Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 37
Viðhorf okkar gagnvart öldruðum litast oft af umræðunni í samfélaginu og ýmiss konar fréttaflutningi. fréttaflutningur- inn „aumingja aldraðir“ er ekki alltaf jákvæður hvort sem um ræðir fráflæðisvanda, heimsendan mat að ekki sé minnst á hver á eiginlega að sjá um allt þetta gamla fólk þegar aldurs- hóparnir fara ört stækkandi og lífeyririnn dugir ekki til að framfleyta þeim. Það er kannski ein gleðifrétt í lokin á sunnu- dagsfréttatímanum sem sýnir hamingjusama íbúa á hjúkrun- arheimili við leik og störf við dynjandi undirleik harmonikku. Í einhverjum tilfellum á neikvæði fréttaflutningurinn, sem hér er lýst, einhvern rétt á sér, en engin ástæða er til að alhæfa um alla aldraða. flestir aldraðir hafa það gott, jafnvel mjög gott, og það má segja það upphátt án þess að skammast sín fyrir það. Í könnun á högum og líðan aldraðra frá árinu 2016 meta 73% aldraða heilsufar sitt gott, 76% stunda einhverja lík- amsrækt 1–2 sinnum í viku og 89% búa í eigin húsnæði. Það að eldast er ekki sjúkdómur! Maður spyr sig stundum í hljóði hvort unga barnafólkið ætti ekki frekar að fá frítt í sund þegar það mætir þangað með barnahópinn eða njóta annarra fríðinda sem aldraðir hafa. Það að eldast er ekki sjúkdómur þó vissulega fylgi það þessu ald- urstímabili að greinast með sjúkdóma eða það þurfi að sinna líkamlegu viðhaldi. Það á einnig við um önnur aldurstímabil. Okkar grunnþarfir breytast ekki þó að við eldumst. Við viljum vera í tengslum og samskiptum við aðra. Við viljum finna fyrir öryggi, hafa tilgang, halda áfram að þroskast og gleðjast. Það er öllum nauðsynlegt að takast á við ný viðfangsefni, það eru engin aldurstakmörk á því að þroskast, tileinka sér nýjungar og miðla þekkingu til annarra. Þrátt fyrir þetta reiknum við oft með því að aldraðir hafi ekki getu eða þekkingu til að til- einka sér nýjungar, t.a.m. tækninýjungar. Snjallsímar, spjald- tölvur og sambærileg tæki eru í notkun á flestum heimilum í dag, einnig á hjúkrunarheimilum. Þar hafa sífellt fleiri íbúar tileinkað sér tæknina á ýmsan hátt, hvort sem það er í alþjóð - legum hjólreiðakeppnum eða í samskiptum við aðstandendur sem búa erlendis eða bara í næstu götu. Tilgangurinn er að viðhalda og auka lífsgæði þeirra sem þar búa. Við erum í aukn - um mæli farin að nota velferðartæknina í heilbrigðis- og vel - ferðar þjónustu og þar hefur covid-19 svo sannarlega hjálpað okkur og jafnvel ýtt okkur fram af brúninni til að byrja með. Það er erfitt að hugsa sér framtíð heilbrigðis- og velferðarþjón- ustu við aldraða án tækninnar. Við eigum það til að festast í gamla góða hjólfarinu og gleyma að tileinka okkur nýjungar. kannski getur annað og fjölbreyttara form þjónustu hentað hinum aldraða en það sem er í boði í dag. Og ef til vill þurfa allir þeir aðilar sem veita öldruðum þjónustuna að opna eða brjótast út úr boxunum sem unnið er innan í dag, gefa eftir og tengja enn betur saman í þágu notandans sem þarf á þjónustunni að halda. Ég skora á inga Þór Ágústsson, forstöðumann í austur - hlíðum á Öldrunarheimilum akureyrar, að skrifa næsta Þanka - strik. er framtíð í að eldast? tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 37 Okkar grunnþarfir breytast ekki þó að við eld- umst. Við viljum vera í tengslum og samskipt - um við aðra. Við viljum finna fyrir öryggi, hafa tilgang, halda áfram að þroskast og gleðj ast. Það er öllum nauðsynlegt að takast á við ný við fangs - efni, það eru engin aldurstakmörk á því að þrosk - ast, tileinka sér nýjungar og miðla þekkingu til annarra.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.