Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 27
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 27 ,,Svefninn er mikilvægari en mataræði og hreyfing því ef þú ert ekki vel hvíld eru meiri líkur á að þú leitir í skyndiorku. Sömuleiðis hefur þú ekki sama úthald og þrek ef þú ert þreytt, svefn er auk þess mikilvægur fyrir endurheimt, líkaminn fer má segja í viðgerðarfasa þegar við sofum og svefn er mikilvægur til að vinna úr upplýsingum. Rannskóknir sýna að þú bætir ekki upp tapaðan svefn og ef svefninn er í ,,rugli“ getur reynst árangursíkt að setja reglu á hann, fara á sama tíma að sofa og vakna á sama tíma. Svo eru það þessir koffíndrykkir en rannsóknir sýna að þeir sem drekka mikið koffín fá minna af djúpum svefni. Best er að sleppa koffíni eftir klukkan eitt á daginn til að ná góðum svefni,“ segir hún brosandi. Fjölskyldan nánari eftir hjartastopp um miðja nótt Óla er í sambúð með Friðleifi Friðleifsyni sem er líka mikill hlaupari. Þau kynntust þegar þau voru um tvítugt og eiga þau þrjá syni sem hljóta að hafa smitast af hlaupabakteríu foreldranna eða hvað? ,,Já, þeir eru allir miklir íþróttagaurar, sá elsti var lengi í fótbolta og er búinn að vera mörg ár í Boot Camp líka, við æfum oft saman þar. Miðjan er á kafi í fótbolta og spilar með meistaraflokki Hauka og sá yngsti er í fótbolta og golfi. Þeir hlaupa líka allir og hafa komið með mér á Spartan-mót, eru allir þrír mjög liprir og flottir íþróttamenn,“ segir hún ánægð með synina þrjá. Hvar sérðu sjálfa þig eftir fimm ár? Mér finnst ég vera komin á þann stað að ég er farin að íhuga hversu lengi ég muni hafa gaman af því að keppa, ég er mjög samviskusöm og set mikla pressu á sjálfa mig ef ég er búin að skrá mig í hlaup, þá er fókusinn þar. Þannig að eftir fimm ár ætla ég að vera farin að setja minni pressu á mig og njóta meira. Ég vil vera í formi fyrir lífið og geta Óla hefur verið með sumarnámskeið þar sem hún kennir tæknileg atriði til að takast á við ólíkar hindranir og segir aldrei að vita hvort það verði haldið eitt slíkt á komandi sumri. Áhugasamir geta sent henni skilboð í gegnum Instagram þar sem hún er undir olakvaran. ,,Hann fór í hjartastopp í svefni, þetta gerðist undir morgun, ég svaf illa þessa nótt og vaknaði við það sem ég hélt að væru hrotur og ýtti í hann en áttaði mig þá á því að hann var kaldur og blár.“ gert það sem mig langar, hvort sem það er að fara á fjallahjól eða kajak. Ég er nýlega búin að eignast mitt fyrsta fjallahjól og vildi að ég hefði kynnst því sporti fyrr það er svo skemmtilegt og góð útivist. Markmiðið í mínum huga er bara að hafa heilsu til að takast á við lífið því ef maður er í góðu formi ræður maður líka betur við erfiðleika sem koma upp í lífinu. Ég fann það þegar maðurinn minn fór í hjartastopp um miðja nótt heima hjá okkur fyrir nokkrum árum. Hann fór í hjartastopp í svefni, þetta gerðist undir morgun, ég svaf illa þessa nótt og vaknaði við það sem ég hélt að væru hrotur og ýtti í hann en áttaði mig þá á því að hann var kaldur og blár. „Ég hnoðaði og blés í hann þar til sjúkrabílinn kom og þau náðu að stuða hann í gang aftur. Þrátt fyrir að hafa verið rannsakaður í botn og gott eftirlit hefur ekki fundist nein skýring hvers vegna hann fór í stoppið. Hann er með óútskýrðar raftruflanir í hjartanu og gengur í raun á bjargráði í dag. Mönguð þessi tækni,“ útskýrir hún og bætir við að þessi lífreynsla hafi haft mikil áhrif á fjölskylduna. ,,Strákarnir okkar voru allir heima þegar þetta gerðist og vöknuðu auðvitað við lætin. En það var svo sláandi hvað þeir upplifðu þetta á mismunandi hátt, sjúkrahúsprestur talaði við okkur áður en hann kom heim af sjúkrahúsinu og þeir vildu helst ekki fá pabba sinn heim strax, fannst hann öruggari þarna á spítalanum. Það eru liðin sex ár síðan þetta gerðist og ég held að þetta hafi breytt hugsunarhætti mínum og lífsviðhorfi, núna er ég svo meðvituð um mikilvægi þess að hafa heilsu og við fjölskyldan erum meira meðvituð um að lifa hvern dag og njóta lífsins. Við erum mjög náin, förum saman í ferðalög og það er regla að það er alltaf eða oftast kvöldmatur, okkur finnst gott að ná að spjalla saman yfir kvöldmatnum þótt það sé ekki alltaf full mæting þar sem það eru oft æfingar á matartíma,“ segir hún að endingu. Viðtal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.