetics Selection Evoluton“ sem er eitt virtasta rit á sviði búfjárkynbótafræði í heiminum. Eitthvað hafa útgefendur séð við greinina því að þeir hafa flaggað henni á heimasíðu ritsins frá útkomu hennar í byrjun september. Þannig yfirlitsgreinar sem eru vel unnar eru gullnámur þegar verið er að fjalla um tiltekið efni og gefa yfirlit um þær niðurstöður sem er að sækja í bitastæðustu fræðigreinar um efnið. Heiti greinarinnar í slæmri þýðingu gæti verið „Erfðafræði svipfarsþróunar hjá sauðfé; erfðatæknileg skoðun á genum sem valda útlitsbreytileika“ (á ensku Genetics of the phenotypic evolution in sheep: a molecular look at diversity-driving genes“). Höfundar greinarinnar eru sjö að tölu og koma sex frá ýmsum háskólum í Kína en einn er frá Egyptalandi. Hvorki þekki ég haus né sporð á þessum fræðimönnum eða stofnunum sem þeir starfa við. Allt virðast þetta samt hátt skrifaðir vísindamenn og virtar vísindastofnanir sem þeir starfa við. Ég lét mér nægja að leita að fyrsta höfundi greinarinnar og stofnuninni sem hann starfar við. Stofnunin virðist háskóli í norðvesturhluta Kína sem hefur virtar landbúnaðardeildir m.a. á sviði erfðavísinda tengdum sauðfé og geitum þar sem aðalhöfundurinn starfar. Hann heitir Peter Kalds en ekki tókst mér að finna neinar persónulegar upplýsingar um hann eins og námsferil og stöður. Út frá greinum þar sem hann er aðalhöfundur sést að hann hefur vítt rannsóknarsvið. Þannig fann ég greinar eftir hann um ýmiss konar erfðatæknirannsóknir sem tengdist jafn ólíkum hlutum og frjósemisgenum, vöðvagenum hjá Texel fé og rófulengd hjá sauðfé. Það síðasta segir hann að sé ákaflega mikilvægt vegna aðlögunar sauðfjár að erfiðum umhverfisaðstæðum. Þetta er því hópur sem kemur úr talsvert öðru umhverfi en við sem störfuðum í vestur-evrópsku eða norður-amerísku umhverfi. Þetta kann að setja aðeins svip á greinina þar sem jöfnum höndum er vitnað í rannsóknir úr margs konar umhverfi meðan við erum langvanastir greinum sem runnar eru úr okkar eigin umhverfi. Einnig eru hugtök eins og til dæmis ríkjandi og víkjandi erfðir og fjölmörg fleiri meginhugtök sjaldséð í greininni. Þetta ætti samt ekki að koma að sök. Þá virkar stundum undarlega að vitnað er í alelstu rannsóknir og þaðan síðan stokkið beint í erfðatæknilegar rannsóknir allra síðustu ára. Hlutur Íslendinga Fanga er leitað víða og samtals eru 362 tilvitnanir í greininni. Höfundar skilja að líkindum ekki íslensku. Tvær tilvitnanir eru samt í íslenska vísindamenn. Það eru Stefán Aðalsteinsson og Ólafur R. Dýrmundsson. Grein Stefáns er um fund hans á litleysingjum hjá íslensku sauðfé sem var merkilegur fundur að því leyti að þetta mun fyrsta skráða tilfelli litleysis hjá sauðfé í heiminum. Stefán er hins vegar heimsþekktur í sambandi við rannsóknir sínar á litaerfðum hjá sauðfé og það víðar en hér á landi. Þar er doktorsritgerð hans biblía flestra í þessum fræðum auk erinda á heimsráðstefnum bæði í kynbóta- og erfðafræði og sauðfjárrækt auk yfirlitsgreina í þekktum fræðibókum um sauðfjárrækt. Litaerfðir eru samt stærsti kafli yfirlitsgreinarinnar sem við ætlum að skoða hér í framhaldinu. Tilvitnun í Ólaf er hins vegar að í fréttabréfi til sauðfjáreigenda vestanhafs sem hann skrifaði þeim reglulega segir hann að ferhyrnt sauðfé finnist á Íslandi. Ólafur hefur til þessa áreiðanlega ekki litið á sig sem vísindamann á því sviði sem yfirlitsgreinin fjallar um. Hann er aftur á móti heimsþekktur vegna rannsókna sinna á kynþroska hjá sauðfé og mörgum tengdum eiginleikum hjá sauðfé. Efnið sem greinin fjallar um hefur aldrei verið stórt rannsóknarsvið hér á landi fyrir utan rannsóknir Stefáns Aðalsteinssonar þó að mörg skemmtileg verkefni á þessu fagsviði hafi verið unnin af nemendum í búvísindanámi á Hvanneyri. Stefán var óumdeilanlega einhver þekktasti vísindamaður heims á sviði litaerfða hjá sauðfé auk þessa sem hann var ákaflega liðtækur á fjölmörgum fleiri sviðum búfjárerfðafræði, m.a. því sviði sem ég tel koma næst þessu sem sem er þegar verið að fjalla um en það er erfðir á erfðagöllum hjá sauðfé. Annar Íslendingur hefur einnig öðlast heimsfrægð á því sviði sem greinin fjallar um án þess að vera þar að nokkru getið. Það var Páll Zophoníasson. Páll fékk þó sökum ótrúlegra mikilla starfa sinna á öðrum sviðum, og þar mest að nautgriparækt, aldrei mikinn tíma til að sinna