Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 67
Hvað er ICNP? ICNP er flokkunarkerfi eða fagorðaskrá sem er safn sam þykktra orða og er fagmál í hjúkrun. Segja má að um sé að ræða orðalista með hugtökum sem tilheyra hjúkrun. Markmið fagmáls er að tryggja sameiginlegan skilning á hugtökum innan hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar. Fagmál hjúkrunarfræð innnar með flokkuðum og stöðluðum hugtökum, sem eru kóðuð, eykur líkur á sameiginlegum skilningi hjúkrunarfræðinga á inntaki fræðigreinarinnar. Til eru mörg flokkunarkerfi á sviði heil- brigðisþjónustu sem eru sértæk fyrir hjúkrun, til dæmis NANDA-I og NIC sem áður voru nefnd. Með ICNP er hægt að skrá hjúkrunargreiningar, útkomur og hjúkrunarmeðferð sem er uppistaðan í daglegri skráningu hjúkrunarfræðinga. ICNP styður almenna og sérhæfða hjúkrunarþjónustu þvert á svið. Sérstaða ICNP felst í að það er byggt upp hjá Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga, ICN (International Council of Nurses) og því ætlað hjúkrunarfræðingum um allan heim. ICNP tilheyrir jafnframt WHO-fjölskyldu flokkunarkerfa (Family of Interna- tional Classifications) eins og sjúkdómsflokkunarkerfið ICD- 10. Embætti landlæknis hefur landsleyfi fyrir notkun ICNP hér á landi. ICNP hefur nú þegar verið þýtt á íslensku af Ástu Thor- oddsen prófessor og Brynju Örlygsdóttir, dósent við Hjúkrunar - fræðideild Háskóla Íslands, og er þýðingin í stöð ugri endur- skoðun. Þýðingu á ICNP 2019 má sjá á vefsíðu Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP, http://icnp.hi.is. Kerfið er í stöðugri þróun og kemur ný útgáfa út annað hvert ár. Sem alþjóðlegt kerfi auðveldar ICNP að unnt sé að skiptast á gögnum um hjúkrun innanlands sem utan, þvert á lönd og svið. Faglegur ávinningur af því að nota ICNP Sjúkraskráin er mikilvæg í allri þjónustu við sjúklinga og þarf að vera vel skipulögð til að hún þjóni þeim tilgangi að veita yfir sýn um sögu, ástand, greiningu, meðferð og framvindu sjúklinga og að upplýsingarnar séu aðgengilegar fyrir klíníska ákvarðanatöku. Þeim mun betri sem skráning um ástand og meðferð sjúklinga er því betri er yfirsýn um ástand og meðferð þeirra og slíkt eykur öryggi sjúklinga. Hjúkrunarferlið er notað á alþjóðavísu til að skrá og skipuleggja hjúkrun. Á Íslandi er uppbygging á skráningu hjúkrunar í sjúkraskrá nokkuð skipu- leg með upplýsingum um sjúkling, hjúkrunargreiningum og -meðferð með verkþáttum en ekki markmið eða útkomu. Tals- vert hefur verið kallað eftir útkomumælingum og ætti ICNP að auðvelda þá vinnu. Við betri skráningu er auðveldara að miðla upplýsingum milli heilbrigðisstarfsmanna, og það leiðir til betri samskipta og samfella í þjónustu eykst innan og milli heilbrigðisstofnana. Rannsóknir sýna hins vegar að nokkuð vantar á nákvæmni í skráningu þannig að það sem skráð er endurspegli raunveru- legt ástand sjúklinga hverju sinni. Það getur leitt til þess að sjúkraskráin verður ekki áreiðanleg heimild til rannsókna eða til að fylgjast með samfellu í meðferð (Ásta Thoroddsen, 2011). Stöðluð hugtök og kóðar fyrir hjúkrunargreiningar, út- komur og hjúkrunaríhlutun eða -meðferð í sjúkraskrá auð velda tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 67 ICNP, alþjóðlegt flokkunarkerfi í hjúkrun Ásta Thoroddsen, prófessor og forstöðumaður Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP® International Classification for Nursing Practice®, dagsdaglega kallað ICNP, er flokkunarkerfi í hjúkrun sem verður notað til skráningar í hjúkrun á Íslandi. Það mun taka við af flokkunarkerf- unum NANDA-I fyrir hjúkrunargreiningar og NIC (Nursing Interventions Classification) fyrir hjúkrunarmeðferð. Embætti landlæknis ákvað árið 2010 að ICNP skuli notað á landsvísu sem aðalflokkunarkerfið til að skrá hjúkrun í rafrænni sjúkraskrá. Það var gert samkvæmt tillögu frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í gildi eru fyrirmæli frá embættinu um að ICNP skuli notað til að skrá hjúkrunarvandamál og -meðferð sjúklinga á öllum heilbrigðisstofnunum. Sjá einnig greinina Saga hjúkrunarskráningar á Íslandi sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Við betri skráningu er auðveldara að miðla upplýsingum milli heilbrigðisstarfsmanna, og það leiðir til betri samskipta og samfella í þjón- ustu eykst innan og milli heilbrigðisstofnana. Rannsóknir sýna hins vegar að nokkuð vantar á nákvæmni í skráningu þannig að það sem skráð er endurspegli raunverulegt ástand sjúk- linga hverju sinni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.