Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 45
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 45
„Það þarf að meta verkefnið í
heild með kostum og göllum.“
Kjörnefnd auglýsir
eftir framboðum
Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir
framboðum í stjórn félagsins og ritnefnd Tímarits hjúkrunar-
fræðinga fyrir kjörtímabilið 2022-2024. Einnig er auglýst eftir
skoðunarmönnum fyrir kjörtímabilið 2022-2023:
1. Stjórn félagsins: 3 stjórnarmenn og 1 varamaður
2. Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga: 3 fulltrúar
(2 í almenna hluta ritnefndar og 1 í ritrýnda hlutann).
Sú krafa er gerð að fulltrúi í ritrýnda hluta hafi doktors-
menntun eða sé langt kominn með námið.
3. Skoðunarmenn: 2 skoðunarmenn.
Samkvæmt lögum félagsins er kosið til tveggja ára í senn,
nema í tilfelli skoðunarmanna, þar er kosið til eins árs í senn.
Hámarksseta í nefndum og stjórn er fjögur tímabil samfellt.
Félagsmenn með fulla aðild eru kjörgengir í sjóði, nefndir og
ráð á vegum félagsins ef lög þess kveða ekki á um aðra
skipan.
Félagsmenn með fagaðild og lífeyrisaðild eru kjörgengir í
nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þess kveða ekki á um
aðra skipan.
Kosning fer fram á aðalfundi félagsins 12. maí 2022.
Framboð tilkynnist til kjörnefndar í netfangið
kjornefnd@hjukrun.is
Framboðsfrestur er til 8. apríl 2022
Hlutverk Fíh í verkefninu er að fylgjast með
og greina framgang þess á vinnustöðum
hjúkrunarfræðinga, fylgjast með lykilmæli-
kvörðum sem og að eiga samtal við hjúkrunar-
fræðinga um árangur og annmarka verkefnisins.
Það skiptir Fíh miklu máli að eiga gott og gagnvirt
samtal við alla hjúkrunarfræðinga er varðar framhald
verkefnisins áður en næstu kjarasamningar verða
gerðir. Það þarf að meta verkefnið í heild með kostum
og göllum. Ákveða þarf hvort festa eigi breytinguna
með betri vinnutíma og styttingu vinnuviku í sessi
og ef svo verður, hvaða þætti þarf að betrumbæta í
verkefninu.
Nú þegar er vitað um þætti sem taka þarf til endurskoðunar. Það er ákveðin
gagnrýni komin fram vegna jöfnun vinnuskila og áhrif þeirra á vaktahvata, sem
og vaktaálag á stórhátíðisdögum. Einnig er margt sem bendir til þess að aðlaga
þurfi uppfyllingarskilyrðin fyrir vaktahvata, áhrif fjölda mætinga og tíma utan
dagvinnumarka svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru þættir sem eru í stöðugri skoðun
og verða út samningstímann.
Það er mikið til af fræðsluefni á vefsíðu Fíh, á síðunni betrivinnutími.is, sem og í Fylgiskjölum 1
(dagvinna) og 2 (vaktavinna) í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Betri vinnutíma er ætlað að efla heilsu
og öryggi og koma öllum til góða: Starfsfólki, stjórnendum og almenningi.