Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 59
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 59 COVID-19 og ótti við að smita aðra. Skortur á viðeigandi hlífðarfatnaði og öryggisbúnaði, erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun hjúkrunar og heimsóknir meðal veikra og deyjandi, upplifun hins ráðþrota og hjálparlausa, eru einnig streituvaldar. Afleiðingar alls þessa hafa birst rannsakendum í formi aukins þunglyndis og kvíða meðal hjúkrunarfræðinga. Þá hefur einnig verið mælanleg aukning á svefnröskunum, áfallastreituröskunum og kulnun í starfi. Bent hefur verið á kostnaðarsöm ruðningsáhrif þessa þegar hjúkrunarfræðingar í kjölfarið detta úr starfi, hvort sem þeir hætta, skipta um starfsvettvang eða fara í veikindaleyfi. Við það eykst starfsmannavelta í heilbrigðiskerfinu, sem missir jafnframt frá sér reynslumikið fagfólk, þarf að þjálfa upp nýtt starfsfólk og framleiðni minnkar (Marvaldi o.fl., 2021). Ljóst er að áskoranir innan heilbrigðiskerfisins eru margar, ekki síst þegar fram líða stundir. Síðbúnar afleiðingar COVID-19 eiga enn eftir að líta dagsins ljós og eiga jafnt við um notendur sem og veitendur heilbrigðisþjónustunnar. Alþjóðaráð hjúkrunar hefur lagt áherslu á ákveðna þætti sem taldir eru mikilsverðir fyrir starfsgreinina í viðbrögðum ríkja við COVID-19. • Að tryggja magn og gæði öryggisbúnaðar, hlífðarfatnaðar og fræðslu um sóttvarnir • Að gæta og hlúa sérstaklega að heilsu og velferð starfsmanna • Tryggja smitrakningar og boðleiðir upplýsinga • Greiða réttlát og sanngjörn laun sem taka mið af þeirri áhættu og þeirri yfirvinnu eða aukavinnu sem hjúkrunarfræðingar leggja á sig • Útfæra öruggt og skilvirkt skráningarkerfi í tengslum við fjölgun á starfsfólki • Skipuleggja dreifingu á starfsemi og sérhæfðum starfskrafti í tengslum við flóknari og sérhæfðari tilfelli • Styðja við nýsköpun og þróun nýrra kerfa í heilbrigðisþjónustu • Stuðla að virðingu gagnvart starfsgreininni, starfsfólkinu og þeim fyrirmælum sem ráðlögð eru innan heilbrigðisvísinda • Fjárfesta í innviðum og skapa aðstæður þar sem hjúkrunarfræðingar geta þróað með sér forystuhlutverk og leiðtogahæfileika með aðkomu þeirra að stefnumótun og gerð áætlana innan heilbrigðiskerfa • Þróa og innleiða almenna aðgerðaráætlun um COVID-19 þar sem hjúkrunarfræðingar eru virkir þátttakendur Loks ber að draga nauðsynlegan lærdóm af COVID-19 svo betur megi takast á við það sem framtíðin kann að bera í skauti sér (International Council of Nurses, 2020). Starfsheilbrigði og reynsla úr hjúkrunarstarfi Höfundar eru sammála um að það að líða vel og vera ánægður og sáttur á sínum vinnustað er ekki sjálfgefið. Einn af áhrifaþáttum starfsánægju er stuðningur stjórnenda við hjúkrunarfræðinga til að ná persónulegum markmiðum. Þar er sérstaklega horft til hvatningar, leiðsagnar, þjálfunar og framþróunar sem starfsmenn fá í sínu starfi innan vinnustaðarins. Einnig skiptir ánægja starfsmanna með forystu, starfsþróun og skýra starfslýsingu miklu fyrir hamingju og vellíðan starfsmanna á vinnustað (Joo og Lee, 2017). Ef taka þarf erfiðar og jafnvel umdeildar ákvarðanir hefur þótt lykilatriði að stjórnendur byggi þær á málefnalegum og hlutlægum