Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 60
rætt í norrænu samstarfi, ráðstefnur og kynningar voru haldnar og um það skrifað (Elín Eggerz-Stefánsson, 1981; Gréta Aðalsteinsdóttir o.fl., 1976; Guðrún Eggerts- dóttir, 1977; Þóra Arnfinnsdóttir, 1980; Þórunn Kjartansdóttir, 1988). Árið 1986 sendi deild hjúkrunarforstjóra innan Hjúkrunarfélags Íslands land- læknisembættinu áskorun þess efnis að unnið yrði að stöðlun hjúkrunargreininga til skráningar í hjúkrun og til að undirbúa tölvuskráningu. Í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur heilsugæsluhjúkrunarfræðinga sem gaf út handbók um hjúkrunarskrán- ingu árið 1991 á vegum embættisins. Vinnuhópinn skipuðu Anna Björg Aradóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Guðrún Broddadóttir, Kristín Axelsdóttir, Kristín Pálsdóttir, María Guðmundsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir, en Rut Jóns- dóttir frumþýddi texta (Vilborg Ingólfsdóttir o.fl., 1997). Það var í fyrsta sinn sem NANDA-flokkunarkerfið í hjúkrun var þýtt í heild á íslensku (Landlæknisembættið, 1991) en Steinunn Garðarsdóttir (1985) hafði áður grófþýtt heiti hjúkrunargreininga. Þessi útgáfa var mikil framsýni. Vinnu- og ráðgjafarhópar um skráningu hjúkrunar voru starfandi hjá landlæknis - embættinu í um 25 ár með Vilborgu Ingólfsdóttur og Önnu Björgu Aradóttur hjúkr- unarfræðinga í broddi fylkingar. Ásta Thoroddsen bættist í hópinn og ritstýrði síðari útgáfum af handbókinni. Á þessum árum var Handbók um skráningu hjúkrunar gefin út þrisvar af embættinu, 1991, 1997, viðauki við þá útgáfu árið 2000, og aukin og viðamesta útgáfan árið 2002 (Anna Björg Aradóttir og Ásta Thoroddsen, 1997; Ásta Thoroddsen, 2002; Landlæknisembættið, 1991). Þýðing á bandarísku flokkunar- kerfi um hjúkrunarmeðferð, Nursing Interventions Classification (NIC), leit fyrst dagsins ljós árið 1997 (Ásta Thoroddsen, 2002; 2005). Fjöldi hjúkrunarfræðinga starfaði í vinnuhóp um skráningu hjúkrunar hjá embættinu og lagði af mörkum ómetanlega vinnu til viðbótar þeim sem að ofan eru nefndir. Þeir eru: Brynja Ör- lygsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Jóhanna Fjóla Jóhann- esdóttir, Júlía Sigurveig Jónsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Laura Sch. Thorsteinsson, Lilja Björk Kristinsdóttir, Lilja Stefánsdóttir, Lilja Þorsteinsdóttir og Matthildur Val- fells. Á Íslandi hafa heilsufarslyklar verið notaðir sem rammi til stuðnings við skipulega söfnun upplýsinga um aðalþætti virkni og heilbrigðis hjá sjúklingum og til að flokka saman skyldar hjúkrunargreiningar. Heilsufarslyklarnir (Functional Health Patterns), áður oft kallaðir Gordons-lyklar, byggjast á hugmyndum Marjorie Gordon (Gordon, 1987). Lyklarnir eru 11 talsins og taldi Gordon að notkun þeirra stuðlaði að réttri framsetningu hjúkrunargreininga. Hún lagði áherslu á að maðurinn tileinkar sér líf- erni og virkni til að viðhalda heilbrigði sínu, lífsgæðum og ná því besta út úr lífinu. Það er okkar, hjúkrunarfræðinga, að afla upplýsinga og meta hvenær þetta mynstur breytist þannig að grípa þurfi inn í, greina breytinguna eða vandann, sem er þá sett fram sem hjúkrunargreining. Heilsufarslyklarnir hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi, notaðir í námi og kennslu, rannsóknum og klínísku starfi, og má segja að upplýsingaskrá sjúklings byggist á þeim á nær öllum heilbrigðisstofnunum. Heilsu- farslyklar Gordon voru gefnir út í vasabroti af Kristínu Þórarinsdóttur árið 2000 og síðar af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og Landspítala. Áður höfðu upp - lýsingar um sjúklinga verið skráðar eftir líffærakerfum. Það þótti ekki nógu hjúkr- unarfræðileg nálgun. Frá fyrstu útgáfu á Handbók um skráningu hjúkrunar hafa hjúkrunargreiningar verið flokkaðar samkvæmt heilsufarslyklunum. Á árinu 2009 var ýmislegt að gerast í rafrænum sjúkraskrármálum, kröfulýsing gerð þar að lútandi og tilheyrandi kóðamál hjá heilbrigðisráðuneytinu og unnið var að nýrri útgáfu á lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á Íslandi hjá landlæknis- embættinu. Dregist hafði úr hömlu að uppfæra kóðakerfin í hjúkrun í sjúkraskrá og hjúkrunarfræðingar kölluðu eftir nýrri útgáfu af Handbók um skráningu hjúkrunar. Á sama tíma var verið að vinna að nýrri stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), m.a. í upplýsingatækni í hjúkrun. Í minnisblaði til formanns Fíh, dagsettu 15. september 2009 frá formanni vinnuhóps um upplýsingatækni í hjúkrun (Ásta Thor- oddsen, 15. sept. 2009a), kemur þetta fram: ásta thoroddsen 60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Heilsufarslyklarnir hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi, notaðir í námi og kennslu, rannsóknum og klínísku starfi, og má segja að upplýsingaskrá sjúk- lings byggist á þeim á nær öllum heilbrigðisstofn- unum. Áður höfðu upplýsingar um sjúklinga verið skráðar eftir líffæra- kerfum. Það þótti ekki nógu hjúkrunarfræðileg nálgun. Frá fyrstu útgáfu á Handbók um skráningu hjúkrunar hafa hjúkrunar- greiningar verið flokkaðar samkvæmt heilsufars- lyklunum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.