Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 19
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 19 HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM Birgitta Rún Guðmundsdóttir ? Erfitt að finna jákvæðari hjúkrunarfræðing og kennara en Marianne Klinke Nafn: 25 ára. Stjörnumerki: Meyja Á hvaða ári ertu í náminu? Ég er á fjórða ári. Hvers vegna valdir þú hjúkrunarfræði? Ég valdi hjúkrunarfræði því mig hefur lengi langað til að verða ljósmóðir. Ég kynntist svo hjúkrunarstarfinu betur þegar ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 17 ára og þá var ekki aftur snúið. Gætir þú hugsað þér að starfa sem hjúkrunarfræðingur erlendis í framtíðinni? Já, ég gæti hugsað mér að starfa erlendis. Mig hefur alltaf langað til að fara út í hjálparstarf. Skemmtilegasta fagið? Örveru- og sýklafræði fannst mér virkilega skemmtilegt fag. Erfiðasta fagið? Lífeðlisfræði II, það flæktist eitthvað fyrir mér. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Hvað þessi tími hefur verið fljótur að líða og hversu mikið maður lærir í klíníska náminu. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Nei, ekkert fag sem mér finnst vanta en það eru nokkur fög sem mér finnst að hefði mátt fara betur í eins og til dæmis líffærafræði og áfanga um samskipti. Ætlar þú að fara í framhaldsnám? Já, ég ætla í framhaldsnám í framtíðinni. Barnahjúkrun og ljósmóðurfræði eru efst á lista eins og er. Hressasti kennarinn? Marianne Klinke, held það sé erfitt að finna jákvæðari hjúkrunarfræðing og kennara en hana. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa? Herminám í bráðahjúkrun þar sem að kennararnir tóku hlutverk sitt sem aðstandendur virkilega alvarlega. Flottasta fyrirmyndin í faginu? Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun. Hún er frábær kennari og einnig hefur hún farið oft út í hjálparstarf og það er eitthvað sem mig hefur langað til að gera og því vil ég nefna hana. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi? Góð samskipti og góð nærvera. Hvar langar þig helst að vinna að námi loknu? Ég var svo heppin að fá vinnu á barnadeildinni á Barnaspítala Hringsins eftir að ég kláraði þriðja árið og þar hef ég hugsað mér að vinna að loknu námi. Uppáhaldslæknadrama? Grey‘s Anatomy hefur vinningin og The Good Doctor. Besta ráðið við prófkvíða? Sofa vel, halda rútínu, taka pásur og hreyfa sig. Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman? Kaffi og mikið af því. Besta nestið? Flatkökur og skyr verður mjög oft fyrir valinu. Besta næðið til að læra? Heima í stofu eða á Þjóðarbókhlöðunni. Hvernig nærir þú andann? Fer á æfingu, göngutúra þar sem ég hlusta á hlaðvörp og svo finnst mér kvöldsund mjög slakandi og nærandi. Líkamsrækt eða letilíf á frídögum? Mér finnst alltaf gott að hreyfa mig svolítið fyrst og svo letilíf eftir það. Þrjú stærstu afrek í lífinu? Ég fór til Bretlands sem au pair í eitt ár. Ég var í landsliðúrvali unglinga í áhaldafimleikum, klárað stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og er alveg að ljúka námi í hjúkrunarfræði þrátt fyrir að vera lesblind. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar? Já, ég hef áhyggjur af hlýnun jarðar og öllu sem fylgir. Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum? Ég reyni að nota bílinn minn sem minnst og kaupa frekar fjölnota vörur en einnota. Hvað gleður þig mest í lífinu? Fjölskyldan mín. Einnig þakklæti foreldra barna sem ég hef sinnt í mínu starfi og tilfinningin þegar maður veit að maður hefur hjálpað fólki á erfiðum stundum, það er góð tilfinning. Hvað hryggir þig helst? Að það sé stríð í heiminum í dag og að ekki allir geti búið við ásættanlegar aðstæður. Uppáhaldsveitingastaður? Forréttabarinn. Hvers saknaðir þú mest í heimsfaraldri? Að geta ekki hitt allt fólkið mitt og að geta ekki farið til útlanda. Fallegasta borg í heimi? Búdapest að sumri. Besti bar fyrir hamingjustundir (happy hour)? Petersen svítan á góðum sumardegi. Falin perla í náttúru Íslands? Myrkárgil á Borgarfirði. Besta baðið? Vök Baths. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Ég myndi segja að ég væri jákvæð, drífandi, mjög samviskusöm og taki stundum kannski fullmikla ábyrgð á öllum öðrum í kringum mig. Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun? Gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga meira aðlaðandi og tala um starfið á uppbyggilegri hátt. Alveg að lokum hvað finnst þér vanta í Tímarit hjúkrunarfræðinga? Það væri gaman að sjá kannski einhverjar sturlaðar staðreyndir um hjúkrun. Hjúkrunarfræðineminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.