Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 12.01.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 FRÉTTIR Eyþór Einarsson, sauðfjárræktar­ ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að ákveðin tímamót hafi verið í sæðingum í vetur, þegar ákveðið var að bjóða upp á slíka hrúta. „Þrír hrútar með þessa arfgerð voru í boði, tveir þeirra voru meðal þeirra vinsælustu og sá þriðji endaði í 23. sæti. Það má ætla að þeim megi þakka að hlutfallsleg þátttaka í sæðingum var svo góð sem raun bar vitni.“ ARR-hrútarnir góðir sæðisgjafar „Ásóknin var mismikil eftir landshlutum í þessa hrúta, líkt og við var að búast, en þar sem þeir stóðu sig afbragðsvel sem sæðisgjafar kom ekki mikið til þess að þyrfti að beita forgangsröðun,“ segir Eyþór. En samkvæmt reglugerð sem veitti undanþágu fyrir notkun þessara hrúta á sæðingastöðvum áttu tiltekin riðusvæði að njóta forgangs ef eftirspurn væri meiri en framboð af sæði. „Úr Fróða frá Bjargi voru sendir 2.130 skammtar til bænda. Þessi hrútur kom nýr inn á sæðingastöð í haust eftir að hafa tekið þátt í afkvæmarannsókn á Bergsstöðum í Miðfirði. Vinsældir hans byggja væntanlega á því að Fróði er mjög álitlegur bæði sem lambafaðir og ærfaðir en nokkur reynsla er komin á dætur hans sem lofar afar góðu. Gimsteinn 21­001 frá Þernunesi kemur þar skammt á eftir með 1.925 skammta. Það er síðan ekki útséð með hvor þeirra hefur verið í raun meira notaður, þar sem reyndin er að ekki nýtast allir skammtar. Samkvæmt stöðu á skráningum sæddra áa í Fjárvís stuttu eftir áramót þá var mjótt á munum hjá þessum tveimur, Fróði með 1.202 sæddar ær en Gimsteinn 1.153 en talsvert virðist enn óskráð,“ segir Eyþór. Lofandi alhliða kynbótahrútar „Þriðji mest notaði hrúturinn er síðan Hnaus frá Mýrum 2 í Hrútafirði. Hann var ekki síður vinsæll í pöntunum heldur en Fróði og Gimsteinn en illa gekk að ná úr honum sæði í upphafi vertíðar. Næstir koma svo Kraftur frá Skarði og Alli frá Snartarstöðum. Báðir mjög lofandi alhliða kynbótahrútar. Næstur á eftir þeim kemur svo Grettir frá Skógum og er hann í raun vinsælastur af „eldri“ hrútum stöðvanna. Hann er mórauður að lit og líklega hefur aldrei verið jafn sterkur lambafaðir á stöðvunum sem skartar þeim lit,“ segir Eyþór. Hann segir að útsendir skammtar endurspegli ekki að fullu vinsældir hrútanna þar sem þeir séu misgóðir sæðisgjafar. „Ásamt Hnaus, þá var mikil eftirspurn eftir Gullmola frá Þernunesi, Anga frá Borgarfelli, Glæsi frá Litlu­Ávik og Baldri frá Urriðaá. En þeir önnuðu ekki eftirspurn af ýmsum ástæðum. Gullmoli stóð sig í raun vonum framar en ekki er við því að búast að lambhrútar séu jafn öflugir sæðisgjafar og fullorðnu hrútarnir. Hann er hins vegar í hópi þeirra 10 hrúta sem mest sæði var afgreitt úr, með 1.045 skammta.