Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 17
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 17
Kaffi eða te?
Kaffi á morgnana en ég fæ mér alltaf tebolla í hádeginu.
Uppáhaldsborgir?
París og Veróna á Ítalíu.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu?
Ég ætla að ferðast um Ísland. Ég hef lítið frí fengið síðastliðin
sumur og vona að ég fái gott sumarfrí núna í sumar. Síðasta
sumar skrapp ég á Vestfriði og kannski ég skreppi á Austfirði
í sumar. Við eigum hús á Grenivík sem er okkar afdrep. Mér
finnst mikil hvíld að fara þangað í sveitaloftið. Maðurinn
minn er frá Grenivík og þar eru yndislegir bæjarbúar og
náttúra, við förum í göngutúra, hjólum og skíðum.
Mottó
Að brosa og gefa frá sér jákvæða strauma. Það hefur alltaf
fylgt mér og mér líður betur þegar ég næ að brosa.
Örstutt að lokum
Hvað með þig persónulega?
Þetta hefur ekki breytt mér en ég sé á hverjum degi
hvað starfsfólkið mitt er frábært og gaman að vinna
með því. Ég hlakka alltaf til að mæta til vinnu og
get ekki hrósað starfsfólkinu mínu sem ég kalla
COVID-stríðsmennina, nógsamlega. Þetta eru ekki
bara heilbrigðisstarfsmenn, þetta er skemmtileg
teymisvinna með alls konar fólki sem við höfum lært
mikið af. Mér finnst ég hafa lært að horfa á stóru
myndina, hvað það er sem skiptir máli, að festast
ekki í smáatriðum og að treysta samstarfsfólkinu.
Ég sem stjórnandi er meira í því hlutverki að hvetja
starfsfólk og góðar hugmyndir áfram. Það er svo
mikill fjársjóður í góðu starfsfólki og mikilvægt að
virkja mannauðinn, hvetja hann áfram en ekki vera að
anda ofan í hálsmálið á fólki
Hvernig hlúir þú að sjálfri þér eftir annasaman
dag?
Þá hlusta ég á góða bók, annars er hugurinn alltaf
við vinnuna. Ég er alæta á bækur en þegar ég þarf
að hvíla hugann hlusta ég oft á spennusögu en svo
þegar ég slekk á sögunni man ég varla um hvað hún
var en hún hvíldi hugann og fékk mig til að hugsa um
eitthvað annað en vinnuna um stund.
Hver eru áhugamál þín?
Ég elska að fara á skíði, ég er á svigskíðum, göngu-
skíðum og fjallaskíðum og ég elska alla útiveru.
Einnig að vera með fjölskyldunni en ég á mann, þrjá
syni, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, þannig að
fjölskyldan fer stækkandi.
Hjónin hamingjusöm í skíðafríi
„Ég elska að fara á skíði,
ég er á svigskíðum,
gönguskíðum og
fjallaskíðum og ég elska
alla útiveru.“
Viðtal