Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 83
þeirra er með HIV og meira en helmingur er með lifrarbólgu C (Fíkniefna- og sakamálastofunun Sameinuðu þjóðanna, 2017). Húðsýkingar eru tíðar meðal þeirra (Dahlman o.fl., 2015) og það sama má segja um aðrar bakteríusýkingar, eins og sýkingar í hjartalokum (Rosenthal o.fl., 2016). Samfara auk- inni notkun vímuefna ölgar þeim sem hljóta refsidóma. Rann sóknarniðurstöður frá Bandaríkjunum, Kanada og Evr- ópu sýna að 60% handtekinna einstaklinga reyndust við skim - un jákvæðir út af að minnstu kosti einni gerð vímuefna við handtöku (Fíkniefna- og sakamálastofnun Sameinuðu þjóð - anna, 2018). Staðan er svipuð í Svíþjóð en þar er talið að um 70% þeirra sem afplána refsidóma eigi við áfengis- og annan vímuefnavanda að stríða (Mannerfelt og Håkansson, 2018). Konur og fangelsi Hlutfall kvenfanga fer hækkandi í heiminum. Talið er að um 600 þúsund konur hafi verið í fangelsi árið 2012 (Strathdee o.fl., 2015). Í Bandaríkjunum eru kvenfangar um sjö prósent þeirra sem afplána refsidóm og hefur hlutfallið aukist um 700% á milli áranna 1984 og 2014 (Mannerfelt og Håkansson, 2018). Kvenfangar sem hafa orðið fyrir áfalli í æsku eru í aukinni hættu á streitu, vanlíðan og lélegra heilsufarsástandi. Þessum föngum er jafnframt hættara við að verða fyrir geðröskun, vímuefnavanda, átröskun og lenda í kynlífsvinnu (De Hart o.fl., 2014; McCauley o.fl., 2019; Moloney o.fl., 2009). Í yfirlits- grein Karlsson og Zielenski (2018), þar sem teknar voru saman 42 rannsóknargreinar um kynferðislegt oeldi og geðröskun meðal kvenfanga, kemur fram að engin rannsókn hafi verið gerð á því hversu vel staðlaðir matskvarðar ná utan um alvar- leika þess, og hversu langvarandi kynferðislegt oeldi er gagn- vart konum sem hafa afplánað refsidóm. Í ljósi þess hversu algengt er að kvenfangar séu þolendur kynferðislegs oeldis hafa sumir rannsakendur gengið svo langt að álykta að kyn- ferðislegt oeldi geti varðað leið kvenna í fangelsi (Karlsson og Zielenski, 2018). Í ljósi ólíks reynsluheims karla og kvenna eru þarfir þeirra ólíkar þegar kemur að vímuefnameðferð, bæði innan og utan fangelsis. Það er því mikilvægt að litið sé heildrænt á þarfir kvenfanga og að konur í afplánun fái meðferð við vímuefna- vanda sínum og tækifæri til að vinna úr fyrri áföllum (Fazel o.fl., 2016; Mejía o.fl., 2015; Mollard og Hudson, 2016). Rannsakendur fundu engar íslenskar rannsóknir um reynslu kvenfanga af meðferðarúrræðum innan og utan fang- elsis. Kvenföngum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur og samræmist það rannsóknum erlendis frá. Fáar rannsóknar- greinar eru til um sértæka meðferð fyrir konur í fangelsum og beinast rannsóknir, sem til eru, iðulega að karlföngum eða blönduðum hópum (Zlotnick o.fl., 2003). Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynsluheim kvenna í íslensku fangelsi og reynslu þeirra af meðferðar - úrræðum innan og utan fangelsis. Er þá vonin að hægt verði að bjóða upp á frekari úrræði og jafnvel hvetja til viðameiri rannsókna á þessu sviði. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsluheimur kvenfanga í íslensku fangelsi og hver er reynsla þeirra af meðferðarúrræðum innan og utan fangelsis? Aðferð Eigindleg rannsóknaraðferð, Vancouver-skólinn í fyrirbæra - fræði, var notuð til að svara rannsóknarspurningunni. Mark - mið hans er að auka skilning á mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu (Sigríður Halldórsdóttir, 2016). Fyrirbærafræði hentar vel þegar rannsaka á jaðarhópa, en einstaklingar sem nota vímuefni og stunda refsiverða hátt- semi geta talist jaðarsettir (Lintonen o.fl., 2012; Rognli o.fl., 2015). Litið var á þátttakendur sem með rann sakendur og þess gætt í hvívetna að sýna þeim nærgætni og virðingu samkvæmt hugmyndafræði Vancouver-skólans. Gagnasöfnun og greining gagna Tólf þrepa rannsóknarferli Vancouver-skólans er eitt af megin- einkennum hans (sjá töflu 1 á næstu síðu). Á meðan unnið er að rannsókninni er farið í gegnum sjö vitræna ferla Vancouver- skólans í öllum 12 þrepunum: Að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman, og að sann- reyna (sjá mynd 1). Þátttakendur Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki og snjóboltaúr- taki. Skilyrði fyrir tilgangsúrtaki er að þátttakendur hafi reynslu af því sem á að rannsaka. Með snjóboltaúrtaki benda þátttak- endur á aðra hugsanlega þátttakendur, með sömu reynslu. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 97. árg. 2021 83 Mynd 1. Vitrænn vinnuferill Vancouver-skólans í fyrirbæra - fræði 1. Að vera kyrr 2. Að ígrunda 4. Að velja 5. Að túlka 6. Að raða saman 7. Að sannreyna 3. Að koma auga á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.