Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 6
6 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Annars konar bylgja í uppsiglingu Samkvæmt íslenskum yfirvöldum er COVID búið eftir tveggja ára baráttu og öllum takmörkunum verið aflétt innanlands. Á sama tíma hefur fjöldi innlagðra sjúklinga á heilbrigðsstofnanir og dagleg smit aldrei verið fleiri í landinu. Hjúkrunarfræðingar fara ekki varhluta af því, enda helsta stéttin í baráttunni, og finna því alltaf fyrir því mikla álagi sem farsóttinni hefur fylgt. Nú eru það ekki bara fleiri sjúklingar heldur einnig hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk sem sjálft er að veikjast og hefur það bitnað mjög á mönnuninni sem fyrir var af skornum skammti. Fjölskyldur okkar veikjast líka og sinna þarf m.a. veikum börnum. Í febrúar fór af stað undarleg umræða hjá yfirvöldum þar sem rætt var um að vegna skortsins á starfandi hjúkrunarfræðingum væri möguleiki á að þeir ættu að mæta veikir til vinnu. Eins og þá kom fram í fjölmiðlum er það að mínu mati algjör fásinna, þrátt fyrir að okkur vanti hjúkrunarfræðinga til starfa. Veikindarétturinn verður ekki brotinn og myndi félagið að sjálfsögðu bregðast snarlega við því. Jafnframt stríðir þetta gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og velti ég fyrir mér hvort þessi hugmynd hefði verið sett fram gagnvart öðrum stéttum þjóðfélagsins. Enn ein sönnunin fyrir því að ekki sitja allir við sama borð í augum yfirvalda. Yfirvöld hafa vitað af manneklunni í mjög mörg ár og hafa haft lausnir á borðinu sem þarf að hafa kjark og þor til að hrinda í framkvæmd og það ekki seinna en strax. Þessi staða er ekkert að koma upp núna og hefði verið hægt að bregðast við henni miklu fyrr. Ég hef miklar áhyggjur af aukningu á langvarandi veikindum hjúkrunarfræðinga og er fjöldi þeirra sem þiggja nú sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði félagsins er í sögulegu hámarki. Þá þarf að hafa í huga að hjúkrunarfræðingar sem leita aðstoðar sjóðsins, eru þá þegar búnir að nýta sinn veikindarétt hjá atvinnurekanda, sem er yfirleitt heilt ár. Við erum því í raun að sjá núna skriðu sem fór af stað eftir fyrsta ár COVID-faraldursins. Það sama má segja um fjölda hjúkrunarfræðinga sem leita til VIRK vegna starfsendurhæfingar. Þeir hafa aldrei verið jafnmargir. Það er jákvætt að hjúkrunarfræðingar skuli leita sér stuðnings, þurfi þeir á starfsendurhæfingu að halda, en það er verulegt áhyggjuefni hvað þeim hvað þeim fjölgar og hefur t.d. fjöldinn tvöfaldast frá 2018 og til ársins 2021. Framundan er sumarið og hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk langþreytt eftir gífurlega erfið tvö COVID-ár í undirmönnuðu heilbrigðiskerfi. Hjúkrunarfræðingar hafa staðið vaktina svo eftir því hefur verið tekið, keyrt áfram, sett fjölskyldu og sjálfa sig til hliðar og leyst verkefnin, bylgju eftir bylgju. Ég er ansi hrædd um að nú sé komið að skuldadögum. Ég held að nú sé í uppsiglingu annars konar bylgja í kjölfar COVID en það er bylgja afleiðinga langvarandi álags í starfi, uppsagna og flótta úr stéttinni vegna ófremdarástands í mönnunarmálum og starfs- umhverfi hjúkrunarfræðinga. En ekki ætlum við að missa móðinn enda verður þetta heilbrigðiskerfi ekki rekið án okkar hjúkrunarfræðinga. Nú er komin enn ein ríkisstjórnin og vil ég binda vonir við hana. Ég átti mjög góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra strax í janúar og fann þar mikinn vilja gagnvart okkar helstu baráttumálum og nauðsyn þessa að grípa þarf strax inn í ef ekki á fara verr en þegar er. Nýjasta dæmið þar er að hann hefur ákveðið að skipa starfshóp sem á að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Án efa verður haft samráð við félagið í þeirri vinnu. Nú er rétt ár þar til kjarasamningar losna á ný. Við höfum þegar hafið vinnuna við undirbúning komandi kjarasamninga og m.a. hafið samtal milli Fíh, ASÍ, BHM, BSRB og KÍ til að skoða þá sameiginlegu fleti sem við eigum í kjarabaráttunni og getum beitt okkur í sem eitt sterkt sameinað afl. Fundað er reglulega með trúnaðarmönnum, fram undan eru fundir með hjúkrunarfræðingum um land allt og í haust verður stór kjararáðstefna þar sem komandi samningar verða aðalmálið. Sífellt er verið að rýna í og meta kosti og galla verkefnisins um betri vinnutíma sem við síðan munum setja á vogarskálarnar og ákveða hvað við viljum gera í komandi kjarasamningum. Pistill formanns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.