Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 70
70 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 námi var jafnframt marktækt lægra en þeirra sem töldu sig ekki fá stuðning sem var tæplega fimmtungur þátttakenda. Önnur erlend rannsókn á tímum COVID-19 meðal nemenda í hjúkrunarfræði sýndi að félagslegur stuðningur reyndist versnandi gagnvart einmanakennd meðal nemendanna (Labrague o.fl., 2021). Það kemur ekki á óvart að nemendur sem töldu að nám sitt hefði ekki gengið vel skoruðu einnig marktækt hærra á streitukvarðanum en þeir sem töldu það hafa gengið vel á þessum tímum. Sambærilegar niðurstöður hafa komið fram erlendis þar sem nemendur í hjúkrunarfræði lentu til dæmis í vanda með nettengingar og fjarkennslu (Fitzgerald og Konrad, 2021; Masha’al o.fl., 2020). Jafnframt kom ítrekað fram í fjölmiðlum að skortur var á hlífðarbúningum og að smitvörnum væri ábótavant víða erlendis, sem átti ekki við hér á landi. Hvað varðaði stuðning í námi þá taldi meirihluti nemendanna eða um áttatíu prósent að þeir fengju stuðning við nám sitt og þá oftast frá fjölskyldu, samnemendum og vinum, sem samræmist niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar meðal nemenda hjúkrunarfræði (Roca o.fl., 2021). Algengustu bjargráð nemenda við streitu í okkar rannsókn voru að tala við einhvern og að hreyfa sig, sem teljast gagnleg bjargráð samkvæmt Lazarus og Folkman (1984). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna þar sem flestir nemendur í hjúkrunarfræði leituðu sér félagslegs stuðnings á tímum COVID-19 og ræddu tilfinningar sínar við sína nánustu (Sümen og Adibelli, 2021; Roca o.fl., 2021). Í okkar rannsókn reyndist streitustig marktækt hærra á meðal þeirra sem reiddust, lokuðu sig af eða leituðu í mat eða sætindi en þeirra sem ekki brugðust við með þessum hætti. Samkvæmt Lazarus og Folkman (1984), er hér um ógagnleg bjargráð að ræða til að takast á við erfiðar tilfinningar, sem geta haft neikvæðar langtímaafleiðingar fyrir viðkomandi. Eins og fram hefur komið var streita meðal þátttakenda í þessari rannsókn ekki meiri en lýst er í fyrri rannsóknum, þrátt fyrir að miklar breytingar væru gerðar á náminu í fyrstu bylgju COVID-19 með afar stuttum fyrirvara eins og kom fram í grein Herdísar Sveinsdóttir og Helgu Bragadóttur, (2020). Umsjónarkennarar námskeiða lögðu sig fram um að koma til móts við nemendur varðandi fyrirkomulag klíníska námsins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meirihluti nemenda í hjúkrunarfræði við HA og HÍ hafi verið sáttur við þær breytingar sem gerðar voru á námi þeirra á tímum COVID-19 faraldursins, bæði hvað varðaði fræðilegt nám og klínískt nám. Það er ólíkt því sem kom fram í erlendri eigindlegri rannsókn sem unnin var á svipuðum tíma, en þar kom fram að nemendur urðu fyrir talsverðum óþægindum vegna breytinga sem gera þurfti á námi þeirra vegna COVID-19 (Fawas o.fl., 2021). Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Helstu styrkleikar rannsóknarinnar voru að allir nemendur í grunnnámi í hjúkrunarfræði á Íslandi áttu kost á þátttöku í rannsókninni og rannsakendur þekktu vel þær breytingar sem gerðar voru á náminu. Hópurinn sem stóð að rannsókninni kom frá báðum skólum sem sjá um menntun Streita nemenda í hjúkrunarfræði í fyrstu bylgju COVID-19 Megin niðurstaða rannsóknarinnar var að streita meðal nemenda í hjúkrunarfræði á Íslandi á tímum COVID-19 mældist miðlungsstreita og svipuð og fram hefur komið í erlendum rannsóknaniðurstöðum á tímum heims- faraldursins (Aslan og Pekince, 2020; Sheroun o.fl., 2020). Sambærilegar niðurstöður komu fram í rannsókn Evu Mjallar Júlíusdóttur og Helgu Berglindar Hreinsdóttur frá 2010 þar sem meðalstreitustig fyrsta og annars árs nemenda í hjúkrunarfræði mældist 17,2 stig og meirihluti (65%) mældist yfir streituviðmiðum meðal almennings í rannsókn Cohen og Williamson (1988). Streitustig í rannsókn þeirra Sigríðar Lilju Magnúsdóttur og Valdísar Ingunnar Óskarsdóttur meðal háskólanemenda árið 2016 var hins vegar 20,6 stig. Skýringin á að streitustig mælast ekki fleiri í okkar rannsókn kann að vera sú að gögnum var safnað eftir að misseri lauk og nemendur því ekki lengur undir álagi vegna náms. Í rannsókninni upplifði um tíundi hluti alvarlega streitu. Mikilvægt er að leita leiða til að greina þann hóp snemma og bjóða viðeigandi aðstoð og stuðning ásamt því að fylgjast vel með hvernig honum vegnar. Tíðni alvarlegrar streitu reyndist svipuð í rannsókn Sheroun o.fl. (2021) meðal nemenda í hjúkrunarfræði á tímum COVID-19. Alvarleg streita meðal hjúkrunarnema mælist þó mjög breytileg á milli rannsókna eða frá 4% upp í tæp 25% (Kim o.fl., 2021; Begam og Devi, 2020). Þrátt fyrir að minnihluti þátttakenda hafi mælst með alvarlega streitu, þá upplifðu tæp áttatíu prósent þátttakenda sig með frekar mikla eða mjög mikla streitu tengda háskólanáminu. Þessar niðurstöður eru samhljóma niðurstöðum rannsóknar meðal nema í grunnnámi við HÍ, þar sem um 86% þátttakenda töldu sig upplifa frekar mikla til mjög mikla streitu tengda því að stunda háskólanám (Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir, 2016). Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólaárin eru almennt talin tími áskorana og streitu (Beiter o.fl., 2015). Skortur á námsleiðbeiningum var einnig algengur streituvaldur, en þó ekki algengari en fram kom í rannsókn meðal grunnnemenda í HÍ frá 2016 þar sem 55% töldu sig upplifa frekar til mikla streitu tengda skorti á námsleiðbeiningum (Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir, 2016). Í ljósi þess er athyglisvert hversu fáir leituðu til námsráðgjafa eða kennara eftir stuðningi og leiðsögn. Velta má fyrir sér hvort kynna þyrfti betur hlutverk námsráðgjafa og þá aðstoð sem námsráðgjafar skólanna geta veitt nemendum, og hvetja nemendur reglulega til að nýta sér hana, sérstaklega í tengslum við aukið álag. Einnig má gera ráð fyrir að aðgengi að kennurum og námsráðgjöfum skólanna hafi verið minna á tímum COVID-19 þar sem byggingum skólanna var lokað og staðarnám ekki í boði og líklegt að enn ítarlegri námsleiðbeininga hefði verið þörf. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á vaxandi andlega vanlíðan á tímum COVID-19 meðal nemenda í hjúkrunarfræði (Kim o.fl, 2021; Majrashi o.fl., 2021). Í okkar rannsókn kom fram að langflestir þátttakenda töldu líkamlega heilsu sína góða eða mjög góða en hins vegar töldu heldur færri andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Þeir sem mátu líkamlega og andlega heilsu sína verr skoruðu martækt hærra á streitukvarðanum sem er sambærilegt við það sem kom fram í rannsókn Sheroun o.fl. (2021). Streitustig þeirra sem töldu sig hafa stuðning í UMRÆÐA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.