Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 17
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 17 Kaffi eða te? Kaffi á morgnana en ég fæ mér alltaf tebolla í hádeginu. Uppáhaldsborgir? París og Veróna á Ítalíu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla að ferðast um Ísland. Ég hef lítið frí fengið síðastliðin sumur og vona að ég fái gott sumarfrí núna í sumar. Síðasta sumar skrapp ég á Vestfriði og kannski ég skreppi á Austfirði í sumar. Við eigum hús á Grenivík sem er okkar afdrep. Mér finnst mikil hvíld að fara þangað í sveitaloftið. Maðurinn minn er frá Grenivík og þar eru yndislegir bæjarbúar og náttúra, við förum í göngutúra, hjólum og skíðum. Mottó Að brosa og gefa frá sér jákvæða strauma. Það hefur alltaf fylgt mér og mér líður betur þegar ég næ að brosa. Örstutt að lokum Hvað með þig persónulega? Þetta hefur ekki breytt mér en ég sé á hverjum degi hvað starfsfólkið mitt er frábært og gaman að vinna með því. Ég hlakka alltaf til að mæta til vinnu og get ekki hrósað starfsfólkinu mínu sem ég kalla COVID-stríðsmennina, nógsamlega. Þetta eru ekki bara heilbrigðisstarfsmenn, þetta er skemmtileg teymisvinna með alls konar fólki sem við höfum lært mikið af. Mér finnst ég hafa lært að horfa á stóru myndina, hvað það er sem skiptir máli, að festast ekki í smáatriðum og að treysta samstarfsfólkinu. Ég sem stjórnandi er meira í því hlutverki að hvetja starfsfólk og góðar hugmyndir áfram. Það er svo mikill fjársjóður í góðu starfsfólki og mikilvægt að virkja mannauðinn, hvetja hann áfram en ekki vera að anda ofan í hálsmálið á fólki Hvernig hlúir þú að sjálfri þér eftir annasaman dag? Þá hlusta ég á góða bók, annars er hugurinn alltaf við vinnuna. Ég er alæta á bækur en þegar ég þarf að hvíla hugann hlusta ég oft á spennusögu en svo þegar ég slekk á sögunni man ég varla um hvað hún var en hún hvíldi hugann og fékk mig til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna um stund. Hver eru áhugamál þín? Ég elska að fara á skíði, ég er á svigskíðum, göngu- skíðum og fjallaskíðum og ég elska alla útiveru. Einnig að vera með fjölskyldunni en ég á mann, þrjá syni, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, þannig að fjölskyldan fer stækkandi. Hjónin hamingjusöm í skíðafríi „Ég elska að fara á skíði, ég er á svigskíðum, gönguskíðum og fjallaskíðum og ég elska alla útiveru.“ Viðtal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.