Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 52
52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Barneignarferli á tímum COVID-19 Meðganga Meðganga felur í sér áskoranir sem geta haft áhrif á andlega, líkamlega og félagslega líðan kvenna. Almennt þá eru barnshafandi konur ekki líklegri til að upplifa meiri streitu og kvíða en aðrar konur sem ekki eru barnshafandi. Þær konur sem glíma við erfiðleika á meðgöngu eru þó í aukinni hættu á að upplifa meiri streitu og kvíða samanborið við þær sem ganga í gegnum meðgöngu án vandkvæða (Stepowicz o.fl., 2020). Félags- og efnahagslegir þættir í kjölfar COVID-19 virðast heilt yfir hafa meiri áhrif á konur en karla og getur meðganga á þessum tímum verið sérstaklega viðkvæmt tímabil (Kotlar o.fl., 2021). Rannsóknir sem til eru í dag sýna fram á að barnshafandi konur eru ekki í aukinni áhættu á að smitast og litlar líkur eru á að smituð móðir beri COVID-19 smit til barns í fæðingu eða með brjóstagjöf (Vazquez-Vazquez o.fl., 2021). Upplýsingar um hvaða áhrif COVID-19 getur haft á meðgöngu og langtímaáhrif á nýburann eru enn af skornum skammti (Stepowicz o.fl., 2020). Stepowicz og félagar (2020) rannsökuðu streitu og kvíða meðal barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra í COVID-19 faraldrinum. Í rannsókninni kom fram að þær konur sem glímdu við andleg veikindi fyrir faraldurinn voru í aukinni hættu á að glíma við streitu á meðgöngu. Barnshafandi konur sem voru einhleypar eða í óformlegu sambandi voru einnig líklegri til að finna fyrir auknum kvíða á meðgöngu á tímum COVID-19 heldur en þær sem voru giftar. Ástæður fyrir því voru taldar vera að einhleypar konur upplifi meiri óstöðugleika og óvissu en giftar konur sem upplifa ró og öryggi í sam- bandi sínu (Stepowicz o.fl., 2020). Félagsleg einangrun og sóttkví getur aukið hættu á andlegum veikindum meðal barnshafandi kvenna. Á tímum COVID-19 hefur tíðni kvíða og þunglyndiseinkenna barnshafandi kvenna aukist (Kotlar o.fl., 2021). Kvíðinn var meiri á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar en á seinni stigum og í sængurlegu (Stepowicz o.fl., 2020). Óvissan sem fylgir faraldrinum og skortur á stuðningi frá vinum og fjölskyldu getur aukið streitu á meðgöngu (Kotlar o.fl., 2021). Fæðing og sængurlega Frá því COVID-19 faraldurinn hófst hafa miklar breytingar orðið á þjónustu við foreldra í gegnum barneignarferlið. Víðsvegar um heiminn hafa mæður ekki getað fengið þann stuðning sem þær kjósa í fæðingunni. Í sumum löndum hefur stuðningur frá maka og öðrum stuðningsaðilum verið bannaður í fæðingu meðan önnur lönd leyfa að einn stuðningsaðili sé viðstaddur fæðingu. Flest sjúkrahús hafa sett þau skilyrði að stuðningsaðilinn sé ekki með nein einkenni COVID-19. Á flestum stöðum mátti stuðningsaðili aðeins vera á meðan fæðingu stendur en ekki í sængurlegu (Davis-Floyd o.fl., 2020). Rannsókn Vazquez-Vazquez o.fl. (2021) sem náði til mæðra með barn yngra en eins árs leiddi í ljós að meðal mæðra sem áttu barn í miðju útgöngubanni í Bretlandi lýstu 39% breytingum á fæðingaráætlun sökum faraldursins. Helstu breytingarnar sem þær lýstu voru að þurfa að fæða á sjúkrahúsi en ekki á ljósmæðrastýrðri einingu, hafa ekki möguleikann á að fæða í vatni, eiga ekki kost á heimafæðingu, hafa aðeins mátt hafa einn stuðningsaðila í fæðingunni og einungis þegar komið var að virkri fæðingu (Vazquez-Vazquez