“ Höfðingjarnir Raftur og Grábotni Eyþór segir að í gegnum tíðina hafi það stundum farið saman að vinsælustu hrútarnir séu jafnframt frábærir sæðisgjafar og nefnir hina kunnu höfðingja Raft 05­966 og Grábotna 06­833 til marks um það. „Þeir gefa hugmynd um það hvað bestu hrútarnir geta annað miklu. Grábotni er sá hrútur sem flestir skammtar hafa verið sendir út til bænda frá sæðingastöðinni í Þorleifskoti eða 2.865 skammtar árið 2010. Á stöðinni í Borgarnesi á Raftur metið, þó ekki liggi fyrir hvað voru nákvæmlega sendir út margir skammtar úr honum en hann gaf 3.024 skammta árið 2009 og var þá vinsælasti hrútur stöðvanna.“ Hátt sæðingahlutfall Almennt var þátttaka býsna góð í sæðingum, að sögn Eyþórs. „Stöðvarnar sendu frá sér alls tæpa 34 þúsund skammta þetta haustið. Ef gert er ráð fyrir að um 70 prósent af því hafi nýst þá myndi það gefa tæplega 24 þúsund sæddar ær. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Matvælastofnun er áætlað að ásett sauðfé í landinu sé alls um 370 þúsund kindur. Ef horft er á þátttöku sæðinga út frá heildarfjölda sauðfjár þá má áætla sæðingahlutfallið 6,4 prósent þetta árið. Þetta hlutfall var 5,8 prósent á síðustu sæðingavertíð í desember 2021 og árin 2017 til 2019 var þetta hlutfall innan við fimm prósent. Á síðustu tíu árum hefur þetta hlutfall einu sinni verið hærra en í ár, en það var árið 2012 þegar sæddar voru rúmlega 32 þúsund ær. Þá var fjárfjöldinn mun meiri, eða rúmlega 476 þúsund kindur, en sæðingahlutfallið þá var 6,8 prósent,“ segir Eyþór. Hann segir að veðurfar hafi sett aðeins strik í reikninginn þetta árið og hefði því verið meira sætt ef allt hefði gengið að óskum. Síðustu fjórir sæðingadagarnir, frá 17. til 20. desember, hafi verið mjög erfiðir vegna ófærðar og því aðeins sæddar fáar kindur á heimasvæðum stöðvanna þessa daga. Eftirspurn eftir sæði er þó farin að dragast mikið saman þegar svo langt er liðið á fengitímann. Hrútar með lítið næmar eða verndandi arfgerðir Eyþór segir að af þeim 47 hrútum sem voru í boði hafi 20 hrútar borið arfgerðir sem ekki teljast hlutlausar með tilliti til næmi fyrir riðuveiki. „Þeir bera þá einhverja af breytileikunum T137, N138, C151, H154 eða R171. Nú standa yfir rannsóknir á næmi þessara breytileika fyrir riðu og vonandi kemur fljótlega í ljós hvort allir þeir áhugaverðu breytileikar sem finnast í þessum hrútum standist væntingar. Í heildina voru sendir út tæplega 15 þúsund skammtar úr þessum 20 hrútum. Ef gert er ráð fyrir 70 prósenta nýtingu á sæðinu, að fanghlutfallið verði 65 prósent og að frjósemi ánna verði 1,85, þá má búast við rúmlega 12.400 lömbum sem eiga möguleika á að erfa þessa breytileika. Reyndar mun ekki nema rúmur helmingur þeirra fá breytileikana því flestir hrútarnir eru arfblendnir. En best væri að taka sýni úr þessum lömbum strax í vor til þess að vita hvaða arfgerð þau bera. Ef bara er horft til „ARR­ hrútanna“ þá má samkvæmt sömu forsendum gera ráð fyrir að úr sæðingunum skili sér rúmlega 3.000 lömb og af þeim ætti helmingurinn að bera ARR­genasamsætuna eða breytileikann „R“ í sæti 171 á príongeninu.