Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 17
í kerfinu eru nýtt á annan hátt með viðbótarfjármagni sem fylgir kjarasamningum vegna þessa. úr því verður til nýtt kerfi með styttri vinnuviku og auknum möguleikum á því að vera í fullu starfi í vaktavinnu, fá hærra vaktaálag á nóttunni og vaktahvata. Það er tekið sérstaklega fram að hjúkrunarfræð- ingar eiga ekki að lækka í launum við þessar breytingar, enda stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar ófrávíkjanleg krafa fíh í samningsferlinu. Á einstaka vinnustöðum, sem ekki eru með vaktir allan sól- arhringinn eða aðra sérstöðu, þarf að bregðast sérstaklega við til að tryggja að starfshópar lækki ekki í launum við kerfis- breytinguna. um það er full sátt milli aðila í stýrihóp verkefnis um betri vinnutíma og hefur verið stofnaður starfshópur með fulltrúum samningsaðila, þ. á m. fíh og launagreiðendum, til að meta og bregðast við slíkum hópum. Dæmi um slíkan hóp eru hjúkrunarfræðingar sem eru í 49,9% starfi samhliða töku lífeyris. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og önnur samtök launa- fólks og launagreiðenda hafa sameinast í að veita fræðslu, leiðbeiningar og stuðning við vinnustaði við innleiðingu nýs vaktavinnukerfis. Þá fræðslu má til dæmis finna inni á vefnum betrivinnutimi.is en það er sameiginlegur vettvangur fyrir alla til að fá frekari upplýsingar og fræðslu, þ.m.t. hjúkrunarfræð- inga. Einnig er þessar upplýsingar að finna á Mínum síðum á vef fíh. Á flestum vaktavinnustöðum verður til svokallað mönnunargat og því þarf að fjölga stöðugildum hjúkrunar- fræðinga. Á sama tíma vantar fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa þó það sé ekki algilt á öllum vinnustöðum. Stjórnendur á hverjum vinnustað standa frammi fyrir því verkefni að meta þörfina fyrir hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að bregðast við styttingunni þar sem þörf er á. Tækifærin eru mikil Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu gerist ekki sjálfkrafa. Það er sameiginlegt verkefni stjórnenda og hjúkrunarfræðinga að finna hvaða útfærslur á vinnutíma henta best á hverjum vinnustað. Oftast þarf að breyta vaktaskipulagi og er þá nauðsynlegt að taka fyrst mið af þörfum starfseminnar og starfsmannahópsins og óskum starfsfólks. Mikilvæg forsenda er virkt samtal á milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga á meðan á innleiðingunni stendur og góð samvinna um að finna bestu leiðina til að bæta vinnutímann. Það felast gífurleg tækifæri í styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu, rétt eins og í dagvinnu. Þetta eru tækifæri sem hjúkrunarfræðingar í vaktavinnu, sem og þeirra stjórnendur, munu vonandi nýta sér í endurbætt skipulag sem gagnast öllum vel. Því er nauðsynlegt að allir hjúkrunarfræðingar nýti þetta tækifæri vel og leggist á eitt að tryggja sem bestan ávinn- ing af styttingu vinnuvikunnar. stytting vinnuvikunnar tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 17 Takk, hjúkrunarfræðingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.