Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 74
þjónustu við flesta nýbakaða foreldra með allt að átta heim- sóknum fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Eftir það tekur ung- og smábarnavernd heilsugæslunnar við (Þróunarmiðstöð ís- lenskrar heilsugæslu, 2020b). Dvelji barn eða móðir þess lengur en 86 klukkustundir á sjúkrahúsi eftir fæðingu á fjöl- skyldan ekki rétt á heimaþjónustu ljósmæðra (Hildur Sig- urðardóttir, 2014). Eins og sést hér að framan geta skilin á milli heimaþjónustu ljósmæðra og heimavitjana hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd verið nokkuð óljós. Í heimavitjun metur hjúkrunarfræðingur þroska barns, leitað er að frávikum og hlustað eftir áhyggjum og líðan for- eldra (Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 2020b). Í ung- og smábarnavernd er fjölskylduhjúkrun samkvæmt Calgary- líkaninu höfð að leiðarljósi. Hún byggist á virkri hlustun, að sýna áhuga og að viðhorf allra í fjölskyldunni heyrist (Wright og Leahey, 2011; Xiao o.fl., 2019). Foreldrar vilja hafa samfellu í þjónustu (Benjamins o.fl., 2015; Panagopoulou o.fl., 2018b) og er það haft að leiðarljósi hérlendis með því að sami hjúkr - unarfræðingur fylgi fjölskyldunni eftir, verði því viðkomið (Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 2020a). Öryggi fjöl- skyldunnar við að annast barnið er mikilvægt og því vinna hjúkrunarfræðingur og foreldrar saman að því að finna hvar fjölskyldan er sterkust fyrir. Þannig er þátttaka foreldranna virk í ferlinu (Aston o.fl., 2015; Kitson o.fl., 2013). Heimavitj- anir veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn í félagslega stöðu og líðan foreldra (Glavin o.fl., 2010) og betra tækifæri til að meta þarfir þeirra (Eronen o.fl., 2007; Xiao o.fl., 2019). Fagleg uppbyggjandi ráðgjöf og aðstoð hjúkrunarfræðinga getur eflt trú foreldra á eigin getu til að taka ákvarðanir með þarfir barnsins að leiðarljósi (Eronen o.fl., 2010; Nilsson o.fl., 2015; Panagopoulou o.fl., 2018b). Fyrstu sex vikurnar eftir fæðingu eru viðkvæmur og mikil - vægur tími fyrir heilsu og velferð móður og barns (Hajimiri o.fl., 2018) og sýnt hefur verið fram á að foreldrar hafa þörf fyrir persónulega ráðgjöf augliti til auglitis frá heilbrigðisstarfs- fólki (Aston o.fl., 2018). Þetta tímabil hefur þó fengið mun minni athygli í rannsóknum en meðganga og fæðing (Tully o.fl., 2017). Fáar rannsóknir eru til á heimavitjunum hjúkr- unarfræðinga og viðhorfi foreldra til þeirra en í ljós hefur komið að foreldrar eru jafnvel óvissir um tilgang þeirra og til hvers er ætlast af þeim sjálfum (Tveter og Karlsson, 2017). Vitað er að foreldrar með fyrsta barn leita upplýsinga víða á internetinu (Aston o.fl., 2018) en jafnframt finna þeir gjarnan fyrir óöryggi, ótta og efast um eigin getu til að annast barnið vegna skorts á reynslu (Luyben o.fl., 2011; Wilkins, 2006). Að - stoð, fræðsla og hvatning getur auðveldað foreldrum að aðlag- ast nýjum hlutverkum, eflt trú þeirra á eigin getu (McLeish o.fl., 2020) og dregið úr skaðlegum áhrifum þreytu og streitu sem margir nýir foreldrar upplifa eftir fæðingu (Liyana Amin o.fl., 2018; Paul o.fl., 2012). Brjóstagjöf veldur mæðrum með fyrsta barn hvað mestri streitu á fyrstu vikum eftir fæðingu og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf hefur mikil áhrif á aðlögun þeirra að foreldrahlutverkinu (Ranch o.fl., 2019). Grísk rannsókn sýndi að foreldrar sem fengu heimavitjanir eftir fæðingu barns voru ánægðari með þjónustuna á fyrstu vikum þess