“ Endurnýjun hrúta Í meðfylgjandi töflu er merkt við 19 hrúta sem ákveðið hefur verið að fella. Eyþór segir að um eðlilega endurnýjun sé að ræða en mikilvægt sé að skipta út hluta af hrútakostinum árlega. Fyrir ræktunarstarfið er það mikilvægt með tilliti til erfðaframfara og þá er það líka mikilvægt til að viðhalda áhuga bænda á sæðingunum. Flestir þessara hrúta fara vegna þess að þeir hafa skilað hlutverki sínu en líka séu þar hrútar sem felldir voru af heilsufarsástæðum. Hvetur Eyþór að lokum þá bændur sem enn eiga eftir að skrá sæðingarnar í Fjárvís að gera það, því mikilvægt sé að fá þessar skráningar inn svo hægt sé að fylgjast með árangri sæðinganna. Hrútur PrP arfgerð Stöð Skammtar Afdrif 1 Fróði 18-880 frá Bjargi Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 2.130 2 Gimsteinn 21-899 Þernunesi Kollóttur ARR/ARQ Vesturland 1.925 3 Hnaus 20-890 frá Mýrum 2 Hyrndur AHQ/ARQ Vesturland 1.725 4 Kraftur 19-883 frá Skarði Hyrndur AHQ/ARQ Suðurland 1.415 5 Alli 19-885 frá Snartarstöðum Hyrndur ARQ/ARQ Vesturland 1.375 6 Grettir 20-877 frá Ytri-Skógum Hyrndur ARQ/ARQ Vesturland 1.350 7 Angi 18-882 frá Borgarfelli Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 1.215 8 Askur 19-884 frá Kirkjubæjarklaustri II Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 1.065 9 Gullmoli 22-902 frá Þernunesi Kollóttur ARR/ARQ Suðurland 1.045 10 Þór 21-896 frá Ytri-Skógum Hyrndur AC151RQ/ARQ Vesturland 1.035 11 Austri 20-892 frá Stóru-Hámundarstöðum Hyrndur ARQ/AT137RQ Suðurland 985 12 Galli 20-875 frá Hesti Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 950 Felldur 13 Strokkur 21-898 frá Hesti Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 925 14 Glæsir 19-887 frá Litlu-Ávík Kollóttur ARQ/ARQ Vesturland 890 15 Svörður 18-854 frá Hesti Kollóttur AN138RQ/ARQ Vesturland 840 16 Bikar 17-852 frá Syðri-Reykjum Kollóttur ARQ/ARQ Suðurland 820 Felldur 17 Jaður 20-891 frá Múlakoti Hyrndur ARQ/ARQ Vesturland 800 18 Rammi 18-834 frá Hesti Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 790 Felldur 19 Móri 19-888 frá Klúku Kollóttur ARQ/ARQ Suðurland 780 20 Sævar 21-897 frá Ytri-Skógum Hyrndur ARQ/ARQ Suðurland 775 21 Baldur 19-886 frá Urriðaá Hyrndur AHQ/ARQ Vesturland 750 22 Þokki 17-853 frá Lundi Kollóttur AN138RQ/ARQ Vesturland 735 Felldur 23 Hornsteinn 22-901 frá Þernunesi Hyrndur ARR/ARQ Suðurland 730 Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Hrútum sæðingastöðvanna raðað eftir fjölda útsendra skammta veturinn 2022–2023 Fróði 18-880 frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn í síðustu sæðingavertíð. Myndir / Aðsendar Gimsteinn frá Þernunesi. Næstflestir skammtar voru sendir úr honum. Eyþór Einarsson. Mynd / Aðsend Sauðfjársæðingar: Fróði og Gimsteinn voru vinsælastir – Sæðingahlutfallið er 6,4 prósent sem er það hæsta frá 2012 Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrútur sæðinga stöðvanna í síðustu vertíð. Skammt á eftir honum kemur Gimsteinn frá Þernunesi, sem vekur athygli þar sem hann er með viðurkennda verndandi arfgerðina ARR gegn riðusmiti og er það í fyrsta skiptið sem boðið er upp á slíka hrúta. Gullmoli, annar hrútur frá Þernunesi með ARR- arfgerð, endaði sem níundi vinsælasti hrúturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.