gögnum (Serrat, 2017). Niðurstöður rannsóknar sem gerð var hér á landi um viðhorf til stjórnunar og áhrif á líðan heilbrigðisstarfsfólks í starfi benda til að stjórnunarstíll yfirmanna og samskipti þeirra við aðra starfsmenn skipti miklu máli. Sé samskiptum ábótavant geta skapast neikvæð viðhorf og vanlíðan meðal starfsfólks. Aðrar rannsóknir gefa til kynna að samskipti við stjórnanda sé veigamikið atriði til aukinnar starfsánægju og fyrir líðan starfsmanna (Hallfríður Eysteinsdóttir o.fl., 2013). Áhrif viðurkenningar í starfi Árangri í starfi er oft skipt niður í hlutlægan og huglægan. Hlutlægur árangur vísar til ytri þátta eins og árstekna og fjölda stöðuhækkana. Huglægur eða innri mælikvarði árangurs í starfi snýst um huglægt mat einstaklingsins um árangur á starfsferlinum. Þetta felur venjulega í sér þær tilfinningar sem einstaklingur ber til starfs síns og starfsánægju hans. Mikilvægt er að starfsmenn finni fyrir stuðningi stjórnenda og viðurkenningu til að eflast í starfi (Teodorescu o.fl., 2017). Áhugasamir starfsmenn taka almennt virkari þátt í störfum sínum og þar með störfum vinnustaðarins. Þá eru ánægðir starfsmenn yfirleitt afkastameiri og viljugri til að gera meira en ætlast er til af þeim á vinnustaðnum. Helst það í hendur við það þegar þeir upplifa stuðning frá fyrirtækinu. Þar líta starfsmenn einnig til þess hversu mikið vinnustaðurinn metur framlag þeirra og hugar að heilsu starfsmanna (Joo og Lee, 2017). Höfundar hafa sjálfir reynslu af því að viðurkenning, áhugi á starfinu og tækifæri til þátttöku og ákvarðanatöku stuðli að auknu vinnuframlagi þeirra sem starfsmanna. Heilbrigðisstofnanir veita betri þjónustu ef starfsmenn skynja að þeir séu álitnir verðmætar auðlindir og hljóta viðurkenningu fyrir sín störf. Stjórnandi með metnaðarfulla, sannfærandi og stefnumarkandi framtíðarsýn ýtir undir traust og öryggi starfsmanna. Áhugi starfsmanna eykst ef þeir hafa trú á því að vinnuframlag þeirra og metnaður leiði til betri frammistöðu í starfi og umbunar. Hafa ber í huga að góður leiðtogi gerir starfsmönnum sínum ljóst til hvers er ætlast af þeim og aðstoðar þá og leiðbeinir til að ná þeim markmiðum (De Simone, 2015). Hér skiptir miklu máli að fá viðurkenningu, stuðning og hvatningu. Einnig að starfsmenn finni það að yfirmanni sé umhugað um líðan þeirra og heilsu. Gagnkvæmt traust stjórnenda og starfsmanna Hæfni stjórnanda til að öðlast traust starfsmanna á vinnustað þykir eitt af lykilatriðum góðrar stjórnunar. Gagnkvæmt traust milli yfirmanns og undirmanna eykur líkur á þátttöku starfsmanna þegar kemur að nýjungum á vinnustað. Að starfsmenn finni fyrir trausti yfirmanns í sinn garð eykur starfsframlag og ýtir undir sköpunargáfu þeirra. Eins er mikilvægt að starfsmaður finni að stjórnanda sé annt um velferð hans, en áhugaleysi stjórnanda á högum undirmanna getur skapað vantraust (Serrat, 2017). Traust og samvinna leiða til uppbyggilegs samstarfs, það er óáþreifanlegt en þarf að vera til staðar til að stjórnandi öðlist virðingu. Skýr samskipti, sanngirni og stuðningur starfsmanna við ákvarðanatöku ýta undir traust til stjórnenda. Þar gildir Fræðslugrein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.