Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 48
Mig hafði lengi langað að vinna á gjörgæslunni en lét ekki verða af því fyrr en sjö árum eftir útskrift þá með nokkurra ára reynslu frá hjartadeild og af störfum erlendis í farteskinu. Síðan þá eru liðin 21 ár og mikil breyting hefur orðið á starfsemi deildarinnar á þeim tíma svo ekki sé minnst á aukið álag. Þrátt fyrir það er alltaf viss eftirvænting að mæta til vinnu enda tel ég að vandfundið sé eins frábært samstarfsfólk og þar. Vaktin byrjar klukkan 15 en ég er mætt snemma. Mér finnst gott að taka inn stemninguna á deildinni áður en ég byrja og fá mér einn kaffibolla með þeim sem eru að koma á kvöldvaktina með mér. Fá að heyra aðeins hvernig gengur með ákveðna sjúklinga, skoða planið fyrir vaktina og undirbúa mig fyrir verkefnin sem fyrir liggja. Á þessari vakt er deildin full, þar af eru tveir sjúklingar með virka COVID-19 sýkingu og þegar ég geng inn á deildina sé ég samstarfsfólk klæða sig í hlífðarfatnað sem þarf að vera í til að sinna þeim sjúklingum af öryggi. Þessa vakt er ég vaktstjóri, ég byrja á því að spjalla við vaktstjóra morgunvaktar. Þá fæ ég yfirsýn yfir þá sjúklinga sem liggja á deildinni og við förum yfir mönnun. Við erum sammála um að mönnun næturvaktar sé tæp og ekki megi mikið út af bregða því hlutirnir geti breyst hratt á gjörgæsludeild. Við förum yfir möguleika í stöðunni og ákveðum að ég skuli reyna að finna einhvern sem getur verið á aukavakt næstu nótt. Ég sendi nokkur SMS til starfsmanna sem eru í fríi og set inn færslu á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga deildarinnar og spyr hvort einhver geti komið á aukavakt. Yfirfærsla klínískrar ábyrgðar á milli vakta er misjafnlega útfærð eftir deildum en á gjörgæslunni fer hún oft fram við rúm sjúklings. Það er að mörgu að hyggja og vaktaskiptin eru oft notuð til skoðanaskipta um hjúkrunarmeðferð sjúklings þar sem ýmsar hugmyndir eru ræddar. Að því loknu gera hjúkrunarfræðingar öryggistékk þar sem farið er yfir tækjabúnað, lyf og annað í umhverfi sjúklings sem gæti þurft að nota á vaktinni sem fram undan er. Venjulega er einn hjúkrunarfræðingur með hvern sjúkling, stundum tveir ef sjúklingur er mjög krítískt veikur eða í einangrun. Sjúklingar á gjörgæslu eru í langflestum tilvikum undir ströngu eftirliti sem þýðir meðal annars að þeir eru aldrei skildir eftir einir, það eru alltaf hjúkrunarfræðingar og/eða sjúkraliðar á sjúkrastofunni. Ég fer á allar stofur til að sjá hvort ég get aðstoðað. Það er yfirvofandi andlát á deildinni og þann sjúkling þarf að flytja á einbýli og til þess þarf margar hendur. Að því loknu slökkvum við ljós á ganginum á deildinni. Það er gert af virðingu við þann sem er að skilja við en ekki síst til að minna starfsfólk og gesti deildarinnar á að ganga hljóðlega um. Ég er svo hjá sjúklingnum á meðan sá hjúkrunarfræðingur sem hugsar um hann fer inn í aðstandendaherbergi og ræðir við fjölskyldu sjúklingsins. Va kt in m ín Kvöldvakt á gjörgæsludeild á Hringbraut Gjörgæsludeildin á Hringbraut sinnir fjölbreyttum sjúklingahópi, bæði börnum og fullorðnum. Deildin er sjö rúma deild og er ein þriggja gjörgæsludeilda á landinu. Áslaug Arnoldsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur Orri Jökulsson og Sólveig Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingar á vaktinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.