Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 45
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 45 „Það þarf að meta verkefnið í heild með kostum og göllum.“ Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum í stjórn félagsins og ritnefnd Tímarits hjúkrunar- fræðinga fyrir kjörtímabilið 2022-2024. Einnig er auglýst eftir skoðunarmönnum fyrir kjörtímabilið 2022-2023: 1. Stjórn félagsins: 3 stjórnarmenn og 1 varamaður 2. Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga: 3 fulltrúar (2 í almenna hluta ritnefndar og 1 í ritrýnda hlutann). Sú krafa er gerð að fulltrúi í ritrýnda hluta hafi doktors- menntun eða sé langt kominn með námið. 3. Skoðunarmenn: 2 skoðunarmenn. Samkvæmt lögum félagsins er kosið til tveggja ára í senn, nema í tilfelli skoðunarmanna, þar er kosið til eins árs í senn. Hámarksseta í nefndum og stjórn er fjögur tímabil samfellt. Félagsmenn með fulla aðild eru kjörgengir í sjóði, nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þess kveða ekki á um aðra skipan. Félagsmenn með fagaðild og lífeyrisaðild eru kjörgengir í nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þess kveða ekki á um aðra skipan. Kosning fer fram á aðalfundi félagsins 12. maí 2022. Framboð tilkynnist til kjörnefndar í netfangið kjornefnd@hjukrun.is Framboðsfrestur er til 8. apríl 2022 Hlutverk Fíh í verkefninu er að fylgjast með og greina framgang þess á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga, fylgjast með lykilmæli- kvörðum sem og að eiga samtal við hjúkrunar- fræðinga um árangur og annmarka verkefnisins. Það skiptir Fíh miklu máli að eiga gott og gagnvirt samtal við alla hjúkrunarfræðinga er varðar framhald verkefnisins áður en næstu kjarasamningar verða gerðir. Það þarf að meta verkefnið í heild með kostum og göllum. Ákveða þarf hvort festa eigi breytinguna með betri vinnutíma og styttingu vinnuviku í sessi og ef svo verður, hvaða þætti þarf að betrumbæta í verkefninu. Nú þegar er vitað um þætti sem taka þarf til endurskoðunar. Það er ákveðin gagnrýni komin fram vegna jöfnun vinnuskila og áhrif þeirra á vaktahvata, sem og vaktaálag á stórhátíðisdögum. Einnig er margt sem bendir til þess að aðlaga þurfi uppfyllingarskilyrðin fyrir vaktahvata, áhrif fjölda mætinga og tíma utan dagvinnumarka svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru þættir sem eru í stöðugri skoðun og verða út samningstímann. Það er mikið til af fræðsluefni á vefsíðu Fíh, á síðunni betrivinnutími.is, sem og í Fylgiskjölum 1 (dagvinna) og 2 (vaktavinna) í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Betri vinnutíma er ætlað að efla heilsu og öryggi og koma öllum til góða: Starfsfólki, stjórnendum og almenningi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.