en þeir sem fengu hana á stofnun (Panagopoulou o.fl., 2018a). Heima- vitjanir hafa jákvæð áhrif á mæður hvað varðar brjóstagjöf og líðan eftir fæðingu (Paul o.fl., 2012; Yonemoto o.fl., 2017) og tíðni heimavitjana og lengd ætti að byggja á samfélagslegum aðstæðum og þörfum fjölskyldna (Yonemoto o.fl., 2017). Heimavitjanir hafa einnig jákvæð áhrif á fjölskyldur sem standa höllum fæti eða eru í hættu á illri meðferð (Avellar og Supplee, 2013; Christie og Bunting, 2011). Öryggi feðra, sem voru að eignast sitt fyrsta barn, í foreldrahlutverkinu jókst í kjölfar heimavitjana (Tiitinen Mekhail o.fl., 2019) þótt ýmsar rannsóknarniðurstöður greini frá því að þeim þyki stuðningur heilbrigðisstarfsfólks eftir fæðingu miðast of mikið við mæður (Bayley o.fl., 2009; Deave o.fl., 2008). Áströlsk þjónustukönnun á ungbarnavernd, sem foreldrar 719 barna tóku þátt í, sýndi að 82% þeirra höfðu fengið heimavitjun. Foreldrarnir mátu faglega færni og sérfræðiþekkingu heilbrigðisstarfsfólks mik- ils. Það skipti foreldrana máli að fá fullvissu og samþykki heil- brigðisstarfsmanns fyrir því að þeir beittu réttum aðferðum við umönnun og uppeldi barna sinna (Rossiter o.fl., 2019). Heimavitjanir stuðla að því að foreldrar skynji samfellu í meðferð og aukið sjálfsöryggi, með traustu meðferðarsam- bandi við heilbrigðisstarfsmann (Barimani og Vikström, 2015; Haggerty o.fl., 2013). Ráðgjöf er stór hluti af heimavitjunum og er fræðsluþörf foreldra metin í hverri vitjun. Áhersla er lögð á ráðgjöf um brjóstagjöf og næringu, umönnun, að lesa í tjáningu barns, hreinlæti, slysavarnir og aðra þætti eftir því sem við á (Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 2020b). Hjúkrunarfræð- ingur spyr um andlega líðan og líkamlega heilsu foreldra, og mæðrum með andlega vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu er fylgt eftir. Rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar telja að í heimavitjunum gefist gott tækifæri til að upplýsa báða for- eldra um mikilvægi andlegrar vellíðanar eftir fæðingu og fæðingarþunglyndi, skima eftir því og meðhöndla (Alexandrou o.fl., 2018; Glavin o.fl., 2010). Hér á landi hefur viðhorf til ung- og smábarnaverndar eða þjónustan sjálf verið lítið rannsökuð. Íslensk rannsókn á áhrifum fræðslu og stuðnings við hjúkrunarfræðinga sem sinntu mæðrum með andlega vanlíðan eftir barnsburð leiddi í ljós að hjá meðferðarhóp fengu mæðurnar marktækt færri stig á Edinborgar-þunglyndiskvarðanum (EPDS) frá 9. til 15. viku eftir fæðingu. Inngrip hjúkrunarfræðinganna skiluðu því marktækum árangri og meðal inngripa voru fjórar aukaheima- vitjanir á rannsóknartímabilinu með áherslu á virka hlustun (Ingadóttir og Thome, 2006). Árið 2002 gerðu Geir Gunn- laugsson og Sesselja Guðmundsdóttir könnun á viðhorfum foreldra til ungbarnaverndar á vegum Miðstöðvar heilsu- verndar barna, en niðurstöður hennar voru ekki birtar á prenti. Sama ár var gerð rannsókn á viðhorfum hjúkrunar- fræðinga og foreldra til heimavitjana og íslenskar leiðbeiningar um þær skoðaðar. Niðurstöður voru birtar á veggspjaldi á ráðstefnu evrópsku lýðheilsusamtakanna (EUPHA) árið 2003 (Gunnlaugsson o.fl., 2003). Heimavitjunum í ung- og smá- barnavernd hefur fækkað síðustu ár, árið 2019 voru þær 2,25 (Sesselja Guðmundsdóttir og Lilja B. Kristinsdóttir, 2020) eins og gæðaviðmið heilsugæslunnar gera ráð fyrir en árið 2002 voru þær hins vegar 5,3 að meðaltali (Gunnlaugsson o.fl., jórunn edda hafsteinsdóttir o.fl. 74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.