Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 26
Starfsþróun íslenskumælandi hjúkrunarfræðinga á Landspítala hjúkrunarfræðingum í starfi á Landspítala hefur um árabil staðið til boða ýmiss konar starfsþróun í formi fyrirlestra, námskeiða, verklegrar þjálfunar og fleira. Starfsþróun á spítalanum er annars vegar miðlæg á vegum menntadeildar og hins vegar deildarbundin. Starfsþróunartækifæri fyrir íslenskumælandi hjúkrunarfræð- inga á vegum menntadeildar hafa aukist verulega á síðustu árum, m.a. með auknu framboði á rafrænum námskeiðum og með tilkomu kennslu- og hermiseturs Land- spítala. Þegar erlendir hjúkrunarfræðingar hafa náð góðum tökum á íslensku og þeir eru tilbúnir til taka þeir þátt í starfþróun með íslenskumælandi kollegum sínum. Síðan 2014 hefur menntadeild Landspítala jafnframt boðið upp á starfsþróunarár fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga. Markmið starfsþróunarársins er að tryggja öryggi sjúklinga og bæta gæði hjúkrunar með því að efla þekkingu og færni nýút- skrifaðra hjúkrunarfræðinga. aðlögun þeirra að starfsumhverfi er þannig flýtt með skipulagðri starfsþróun, vinnusmiðjum, hermikennslu, jafningjastuðningi o.fl. Móttaka og starfsþróun erlendra hjúkrunar- fræðinga á Landspítala Á annað hundrað erlendir hjúkrunarfræðingar starfa nú á Landspítala, 32 karlar og 100 konur, og eru 8% allra hjúkrunarfræðinga sem þar starfa. Til samanburðar voru innflytjendur á Íslandi 15% í september 2020 skv. upplýsingum frá Hagstofu. Erlendir hjúkrunarfræðingar, sem starfa á Landspítala nú, eru frá alls 23 löndum. Þau eru: albanía Danmörk Lettland Sviss Ástralía filippseyjar Litháen Svíþjóð Bandaríkin frakkland noregur Tæland Belgía Ítalía Pólland ungverjaland Brasilía kanada Slóvakía Þýkaland Bretland kína Spánn haustið 2019 óskuðu deildarstjórar eftir að ferli ráðningar, móttaka og starfsþróun erlendra hjúkrunarfræðinga yrði bætt. Brýnt var talið að bregðast hratt við þeirri 26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Móttaka og starfsþróun hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna á Landspítala Hrund Sch. Thorsteinsson1 og Kristín Salín Þórhallsdóttir2 Það krefst mikillar þrautseigju og dugnaðar að hefja störf sem hjúkrunarfræðingur í nýju landi, framandi starfsumhverfi og þar sem tungumálið er erfitt. Á undanförnum árum hefur hjúkr- unarfræðingum af erlendum uppruna fjölgað jafnt og þétt á Landspítala og líklegt er að svo verði áfram. Landspítali, eins og aðrar heilbrigðisstofnanir, þarf á þessum hjúkrunarfræðingum að halda til að manna stöður hjúkrunarfræðinga á spítalanum. Því er mikilvægt að þeir séu ánægðir og haldist í starfi. Hvernig staðið er að ráðningu, móttöku og aðlögun að starfi, þ.m.t. starfsþróun, ræður þar miklu um. Ljóst er að mikill fengur er í erlendum hjúkrunarfræðingum sem vilja starfa á Íslandi. 1 hjúkrunarfræðingur PhD, deildarstjóri á menntadeild Landspítala 2 MS í mannauðstjórnun, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.