Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 11
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 11 Ragnheiður Ósk mætir áskorunum með jákvæðu hugarfari Ragnheiður Ósk segir að stærsta faglega áskorunin hafi verið að manna og halda öllum gangandi en hún stýrði þessu stóra batteríi sem sýnatökur og bólusetningar eru með jákvæðnina að leiðarljósi. Hún telur þó að önnur áskorun heilbrigðiskerfisins muni koma eftir faraldurinn því heilbrigðisstarfsfólk hafi verið undir miklu álagi og streitu í langan tíma. Hún telur að það eigi eftir að hafa afleiðingar og að það verði átak að keyra orkuna upp aftur. Næsta áskorun verður hversu fljótt við getum risið upp eftir þetta. Hver er Ragnheiður Ósk? Ég fæddist og átti heima á Hellu í Rangárvallarsýslu fyrstu fimm ár ævinnar en þá flyt ég Norður og ég segist alltaf vera Akureyringur. Á Akureyri lærði ég hjúkrun og var í þriðja árganginum sem hóf nám við HA, ég byrjaði árið 1989. Okkur fannst árgangurinn vera voðalega stór en við vorum 16 sem byrjuðum í hjúkrun en fyrstu tvö árin höfðu einungis átta hafið nám. Ég kláraði hjúkrunarnámið og strax á fyrsta ári fór ég í verknám á barnadeildinni á Akureyri, en þar hafði aldrei verið nemi áður. Á barnadeildinni var mér ofsalega vel tekið og barnahjúkrunin heillaði mig mikið. Ég var þar svo öll sumur og vann þar eftir útskrift árið 1993. Varstu alltaf ákveðin í að læra hjúkrun? Ég ætlaði alltaf að vinna með fólki og ég fann að það skipti mig miklu máli. Í menntaskóla heillaði viðskiptafræði marga sem ætluðu svo jafnvel að fara að vinna í banka en mér fannst það hljóta að vera hrútleiðinlegt og ekki spennandi. Mér fannst meira spennandi að vinna með fólki og mér fannst líka ofsalega spennandi að geta unnið út um allan heim og var á þessum tíma alveg viss um að ég myndi gera það, en svo hef ég aldrei gert það. Ég var á heilbrigðisbraut í Verkmenntaskólanum og fannst það mjög skemmtilegt og það lá því beinast við að fara í hjúkrun. Við fluttum svo suður til Reykjavíkur árið 1995 og þá fór ég að vinna á barnadeildinni á Borgarspítalanum. Fljótlega fór ég í meistaranám í fjölskyldu- hjúkrun og var í fyrsta árganginum í meistaranáminu við HÍ. Leiðbeinandi minn var Erla Kolbrún Svavarsdóttir og þetta var mjög skemmtilegur tími og skemmtilegur hópur í náminu með mér. Ég kláraði meistaranámið í fjölskyldu- og barnahjúkrun árið 2000 og þá fór ég aftur að vinna á barnaspítalanum og var verkefniastjóri þegar sameining barnaspítalans á Hringbraut og í Fossvogi er í gangi. Á þessum tíma var ég búin að læra allt um fræðin og var komin í verkefnastjórastöðu, ég upplifði þá að mig vantaði þekkingu eða færni í því hvernig ætti að útdeila Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur staðið í ströngu í heimsfaraldrinum við að skipuleggja sýnatökur og bólusetningar, ásamt samstarfsfólki sínu. Ragnheiður Ósk var valin maður ársins 2021 og tileinkar hún tilnefninguna öllu heilbrigðisstarfsfólki sem staðið hefur í eldlínunni undanfarin tvö ár. Við fengum Ragnheiði í smáspjall. Viðtal: Kristín Rósa / Myndir: Sigríður Elín og úr einkasafni. Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.