Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 39
dagblaða. fáir töldu mikla hættu á ferðum. Því rétt eins og ég hafði alltaf talið sjúkrabíla þjónustu við annað fólk áleit heims- byggðin pestar faraldur atburð sem gerðist á öðrum tíma- skeiðum. En svo, skyndilega, öllum að óvörum, en samt ekki, gerist það versta. Líkræður og ferilskrár fyrir nokkrum árum skipti David Brooks, dálkahöfundur new York Times, mannlegum dyggðum í tvo flokka, annars vegar í ferilskrárdyggðir — afrek, prófgráður og launaflokk, hins vegar líkræðudyggðir — varstu góðhjartaður, heiðvirður, hjálpsamur? Samfélagið hefur löngum verið heltekið af virðingu fyrir feril - skrárdyggðum: framkvæmdastjórum, framámönnum og mektar fólki. En það hriktir í stoðum þeirrar heimsmyndar. kórónuveirufarsóttin, sem nú geisar, afhjúpaði meira en nokkru sinni fyrr virði mismunandi starfsstétta. Í ljós kom að það voru ekki launahæstu hóparnir með flestar ferilskrár- dyggðir sem reyndust mikilvægastir þegar á reyndi. Við áttum skyndilega allt okkar undir heilbrigðisstarfsfólki, starfsfólki í matvælaframleiðslu, afgreiðslufólki verslana, fólki í umönn- unarstörfum og ræstingum. gríski heimspekingurinn Plató hélt því fram að sögumenn stýrðu heiminum. Persónuleg kreppa mín á spítalanum með dóttur minni, þar sem ég sat ráðalaus, komin upp á náð og miskunn heilbrigðisstarfsfólks, varð til þess að ég endurskrifaði þær sögur sem ég lifði eftir. kórónuveirufarsóttin er kreppa sem sent hefur veröldina í sömu vegferð. heimsbyggðin fylgist nú með ykkur, hjúkrunarfræðingum, berjast í fremstu víglínu gegn covid-19. Á sama tíma er „hetju- legt“ framlag okkar hinna til baráttunnar gegn útbreiðslu kór- ónuveirunnar — þar með talið mannanna með stærstu verð- miðana — að halda okkur heima og hámhorfa á netflix yfir sneið af heimabökuðu súrdeigsbrauði. kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig sviðna jörð. En í eyði - leggingunni má líka finna tækifæri. Yfirstandandi kreppa hefur svipt hulunni af hinu augljósa: Verð er ekki það sama og virði. Við stöndum á tímamótum. ætlum við að lyppast áfram inn í framtíðina af andleysi og skrifa þar sömu gömlu sögurnar og við skrifuðum í gær? Eða ætlum við að henda gamla hand- ritinu á haugana og, með sannleikann sem kórónuveiran af- hjúpaði að leiðarljósi, leggja drög að nýjum veruleika þar sem líkræðudyggðir trompa innan tómar ferilskrárdyggðir, sam- félag fólks ákveður sögu þráðinn en ekki ósýnileg markaðsöfl og þeir sem vinna störf sem mest hafa virði eru metnir að verð - leikum? verð er ekki það sama og virði tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 39 Kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig sviðna jörð. En í eyðileggingunni má líka finna tækifæri. Yfirstandandi kreppa hefur svipt hulunni af hinu augljósa: Verð er ekki það sama og virði. Við stöndum á tímamótum. Ætlum við að lyppast áfram inn í framtíðina af andleysi og skrifa þar sömu gömlu sögurnar og við skrifuðum í gær? vertu með á https://www.facebook.com/hjukrun

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.