Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 83
þeirra er með HIV og meira en helmingur er með lifrarbólgu C (Fíkniefna- og sakamálastofunun Sameinuðu þjóðanna, 2017). Húðsýkingar eru tíðar meðal þeirra (Dahlman o.fl., 2015) og það sama má segja um aðrar bakteríusýkingar, eins og sýkingar í hjartalokum (Rosenthal o.fl., 2016). Samfara auk- inni notkun vímuefna ölgar þeim sem hljóta refsidóma. Rann sóknarniðurstöður frá Bandaríkjunum, Kanada og Evr- ópu sýna að 60% handtekinna einstaklinga reyndust við skim - un jákvæðir út af að minnstu kosti einni gerð vímuefna við handtöku (Fíkniefna- og sakamálastofnun Sameinuðu þjóð - anna, 2018). Staðan er svipuð í Svíþjóð en þar er talið að um 70% þeirra sem afplána refsidóma eigi við áfengis- og annan vímuefnavanda að stríða (Mannerfelt og Håkansson, 2018). Konur og fangelsi Hlutfall kvenfanga fer hækkandi í heiminum. Talið er að um 600 þúsund konur hafi verið í fangelsi árið 2012 (Strathdee o.fl., 2015). Í Bandaríkjunum eru kvenfangar um sjö prósent þeirra sem afplána refsidóm og hefur hlutfallið aukist um 700% á milli áranna 1984 og 2014 (Mannerfelt og Håkansson, 2018). Kvenfangar sem hafa orðið fyrir áfalli í æsku eru í aukinni hættu á streitu, vanlíðan og lélegra heilsufarsástandi. Þessum föngum er jafnframt hættara við að verða fyrir geðröskun, vímuefnavanda, átröskun og lenda í kynlífsvinnu (De Hart o.fl., 2014; McCauley o.fl., 2019; Moloney o.fl., 2009). Í yfirlits- grein Karlsson og Zielenski (2018), þar sem teknar voru saman 42 rannsóknargreinar um kynferðislegt oeldi og geðröskun meðal kvenfanga, kemur fram að engin rannsókn hafi verið gerð á því hversu vel staðlaðir matskvarðar ná utan um alvar- leika þess, og hversu langvarandi kynferðislegt oeldi er gagn- vart konum sem hafa afplánað refsidóm. Í ljósi þess hversu algengt er að kvenfangar séu þolendur kynferðislegs oeldis hafa sumir rannsakendur gengið svo langt að álykta að kyn- ferðislegt oeldi geti varðað leið kvenna í fangelsi (Karlsson og Zielenski, 2018). Í ljósi ólíks reynsluheims karla og kvenna eru þarfir þeirra ólíkar þegar kemur að vímuefnameðferð, bæði innan og utan fangelsis. Það er því mikilvægt að litið sé heildrænt á þarfir kvenfanga og að konur í afplánun fái meðferð við vímuefna- vanda sínum og tækifæri til að vinna úr fyrri áföllum (Fazel o.fl., 2016; Mejía o.fl., 2015; Mollard og Hudson, 2016). Rannsakendur fundu engar íslenskar rannsóknir um reynslu kvenfanga af meðferðarúrræðum innan og utan fang- elsis. Kvenföngum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur og samræmist það rannsóknum erlendis frá. Fáar rannsóknar- greinar eru til um sértæka meðferð fyrir konur í fangelsum og beinast rannsóknir, sem til eru, iðulega að karlföngum eða blönduðum hópum (Zlotnick o.fl., 2003). Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynsluheim kvenna í íslensku fangelsi og reynslu þeirra af meðferðar - úrræðum innan og utan fangelsis. Er þá vonin að hægt verði að bjóða upp á frekari úrræði og jafnvel hvetja til viðameiri rannsókna á þessu sviði. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsluheimur kvenfanga í íslensku fangelsi og hver er reynsla þeirra af meðferðarúrræðum innan og utan fangelsis? Aðferð Eigindleg rannsóknaraðferð, Vancouver-skólinn í fyrirbæra - fræði, var notuð til að svara rannsóknarspurningunni. Mark - mið hans er að auka skilning á mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). Fyrirbærafræði hentar vel þegar rannsaka á jaðarhópa, en einstaklingar sem nota vímuefni og stunda refsiverða hátt- semi geta talist jaðarsettir (Lintonen o.fl., 2012; Rognli o.fl., 2015). Litið var á þátttakendur sem með rann sakendur og þess gætt í hvívetna að sýna þeim nærgætni og virðingu samkvæmt hugmyndafræði Vancouver-skólans. Gagnasöfnun og greining gagna Tólf þrepa rannsóknarferli Vancouver-skólans er eitt af megin- einkennum hans (sjá töflu 1 á næstu síðu). Á meðan unnið er að rannsókninni er farið í gegnum sjö vitræna ferla Vancouver- skólans í öllum 12 þrepunum: Að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman, og að sann- reyna (sjá mynd 1). Þátttakendur Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki og snjóboltaúr- taki. Skilyrði fyrir tilgangsúrtaki er að þátttakendur hafi reynslu af því sem á að rannsaka. Með snjóboltaúrtaki benda þátttak- endur á aðra hugsanlega þátttakendur, með sömu reynslu. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 83 Mynd 1. Vitrænn vinnuferill Vancouver-skólans í fyrirbæra - fræði 1. Að vera kyrr 2. Að ígrunda 4. Að velja 5. Að túlka 6. Að raða saman 7. Að sannreyna 3. Að koma auga á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.