Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 26
Starfsþróun íslenskumælandi hjúkrunarfræðinga á Landspítala hjúkrunarfræðingum í starfi á Landspítala hefur um árabil staðið til boða ýmiss konar starfsþróun í formi fyrirlestra, námskeiða, verklegrar þjálfunar og fleira. Starfsþróun á spítalanum er annars vegar miðlæg á vegum menntadeildar og hins vegar deildarbundin. Starfsþróunartækifæri fyrir íslenskumælandi hjúkrunarfræð- inga á vegum menntadeildar hafa aukist verulega á síðustu árum, m.a. með auknu framboði á rafrænum námskeiðum og með tilkomu kennslu- og hermiseturs Land- spítala. Þegar erlendir hjúkrunarfræðingar hafa náð góðum tökum á íslensku og þeir eru tilbúnir til taka þeir þátt í starfþróun með íslenskumælandi kollegum sínum. Síðan 2014 hefur menntadeild Landspítala jafnframt boðið upp á starfsþróunarár fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga. Markmið starfsþróunarársins er að tryggja öryggi sjúklinga og bæta gæði hjúkrunar með því að efla þekkingu og færni nýút- skrifaðra hjúkrunarfræðinga. aðlögun þeirra að starfsumhverfi er þannig flýtt með skipulagðri starfsþróun, vinnusmiðjum, hermikennslu, jafningjastuðningi o.fl. Móttaka og starfsþróun erlendra hjúkrunar- fræðinga á Landspítala Á annað hundrað erlendir hjúkrunarfræðingar starfa nú á Landspítala, 32 karlar og 100 konur, og eru 8% allra hjúkrunarfræðinga sem þar starfa. Til samanburðar voru innflytjendur á Íslandi 15% í september 2020 skv. upplýsingum frá Hagstofu. Erlendir hjúkrunarfræðingar, sem starfa á Landspítala nú, eru frá alls 23 löndum. Þau eru: albanía Danmörk Lettland Sviss Ástralía filippseyjar Litháen Svíþjóð Bandaríkin frakkland noregur Tæland Belgía Ítalía Pólland ungverjaland Brasilía kanada Slóvakía Þýkaland Bretland kína Spánn haustið 2019 óskuðu deildarstjórar eftir að ferli ráðningar, móttaka og starfsþróun erlendra hjúkrunarfræðinga yrði bætt. Brýnt var talið að bregðast hratt við þeirri 26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Móttaka og starfsþróun hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna á Landspítala Hrund Sch. Thorsteinsson1 og Kristín Salín Þórhallsdóttir2 Það krefst mikillar þrautseigju og dugnaðar að hefja störf sem hjúkrunarfræðingur í nýju landi, framandi starfsumhverfi og þar sem tungumálið er erfitt. Á undanförnum árum hefur hjúkr- unarfræðingum af erlendum uppruna fjölgað jafnt og þétt á Landspítala og líklegt er að svo verði áfram. Landspítali, eins og aðrar heilbrigðisstofnanir, þarf á þessum hjúkrunarfræðingum að halda til að manna stöður hjúkrunarfræðinga á spítalanum. Því er mikilvægt að þeir séu ánægðir og haldist í starfi. Hvernig staðið er að ráðningu, móttöku og aðlögun að starfi, þ.m.t. starfsþróun, ræður þar miklu um. Ljóst er að mikill fengur er í erlendum hjúkrunarfræðingum sem vilja starfa á Íslandi. 1 hjúkrunarfræðingur PhD, deildarstjóri á menntadeild Landspítala 2 MS í mannauðstjórnun, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.