Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 69
Hugtökin geta staðið ein og sér (t.d. sár) eða tengst öðrum hugtökum (t.d. sykursýkifótasár) til að ná fram sértækari merk ingu. Ávallt þarf hugtök úr tveimur ásum hið minnsta, oftast eru ásarnir aðalhugtak og afstaða/ákvörðun notaðir fyrir hjúkrunargreiningu og aðalhugtak og framkvæmd fyrir hjúkr- unarmeðferð. Dæmi um þetta eru: Hjúkrunargreining: Skert (afstaða) hreyfigeta (aðalhugtak) Hjúkrunaríhlutun/-meðferð: Mæla (framkvæmd) blóð - þrýsting (aðalhugtak) Í töflu 2 á næstu opnu má sjá dæmi um hjúkrunargreiningar, útkomur og -með ferð eða íhlutun sem lýst hefur verið hjá börnum með verki (Coenen o.fl., 2017). Flestar hjúkrunar- greiningar sem þarna koma fram ættu að koma hjúkrunar- fræðingum kunnug lega fyrir sjónir enda keimlíkar NANDA- greiningum. Hjúkr unar meðferð og -íhlutun eru einnig áþekkar því sem er í NIC-flokkunarkerfinu, til dæmis súrefnismeðferð og vökvagjöf í æð, en þó er ýmis meðferð skráð á svipaðan hátt og hjúkrunarfræðingar þekkja sem verkþætti. Í töflu 2 hafa ásar verið settir saman til að mynda hjúkrunargreiningar og -með ferð. Á vefsíðu Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP má finna fræðsluefni og dæmi um hjúkrunargreiningar og -með ferð samkvæmt ICNP. Hvernig verður ICNP notað? Í dagsdaglegu starfi ættu hjúkrunarfræðingar ekki að verða varir við miklar breytingar þegar ICNP verður komið inn í sjúkraskrá. Talsverða undirbúningsvinnu þarf að inna af hendi áður en til þess kemur. Hún felst meðal annars í því að deildir og sérsvið hjúkrunar þurfa að taka þátt í því að velja viðeigandi hjúkrunargreiningar og -meðferð sem oftast er notuð svipað og nú er í Sögu undir Ferli á deild. Nánari upplýsingar um ICNP Ákvörðun hefur verið tekin um að ICNP verði notað í framtíðinni við skráningu í hjúkrun á Íslandi. ICNP kemur því til með að snerta alla starfandi hjúkrunarfræðinga. Rann- sókna- og þróunarsetur um ICNP mun leggja fram ýmiss konar fræðsluefni, til dæmis örnámskeið og greinar, á næstu vikum á vefsíðu setursins, https://icnp.hi.is. Einnig má finna efni á vefsíðu Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga, ICN, http://icn.ch. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér ICNP betur eða vinna að efni því tengdu er velkomið að hafa samband á netfangið icnp@hi.is. Heimildir Ásta Thoroddsen. (2011). Eru hjúkrunargreiningar nægilega lýsandi? Tímarit hjúkrunarfræðinga, 87(4), 12–16 Coenen, A., Feetham, S., Hinds, P.S., Jansen, K., Keller, S., Kim, T.Y. og fleiri. (2017). Pain Management for Paediatric Population. Genf, International Council of Nurses. icnp, alþjóðlegt flokkunarkerfi í hjúkrun tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 69 Heiti ása Lýsing Aðalhugtak (focus) Hugtak eða viðfangsefni sem skiptir máli fyrir hjúkrun (verkur, útskilnaður, þekking) Afstaða, ákvörðun (judgement ) Hugtak sem lýsir klínísku áliti eða ákvörðun sem tengist aðalhugtaki (truflað, skortur á, hætta á, minnkað, aukið) Hjúkrunarþegi (client) Hugtak sem á við þann er nýtur hjúkrunar/meðferðar (einstaklingur, fjölskylda) Framkvæmd (action) Hugtak sem lýsir því sem gert er fyrir eða með þeim sem nýtur hjúkrunar (að kenna, hagræða, skola) Aðferðir (means) Hugtak sem lýsir því sem notað er til að framkvæma (áhöld eða þjónusta) Staðsetning á líkama eða í rúmi (location) Hugtak sem lýsir líkamlegri staðsetningu út frá miðpunkti líkama (vi/hæ) (vi. auga, hæ. fótur) eða staðsetningu í rými (heima, vinnustaður) Tími (time) Hugtak sem lýsir tímapunkti, tímabili (við útskrift, í aðgerð) Ákvörðun hefur verið tekin um að ICNP verði notað í framtíðinni við skráningu í hjúkrun á Íslandi. ICNP kemur því til með að snerta alla starfandi hjúkrunarfræðinga. Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP mun leggja fram ýmiss konar fræðsluefni, til dæmis örnámskeið og greinar, á næstu vikum á vefsíðu setursins, https://icnp.hi.is. Tafla 1. Sjö ásar sem ICNP er byggt upp af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.