Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 12
Fjöldi hjúkrunarfræðinga og álag í starfi hjúkrunarfræðinga vantar til starfa og hefur gert lengi í ís- lensku heilbrigðiskerfi. Það endurspeglast í niðurstöðum þess- arar könnunar en aðeins 48% telja mönnun hjúkrunarfræð- inga vera fremur eða mjög fullnægjandi árið 2020. Það er ekki marktækur munur á milli vinnufyrirkomulags, líf- eða starfs- aldurs. Tafla 7 sýnir helstu ástæður þess að mönnun hjúkr- unarfræðinga er ófullnægjandi, að þeirra mati. Þetta kemur greinarhöfundum ekkert á óvart enda þekkt og margumrætt vandamál sem hægt væri að vinna bug á með sameiginlegri þátttöku hjúkrunarfræðinga, stjórnvalda, stjórnenda heil- brigðisstofnana og menntastofnana. Markmið allra þarf að vera að bæta kjör, starfsánægju og starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga. Tafla 7. Ástæður fyrir ófullnægjandi mönnun á starfseiningu Mönnun var ábótavant fyrir 73% Veikindaleyfi hjúkrunarfræðinga 45% Engar umsóknir hjúkrunarfræðinga í laus störf 30% Ekki fjármagn til að ráða fleiri hjúkrunarfræðinga 27% fjarvistir hjúkrunarfræðinga vegna covid-19- sóttkvíar eða smits 27% rúmlega 76% hjúkrunarfræðinga telja álagið í starfi vera aðeins, mjög eða alltof mikið, en í fyrri könnun frá 2017 mæld- ist það meira eða 83%. Þetta er marktækur munur og vísbend- ing um að félagsmönnum þyki álagið vera minna og er það athyglivert. greinarhöfundar álykta að skýringa megi leita í bættri mönnun hjúkrunarfræðinga sem fluttust á milli starfa og komu úr bakvarðasveit, í mikilli samvinnu þvert á fagstéttir, aukna teymisvinnu, skýrari verkefnastjórnun og forgangs - röðun í heilbrigðiskerfinu. Samtímis voru tíðir samráðsfundir og öflug upplýsingamiðlun. Í báðum könnunum eru það yngri hjúkrunarfræðingar sem töldu álagið of mikið en það sem breytist frá fyrri könnun er að nú bættust við eldri hjúkrunarfræðingar með langan starfsaldur. Það er greinarhöfundum þó mikið áhyggjuefni að aðeins rúmlega 1% svarenda telur álagið vera aðeins, mjög eða alltof lítið. hér er full þörf á að fá meira jafnvægi en nú er, þó þetta sé skref í rétta átt. Tafla 8. Of mikið álag í vinnu Of mikið álag 2017 2020–2021 aldur Yngri en 30 ára Yngri en 30 ára 30–39 ára 40–49 ára Starfsreynsla < 5 ár 21–25 ár 5–9,9 ár < 5 ár Marktækur munur er á könnunum þegar kemur að ánægju hjúkrunarfræðinga með starfsumhverfi þeirra, en rúmlega 57% voru fremur eða mjög ánægðir með núverandi starfsum- hverfi en 27% í meðallagi. Þetta er greinarhöfundum sérstakt ánægjuefni enda snertir starfsumhverfið starf hjúkrunar- fræðinga mikið. hér að framan hafa þegar verið taldar upp líklegar skýringar að mati greinarhöfunda, m.a. bætt mönn - un vegna faraldursins. Einnig má sérstaklega nefna að vegna faraldursins hafa hjúkrunarfræðingum verið falin ýmis ný og ábyrgðarmeiri störf með góðum árangri. jafnframt hefur skapast vettvangur þar sem allir hafa tekið höndum saman í lausna miðuðum nálgunum og jafnvel nýsköpun, með það eitt að mark miði að halda þjónustu í heilbrigðiskerfinu sem best gangandi. Nýir áhættuþættir í starfi hjúkrunarfræðinga Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga breyttist verulega eir covid-19-faraldurinn og finna 89% svarenda fyrir einhverri áhættu eins og sjá má í töflu 9. Það er áhyggjuefni að 56% hjúkrunarfræðinga hafi stökum sinnum eða sjaldan upplifað áhættu í starfi vegna faraldursins þegar slíkt á ekki að þekkjast í raun. Ekki var marktækur munur á svörum eir starfsheitum, aldri eða vinnufyrirkomulagi svo ætla má að þetta eigi almennt við starf hjúkrunarfræðinga. Þetta er að mati greinarhöfunda skýr krafa til heilbrigðisstofanana um að framfylgja gerð áhættu - mats starfa. iCn vakti athygli á því í apríl 2020 að vegna faraldurs og starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga væru þeir farnir að sýna í auknum mæli einkenni streitu, örmögnunar og áfallastreitu sem gætu ha grafalvarlegar afleiðingar fyrir hjúkrunarfræð- inga og heilbrigðiskerfin. nýleg sænsk fræðileg samantekt um reynslu hjúkrunarfræðinga af umönnun covid-19-sjúklinga sýndi hræðslu hjúkrunarfræðinga við að dreifa smiti, með þeim afleiðingum að þeir einangrast og verða varir við nei - kvæðar tilfinningar. Tafla 9. upplifun á áhættu í starfi vegna covid-19 Stöðugt 9% Daglega 19% Vikulega 5% Stöku sinnum 31% Sjaldan 25% aldrei 11% aðspurðir um hversu vel atvinnurekendur taka tillit til áhættu, voru svör hjúkrunarfræðinga með marktæka fylgni, bæði gagn - vart starfsánægju og líkum á að hjúkrunarfræðingur skipti um starf á næstu 12 mánuðum. greinarhöfundar ítreka að hér er mikilvægt tækifæri fyrir vinnustaði til að vinna að úrbótum við greiningu áhættu í starfi hjúkrunarfræðinga. rúmlega helmingur svarenda eða 57% fannst vinnuveitandi sinn taka mikið eða fremur mikið tillit til áhættu í starfi vegna covid, í meðallagi svöruðu 32% en 11% töldu lítið eða mjög lítið tillit tekið til áhættu. Viðhorf hjúkrunarfræðinga til bólusetningar var jákvætt og ætluðu 85% hjúkrunarfræðinga örugglega eða líklega að þiggja bólusetningu. aðeins 3% svarenda voru ekki viss og ein- ungis 2% ætla ekki að þiggja bólusetningu. Þetta er mun hærra guðbjörg pálsdóttir, halla eiríksdóttir og edda dröfn daníelsdóttir 12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.