Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 53
Ég tel að flestir séu þeirrar skoðunar að það sé alla jafna vænlegra til árangurs að einblína á ytra umhverfið, stuðninginn og ríkjandi viðhorf. Ef planta nær ekki að vaxa og dafna í garðinum þá byrjum við ekki á því að kenna plöntunni sjálfri um heldur leitum við ástæðna í umhverfi hennar, jarðveginum, vatninu, veðurfarinu og áburðinum (Eileen Byrne). Í auknum mæli felast áherslur átaksverkefna í gagnlegri rýni á námsumhverfið og ríkjandi staðalmyndir í garð greinanna. Staðalmyndir eiga djúpar rætur í lífseigum og rótgrónum þankagangi Það er ekki hægt að neita því að það ríkja mjög kynjaðar staðal myndir um hjúkr- unarfræðinga. Staðalmyndir eru ekki tilviljunarkenndar heldur samofnar ríkjandi valdatengslum og eiga djúpar rætur í lífseigum og rótgrónum þankagangi. Rétt eins og alltaf þá verða staðalmyndir til þess að smætta og einfalda og við nánari greiningu endurspegla þær gjarnan gagnkyn hneigðarrembu, kynjaðar, rasískar og „ableískar“ hugmyndir. Það er af því að staðalmyndir spretta upp úr og vinna að því að viðhalda ríkjandi valdatengslum. Hugmyndir um hjúkrunarfræðinga hafa lengst af, ef ekki alltaf, verið nátengdar hugmyndum um konur. Hjúkrunarkonur eru umhyggjuríkar og styðjandi. Þær eru undirbúnar undir alvarlegustu verkefni lífsins (sem lúta að heilsu) og þær eru ráða- og skilningsgóðar. Þetta er sannarlega ekki ljót mynd sem er dregin þarna upp en við megum ekki gleyma að þetta er einn hluti tvíhyggjunnar. Á hinum enda ássins eru hugmyndir okkar um karlmennsku, því þetta er jú andstæðupar. Karlinn (lesist einnig læknirinn) er yfirvegaður, rökfastur, hlutlaus, hefur frumkvæði og sýnir jafnvel fálæti. Þetta er sum sé hið sígilda tvenndarpar: karlar og konur, læknar og hjúkrunarfræðingar. Í tvíhyggjunni felst ávallt stigveldi því andstæðir þættir tvenndarparsins eru mishátt metnir. Framlag kvenna er vanmetið. Þetta er arfleifðin okkar, partur af sögu okkar og bergmálar enn í dag. Rætur þessarar tvíhyggju liggja djúpt í menningu okkar og sögu og lita hvernig framlag og vinna er metin, hvaða störf eru talin meira virði og hvaða störf eru minna metin. Af því að þessar hugmyndir eiga sér svo djúpar rætur eru þær jafnframt svo kunnuglegar, við rennum einhvern veginn svo ljúflega inn í þessi þrástef óafvitandi ef við gætum okkar ekki. hugleiðingar um jafnréttisstarf og átaksverkefni til að fjölga körlum í hjúkrun tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.