Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 9
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 9 Ingibjörg fæddist 23. júní 1923 á Akureyri. Hún tók kennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands og stundaði íþróttakennslu áður en hún settist í Hjúkrunarskóla Íslands þá 34 ára gömul og lauk þaðan prófi í maí 1961. Strax eftir útskriftina lá leið hennar aftur til Akureyrar þar sem hún tók við stöðu hjúkrunarforstjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þann 1. júní 1961 sem hún sinnti í tíu ár. Veturinn 1964-1965 dvaldi hún í Danmörku og bætti við sig námi í hjúkrunarkennslu og spítalastjórn við Sygeplejeskolen í Árósum. Þar kynntist hún nýrri stétt sem kölluð var sygehjælpere og starfaði á sjúkrahúsum. Eftir heimkomuna hóf Ingibjörg baráttuna fyrir að sambærilegri menntun yrði komið á fót hér á landi og í framhaldinu tók hún það að sér. Fyrstu nemendurnir hér á landi hófu nám við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri haustið 1965 undir handleiðslu Ingibjargar og um vorið 1966 útskrifaðist fyrsti hópurinn. Nefndi Ingibjörg þessa nýju stétt, sjúkraliða. Fimm árum síðar, eða árið 1971, var Sjúkraliðaskóli Íslands stofnaður. Ingibjörg hafði alla tíð mikinn metnað fyrir hjúkrun og námi hjúkrunarfræðinga. Hún var einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem barðist fyrir því að koma hjúkrunarfræðinámi í Háskóla Íslands. Þeirri baráttu lauk með stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973. Var hún einn af brautryðjendum námsbrautarinnar og gegndi stöðu námsbrautarstjóra frá 1975- 1990. Það lýsir vel huga Ingibjargar til þróunar hjúkrunarfræðinnar og hjúkrunarfræðinga að hún hafði forgöngu að stofnun Rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og Minning ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins. Sjóðurinn heyrir undir styrktarsjóði Háskóla Íslands og hefur Ingibjörg styrkt sjóðinn í gegnum tíðina með rausnarlegum fjárframlögum. Forystukonur innan hjúkrunarstéttarinnar lögðu lengi að stjórnvöldum að ráða hjúkrunarkonu til starfa í ráðuneyti heilbrigðismála. Sumarið 1971 var orðið við þeim tilmælum þegar Ingibjörg var ráðin í stöðu fulltrúa í nýstofnuðu ráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Fljótlega var hún gerð að deildarstjóra, fyrst kvenna í slíkri stöðu innan Stjórnarráðsins, sem síðar breyttist í skrifstofustjóra. Ingibjörg starfaði þar í rúma tvo áratugi. Í störfum sínum í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu beitti hún sér fyrir margvíslegum málum til að efla hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu í landinu. Má þar nefna áhrif á lagasetningar um Hjúkrunarráð, sjálfstæði hjúkrunarstéttarinnar og heilsugæslu og byggingu heilsugæslustöðva á landsvísu. Þá sat hún í stjórnum ýmissa heilbrigðisstofnana, skóla, nefnda og ráða á sviði heilbrigðisþjónustunnar auk ritstarfa á því sviði. Ingibjörgu var sýndur margvíslegur heiður fyrir störf sín á sviði hjúkrunar og heilbrigðismála. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag 1988 og verið heiðursfélagi frá 1989 í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar þakka Ingibjörgu R. Magnúsdóttur störf hennar í þágu hjúkrunarfræðinga og þróunar og eflingu hjúkrunarfræðinnar hér á landi. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Ragnheiður Magnúsdóttir, heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, lést þann 20. janúar síðastliðinn. Með henni er genginn atorkusamur brautryðjandi í hjúkrun á Íslandi. Guðbjörg Pálsdóttir Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.