Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 36
ungur maður var nýverið viðstaddur þegar verið var að hefja bólusetningu 90 ára og eldri við covid-19. ummæli hans vöktu sannarlega athygli mína: „hversu flottir eru þeir sem eru orðnir 90 ára! Einn þeirra var í alveg eins bol og ég, vatnsgreiddur, í toppstandi og sveiflaði bíllyklun um með vísifingri.“ Þarna virðist heilsuefling og heilbrigðisþjónusta án efa vera að skila sér. Og eflaust í einhverjum tilfellum góð genasamsetning. En af hverju finnst okkur það vera skrítið að aldraðir séu jafningjar okkar og eigi framtíð? flest okkar ná þeim áfanga að eldast og á afmælisdögum tölum við um það sem forréttindi að eldast og að heilsan sé góð. Svo eigum við aldraða ættingja eða vini sem við njótum þess að vera í samskiptum við sem jafningja. Eftir að hafa starfað við öldrunarþjónustu undanfarin ár segi ég hiklaust: já, það er framtíð í að eldast. En samfélagið virðist ekki alltaf vera á sama máli. Ákveðið viðhorf gagnvart öldruðum virðist sveima yfir í samfélaginu og endurspeglast víða. Eldra fólk og aldraðir, það er ekki alltaf gott að átta sig á um hvaða aldurshóp er verið að ræða. 67 ára skilgreindir aldraðir Samkvæmt lögum er maður skilgreindur aldraður þegar 67 ára aldri er náð. En sem betur fer hefur heilsuefling, þekking á eigin heilsu og heilbrigðis- og velferðarþjón- usta þróast til hins betra. Sem dæmi má nefna tannheilsu, en þeim fer ört fækkandi sem eru ekki með eigin tennur. Það var ekki raunin þegar ég vann mitt fyrsta sumar á hjúkrunarheimili sem sumarstarfsmaður. hver gervigómurinn á fætur öðrum var burst aður á kvöldin að undanskildu einu tilfelli þar sem ómögu legt var að ná neðri gómnum úr einum íbúanna. Eftir ítrekaðar tilraunir kom í ljós að viðkomandi var með eigin tennur, mér til mikillar undrunar. 36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Þankastrik Er framtíð í að eldast? Þóra Sif Sigurðardóttir Viðhorf okkar gagnvart öldruðum litast oft af umræðunni í sam- félaginu og ýmiss konar fréttaflutningi. Fréttaflutningurinn „aum- ingja aldraðir“ er ekki alltaf jákvæður hvort sem um ræðir frá- flæðisvanda, heimsendan mat að ekki sé minnst á hver á eiginlega að sjá um allt þetta gamla fólk þegar aldurshóparnir fara ört stækk- andi og lífeyririnn dugir ekki til að framfleyta þeim. Þóra Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður Lögmannshlíðar og starfandi hjúkrunar- forstjóri hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þanka striki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt hvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem teng- ist starfinu og hugmyndafræði þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.