Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 78
hafa sýnt að mæður með fyrsta barn telja brjóstagjöf valda þeim mestri streitu og að ráðgjöf varðandi brjóstagjöf sé sam- ofin aðlögun þeirra að foreldrahlutverkinu (Kronborg o.fl., 2014; Ranch o.fl., 2019). Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera meðvitaðir um að foreldrar telja að ráðgjöf sé ekki alltaf nægj- anleg og að sýn heilbrigðisstarfsfólks og mæðra á ráðgjöfina sé mismunandi (Ranch o.fl., 2019; Razurel o.fl., 2011). Út frá niðurstöðum um að ekki reyndist munur á hópunum varðandi fræðslu um umönnun barns, tengslamyndun eða andlega líðan foreldra má álykta að það bendi til þess að þeim þáttum séu gerð fullnægjandi skil í heimvitjunum í ung- og smábarna- vernd. Einnig kom fram í rannsóknarniðurstöðum að foreldrar með fyrsta barn vildu frekar gera breytingar á heimavitjunum og í opnum svörum greindu þeir meðal annars frá því að þeim þótti vanta lista eða betri upplýsingar um það sem gert væri í heimavitjunum. Það bendir til óöryggis foreldra hvað varðar heimavitjanir og markmið þeirra, og samræmist þetta niður - stöðum annarra rannsókna (Rautio, 2013; Tveter og Karlsson, 2017). Í símtali við foreldra, þar sem tími fyrir fyrstu heima- vitjun er ákveðinn, mætti upplýsa foreldra betur um tilgang heimavitjananna, hvað hjúkrunarfræðingar gera í þeim og vísa foreldrum á vefinn Heilsuvera.is þar sem finna má upplýsingar um heimavitjanir. Á svörum foreldra við opnum spurningum um heimavitj- anir sást að hjúkrunarfræðingarnir höfðu beitt virkri hlustun, sýnt sannan áhuga og byggt upp traust sem samkvæmt grein Wright og Leahey (2011) eru lykilatriði í því að byggja upp meðferðarsamband. Niðurstöður rannsóknarinnar samræm- ast niðurstöðum erlendra rannsókna, þar sem foreldrar mátu gott meðferðarsamband og góða samskiptaeiginleika hvað mest í heimavitjunum hjúkrunarfræðinga. Einnig mátu þeir mikils að þjónustan væri persónuleg, sveigjanleg og að for- eldrar fengju upplýsingar og fræðslu (Barimani og Vikström, 2015; Damashek o.fl., 2020) til að ná stjórn á nýju aðstæðum (Hjälmhult og Lomborg, 2012). Meirihluta foreldranna fannst þeir fá tækifæri til að spyrja um það sem þeim var efst í huga, og slíkt er mikilvægt því vangaveltur og reynsla foreldra eru mismunandi og hjúkrunarfræðingar þurfa að vera meðvitaðir um að hver fjölskylda er einstök (Tveter og Karlsson, 2017). Þá kom fram í opnum svörum þátttakenda að tryggja þyrfti betur upplýsingaflæði á milli heimaþjónustu ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ung- og smábarnaverndar. Það eru mikil- vægar ábendingar því samfella í flutningi á milli þjónustustiga bætir öryggi og stuðning við fjölskyldur fyrstu vikurnar eftir fæðingu (Barimani og Vikström, 2015; McLelland o.fl., 2015). Von er til þess að með væntanlegu rafrænu skráningakerfi fyrir heimaþjónustu ljósmæðra takist að auka samfellu í þjónust- unni. Í skriflegum svörum foreldranna kom fram ánægja með að fá þjónustuna heim í stað þess að þurfa að fara út með börnin þegar þau væru ung. Mikilvæg rök með heimavitj- unum í ung- og smábarnavernd eru að þær leiða til betri and- legrar líðanar móður, og börn lenda síður í smithættu af ókunnugum (Yonemoto o.fl., 2017). Rannsakendur leyfa sér að draga þá ályktun að þau rök hafi fengið aukið vægi nú á tímum þegar heimsfaraldur COVID-19 herjar á heiminn. Jákvætt var að foreldrum þóttu heimavitjanir hjúkrunar- fræðinga vera hæfilega margar og hæfilega langar. Um leið er það áhugavert því að þeim hefur farið fækkandi undanfarna tvo áratugi og eiga samkvæmt leiðbeiningum ÞÍH (2020b) nú að vera tvær til þrjár. Upplýsingar um hvað varð til þess að jórunn edda hafsteinsdóttir o.fl. 78 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 Tafla 4. Samanburður á viðhorfum til fræðslu sem veitt var í heima- vitjun milli þátttakanda með fyrsta barn og þeirra sem áttu barn/börn áður. Varstu ánægð/ur með aðstoð og Heild Fyrsta barn Barn áður ráðgjöf: n (%) n (%) n (%) P-gildi** Varðandi brjóstagjöf? (n = 118)* Ánægður 97 (82,2) 44 (73,3) 53 (91,4) Óánægður 21 (17,8) 16 (26,7) 5 (8,6) 0,010 Varðandi óværð barns? (n = 97)* Ánægður 70 (72,2) 33 (63,5) 37 (82,2) Óánægður 27 (27,6) 19 (36,5) 8 (17,8) 0,040 Varðandi svefn barns (n = 96)* Ánægður 68 (70,8) 31 (60,8) 37 (82,2) Óánægður 28 (29,2) 20 (39,2) 8 (17,8) 0,021 Varðandi hvíld fjölskyldunnar? (n = 97)* Ánægður 76 (78,5) 38 (69,1) 38 (90,5) Óánægður 21 (21,6) 17 (30,9) 4 (9,5) 0,011 Varðandi umönnun barns, t.d. böðun? (n = 96)* Ánægður 82 (85,4) 44 (83,0) 38 (88,4) Óánægður 14 (14,6) 9 (17,0) 5 (11,6) 0,460 Varðandi tengsla- myndun, að lesa í tjáningu barns? (n = 110)* Ánægður 62 (62,0) 31 (55,4) 31 (70,5) Óánægður 38 (28,0) 25 (44,6) 13 (29,5) 0,123 Varðandi andlega líðan foreldra? (n = 110) Ánægður 90 (81,8) 46 (75,4) 44 (89,8) Óánægður 20 (10,9) 15 (24,6) 5 (10,2) 0,052 Varðandi þroska og örvun barns? (n = 114) Ánægður 82 (71,9) 36 (60,0) 46 (85,2) Óánægður 32 (28,1) 24 (40,0) 8 (14,8) 0,003 Varðandi slysavarnir? (n = 104) Ánægður 57 (54,8) 25 (45,5) 32 (65,3) Óánægður 47 (45,2) 30 (54,5) 17 (34,7) 0,042 * Þeir sem svöruðu að þeir „hefðu ekki þurft hjálp“ eru ekki með ** P-gildi, marktækni miðuð við <0,05

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.