o.fl., 2021). Barnshafandi konur geta upplifað mikla streitu og kvíða við að ákveða hvar þær vilja eiga barnið upp á hvaða stuðning þær geta haft í fæðingunni. Þetta getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér varðandi líðan móður s.s. fæðingarþunglyndi í kjölfar þess að vera skildar eftir einar á sjúkrahúsi eftir fæðingu án stuðnings frá maka (Davis-Floyd o.fl., 2020). COVID-19 hefur aukið hræðslu barnshafandi kvenna og fjölskyldna þeirra þar sem mæður upplifðu tilfinningar um að hafa ekki stjórn á aðstæðum og fundu fyrir mikilli óvissu með framtíðina (Souto o.fl., 2020). Þegar faraldurinn stóð sem hæst í Bretlandi voru mæður útskrifaðar af sjúkrahúsi stuttu eftir fæðingu og fengu aðeins eina til tvær vitjanir frá ljósmæðrum í heimaþjónustu (MacGregor o.fl., 2020). Útgöngubann hafði töluverð áhrif á stuðningsnet þeirra. Minni stuðningur frá vinum og vonbrigði yfir að geta ekki hitt aðrar mæður í ýmsum mömmuhópum (Vazquez-Vazquez o.fl., 2021). Að minnka stuðningsnet mæðra eftir fæðingu eykur áhættuna á verri andlegri heilsu og eru vísbendingar um aukningu andlegra vandamála hjá mæðrum sem áttu barn í miðjum COVID-19 faraldri (MacGregor o.fl., 2020). Í rannsókn Ollivier o.fl. (2021) kom fram að á tímum heims- faraldurs þótti konum þær fá takmarkaðar upplýsingar um úrræði við fæðingarþunglyndi. Margar mæður upplifðu mikla óvissu með tilfinningar sínar og vildu fá staðfestingu á því að það sem þær upplifðu væru eðlilegar tilfinningar og þær þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Í dag er víða hægt að leita sér aðstoðar við fæðingarþunglyndi en á tímum COVID-19 virðist sú þjónusta ekki hafa verið sett í forgang og því síður aðgengileg en önnur heilbrigðisþjónusta (Ollivier o.fl., 2021). Fyrir tíma COVID-19 voru konur líklegri til að horfa á fæðingu með eftirvæntingu og tilhlökkun en á tímum COVID-19 breyttust þær tilfinningar hjá mörgum konum í hræðslu, óvissu og sorg. Fyrri fæðingarreynsla getur haft áhrif á væntingar kvenna til næstu fæðingar. Ekki hefur verið sýnt fram á að COVID-19 smitist til barns í gegnum fæðingarveg, berist til barns í gegnum fylgju eða legvatn en takmörkuð gögn eru til um það (Souto o.fl., 2020). Mæðravernd og þjónusta við foreldra Mæðravernd tók miklum breytingum í COVID-19 faraldrinum. Ekki var aðeins gripið til takmarkana varðandi stuðningsaðila heldur var einnig mikil breyting á hvernig mæðravernd var háttað. Á sumum sjúkrahúsum fór mæðravernd að hluta til fram í gegnum fjarfundabúnað og síma (Davis-Floyd o.fl., 2020). Í Bretlandi var gripið til þess ráðs að senda konur heim með blóðþrýstingsmæli og viðmiðunargildi með fyrirmælum um að að mæla sig sjálfar reglulega (Kotlar o.fl., 2021). Þá voru vitjanir ljósmæðra einnig á sumum stöðum styttar og þeim fækkað (Davis-Floyd o.fl., 2020). Fjöldi heilbrigðisstofnana þurfti að loka alfarið og varð þá meira álag á öðrum stofnunum eins og spítölum. Spítalar hafa þurft að setja reglur um fjölda fólks í hverju herbergi og hversu langan tíma mæður mega dvelja eftir fæðingu. COVID-19 hefur því haft neikvæðar afleiðingar á aðgengi og gæði þjónustu verðandi mæðra (Kotlar o.fl., 2021). Verðandi mæður hafa upplifað á þessum fordæmalausu tímum ótta og kvíða við COVID-19 og það að smitast á spítala eða í mæðravernd. Heilbrigðisstarfsfólk hefur lýst því að það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.