erfðarannsóknum á sauðfé. Samkvæmt skrifum Páls frá þeim tíma hafði hann hins vegar ótrúlega þekkingu á sviði erfða- og kynbótafræði búfjár. Greinin sem hann varð frægastur fyrir fjallar um erfðir á gulri fitu hjá sauðfé. Birtist hún á dönsku þannig að fleiri en Íslendingar gátu lesið hana. Þessa grein hefði ekki nema hreinn snillingur, sem hefur öll fræðin á hreinu, getað skrifað. Greinin sem við ætlum að skoða nánar vitnar hins vegar í grein eftir Willam E. Castle sem var einn frægasti erfðafræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Grunur fellur hins vegar á höfunda yfirlitsgreinarinnar um að hafa ekki lesið grein Castle vegna þess að þegar hún er lesin stendur í henni að Castle hafi þá nýverið frétt, gegnum annan mann, að á Íslandi væri maður að nafni Páll Zophoníasson sem hefði fundið að gul fita væri eiginleiki sem stýrðist af víkjandi erfðum í einu erfðavísasæti. Castle skrifar því þessa grein til að segja frá eiginleikanum hjá sauðfé fyrsta sinni og samkvæmt sinni þekkingu þá væri þennan eiginleika hvergi að finna í heiminum nema á Íslandi. Það er þekking sem breyst hefur verulega í áranna rás. Eiginleikar sem fjallað er um Ekki er hægt að enda þennan fyrsta hluta greinaflokksins nema vitna smávegis til yfirlitsgreinarinnar sem við ætlum að spinna út frá efni hennar greinaflokkinn sem hér byrjar. Í yfirliti sem birt er í upphafi hennar segir að henni sé ætlað að segja frá áhrifum fjölda eiginleika á breytileika í útliti sauðfjár á hluti eins og lit, horn, dindil, ull, eyru, júgur, hryggjarsúluna auk annarra hluta hjá sauðfé. Genin sem ráða miklu um svipfarsbreytileika þessara hluta hafa verið rannsökuð sem skapað hefur þekkingu um hvernig erfðir ráða miklu um þróun margra eiginleika í fjárbúskap. Jón Viðar Jónmundsson, sjálfstætt starfandi búvísindamaður Erfðafræði útlitseinkenna sauðfjár – Fyrsti hluti Stefán Aðalsteinsson var einn fremsti vísindamaður heimsins um litaerfðir sauðfjár. Mynd / Myndasafn Bændablaðsins Ég hef allan minn starfsferil, sem spannar orðið nær fimm áratugi, starfað á einhvern hátt í tengslum við íslenskan landbúnað. Vinnan hefur verið bæði við rannsóknir, leiðbeiningar og kennslu og verksviðið hefur verið tengt mest kynbótum nautgripa og sauðfjár tveggja aðalframleiðslugreina íslensks landbúnaðar. Jón Viðar Jónmundsson. Páll Zophoníasson er þekktastur sem mesti frumkvöðull í nautgripakynbótum hér á landi. Hann skrifaði heimsþekkta grein þar sem í fyrsta sinn er í heiminum lýst víkjandi erfðum á gulri fitu hjá sauðfé. Mynd / Alþingi.is Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem er þó alls ekki lokið, braust út stríð í Evrópu. Þessir atburðir hafa leikið efnahag heimsins grátt. Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir má þó að einhverju leyti rekja til breytinga sem áttu sér stað áður en Covid -19 faraldurinn skall á. Matvælaverð heima og heiman Verðbólga lék flest lönd heims grátt á árinu 2022. Sem dæmi reyndist tólf mánaða verðbólga í löndum ESB, miðað við nóvembermánuð, vera 11,1% að meðaltali en á sama tíma hækkaði matvælaverð um 18,3%. Hér á landi mældist á sama tíma 9,3% verðbólga og verð á matvælum hækkaði um 10,4% sama tíma. Reyndist það minni hækkun en í nokkru landi innan ESB. Sem dæmi hækkaði verð á mjólk, ostum og eggjum að meðaltali um 26,7% innan ESB á meðan hækkunin hér á landi nam 12,2%. Á nýju mælaborði ESB um fæðuöryggi má með auðveldum hætti nálgast þessar upplýsingar fyrir lönd ESB. Það kemur eflaust mörgum á óvart að sjá Ísland sitja í neðsta sæti í þessum hópi en má án vafa rekja til þess að hækkanir á orkuverði hafa hingað til ekki lagst með jafn miklum þunga á virðiskeðjuna hér á landi samanborið við þessi nágrannalönd. Á orkukreppan sér dýpri rætur? Stríðið í Úkraínu hefur ýtt undir hækkanir á orkuverði síðustu misseri. Staðan var þó viðkvæm fyrir. Í nýlegu viðtali í Green European 12,2 14,2 15,1 15,9 18,4 18,8 20,9 21,0 21,0 21,3 23,7 24,2 24,8 25,3 25,5 26,3 26,7 28,3 29,2 29,5 29,8 33,3 33,5 33,9 34,2 34,8 39,0 50,7 75,3 0,0 10,0 20,0 30,0 40,0 50,0 60,0 70,0 80,0 Mjólk, ostar og egg Verðbreyting nóvember '21 - nóvember '22 Orkukreppan hófst strax á árinu 2019 Heimildir: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/DataPortal/food-supply-security.html og Hagstofa Íslands. Erna Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.